Lífið

At­riði Steinda á heims­meistara­mótinu í luft­gítar sem skilaði honum 5. sætinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steindi fór á kostum á sviðinu.
Steindi fór á kostum á sviðinu.

Steinþór Hróar Steinþórsson fór af stað með nýja þætti á Stöð 2 á dögunum og bera þeir nafnið Steindacon. Um er að ræða sex þætti þar sem hann fer með sex mismunandi gestum á hátíðir og ráðstefnur víða um heim.

Steindi fór með Önnu Svövu á BronyCon sem er My Little Pony ráðstefna fyrir fullorðna og var sýnt frá þeirri ferð í fyrsta þættinum.

Einnig mun hann skella sér á Drekahátíð með Hugleiki Dagssyni sem er ein stærsta larphátíð heims.

Dóri DNA fékk að fara með honum til Ástralíu á Redneck leika og kassabílarallý. Svo að lokum fer Steindi með kærustunni sinni Sigrúnu á FetishCon. Einnig skellti Steindi sér á geimveruráðstefnu með Bergi Ebba og reyndu þeir að komast alla leið að area 51 í Bandaríkjunum.

En í síðasta þætti fór hann á heimsmeistaramótið í luftgítar í Finnlandi með móður sinni og var ferðin heldur betur skrautleg og skemmtileg. Steindi æfi stíft fyrir keppnina og tókst atriði hans mjög vel en hann hafnaði í 5.sæti á heimsmeistaramótinu.

Mótið fór fram í finnsku borginni Oulu í sumar. Þar kom hann fram undir nafninu Rock Thor Jr. en hann vann Íslandsmótið í luftgítar sem haldið var á Eistnaflugi síðasta sumar og var því fulltrúi Íslands í heimsmeistarakeppninni. Þættirnir eru framleiddir af Skot Productions.

Hér að neðan má sjá atriðið sjálft sem skilaði honum fimmta sætinu.

Klippa: Steindi fór á kostum á heimsmeistaramótinu í luftgítar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.