Börn eiga rétt á að þekkja uppruna sinn Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 11:00 Á Íslandi eiga börn sem getin eru með tæknifrjóvgun og kynfrumugjöf ekki sjálfstæðan rétt á upplýsingum um uppruna sinn. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum sem hefur ekki tryggt réttindi barna að þessu leyti. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um réttindi barns til að vera skráð eftir fæðingu, fá nafn, ríkisfang og við vita um foreldra sína og njóta umönnunar þeirra. Undirrituð hefur nú í sjötta sinn lagt fram tillögu um rétt barna til að vita um uppruna sinn og falið dómsmálaráðherra að tryggja réttindi barna að þessu leyti. Tillagan hefur ekki enn verið afgreidd á Alþingi. Við viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi barna. Sýnum það í verki. Það er löngu orðið tímabært að innleiða ný lög sem tryggja þennan rétt barna. Umsögn Umboðsmanns barna Lög um tæknifrjóvgun, sem tóku í gildi 15. maí 1996, gera ráð fyrir að sá sem gefur kynfrumur til tæknifrjóvgunar skuli njóta nafnleyndar. Nafnleynd kynfrumugjafa vegur þyngra en réttindi barna til að fá að vita um uppruna sinn. Umboðsmaður barna sendi frá sér umsögn árið 1996, þegar frumvarpið var til umfjöllunar hjá Alþingi. Í henni kom fram sú afdráttarlausa skoðun að barn sem getið er með gjafakynfrumu ætti að fá rétt á að vita um uppruna sinn, eftir því sem unnt er. Þannig verði velferð þess best tryggð til framtíðar. Reynsla nágrannaríkja Helstu rökin fyrir nafnleynd kynfrumugjafa hafa verið sú að nafnleynd tryggi framboð á kynfrumum. Reynsla nágrannaríkjanna sýnir að slíkt hafi ekki veri raunin en eins og fyrr segir þá hafa öll Norðurlöndin, utan Íslands, nú þegar tryggt lagalegan rétt barna til að þekkja uppruna sinn. Reyndar dróst kynfrumugjöf í Svíþjóð saman eftir að lögunum var breytt á þann veg að börn ættu rétt á að þekkja uppruna sinn, en fór síðan aftur í sama horf. Mikilvægt er að virða friðhelgi fólks og þörfin fyrir að nálgast upplýsingar um líffræðilegan uppruna, getur verið mjög mismunandi. Því yrðu slíkar upplýsingar aðeins veittar ef „barnið“ óskar sjálft eftir þeim. Rétturinn ætti ávallt að vera barnsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fjölskyldumál Frjósemi Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Á Íslandi eiga börn sem getin eru með tæknifrjóvgun og kynfrumugjöf ekki sjálfstæðan rétt á upplýsingum um uppruna sinn. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum sem hefur ekki tryggt réttindi barna að þessu leyti. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um réttindi barns til að vera skráð eftir fæðingu, fá nafn, ríkisfang og við vita um foreldra sína og njóta umönnunar þeirra. Undirrituð hefur nú í sjötta sinn lagt fram tillögu um rétt barna til að vita um uppruna sinn og falið dómsmálaráðherra að tryggja réttindi barna að þessu leyti. Tillagan hefur ekki enn verið afgreidd á Alþingi. Við viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi barna. Sýnum það í verki. Það er löngu orðið tímabært að innleiða ný lög sem tryggja þennan rétt barna. Umsögn Umboðsmanns barna Lög um tæknifrjóvgun, sem tóku í gildi 15. maí 1996, gera ráð fyrir að sá sem gefur kynfrumur til tæknifrjóvgunar skuli njóta nafnleyndar. Nafnleynd kynfrumugjafa vegur þyngra en réttindi barna til að fá að vita um uppruna sinn. Umboðsmaður barna sendi frá sér umsögn árið 1996, þegar frumvarpið var til umfjöllunar hjá Alþingi. Í henni kom fram sú afdráttarlausa skoðun að barn sem getið er með gjafakynfrumu ætti að fá rétt á að vita um uppruna sinn, eftir því sem unnt er. Þannig verði velferð þess best tryggð til framtíðar. Reynsla nágrannaríkja Helstu rökin fyrir nafnleynd kynfrumugjafa hafa verið sú að nafnleynd tryggi framboð á kynfrumum. Reynsla nágrannaríkjanna sýnir að slíkt hafi ekki veri raunin en eins og fyrr segir þá hafa öll Norðurlöndin, utan Íslands, nú þegar tryggt lagalegan rétt barna til að þekkja uppruna sinn. Reyndar dróst kynfrumugjöf í Svíþjóð saman eftir að lögunum var breytt á þann veg að börn ættu rétt á að þekkja uppruna sinn, en fór síðan aftur í sama horf. Mikilvægt er að virða friðhelgi fólks og þörfin fyrir að nálgast upplýsingar um líffræðilegan uppruna, getur verið mjög mismunandi. Því yrðu slíkar upplýsingar aðeins veittar ef „barnið“ óskar sjálft eftir þeim. Rétturinn ætti ávallt að vera barnsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun