Mikið um dýrðir í fyrstu opinberu heimsókn Trump til Indlands Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 10:23 Modi leiðir Trump-hjónin út á sviðið á Sardar Patel-leikvanginum í Ahmedabad í dag. AP/Alex Brandon Áætlað er að um hundrað þúsund manns hafi fyllt krikketvöll í Ahmedabad á Indland þegar Narendra Modi forsætisráðherra og Donald Trump Bandaríkjaforseti héldu þar sameiginlegan útifund við upphaf opinberrar heimsóknar þess síðarnefnda. Tekið hefur verið á móti Trump með kostum og kynjum á Indlandi. Forsetarnir jusu hvor annan lofi fyrir framan mannfjöldann á Motera-leikvanginum í Gujarat, heimaríki Modi forsætisráðherra, og lögðu áherslu á náin tengsl ríkjanna tveggja. „Allir elska hann en ég skal sko segja ykkur það að hann er harður í horn að taka!“ sagði Trump um indverska forsætisráðherrann. Mikið var um dýrðir á útifundinum. Tónlistarmenn á kameldýrum og Bollywood-smellir heyrðust í bland við lög sem framboð Trump spilar á kosningafundum sínum, þar á meðal ýmis lög með breska söngvaranum Elton John, að sögn AP-fréttastofunnar. Margir voru með grímur með andlitum Trump og Modi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Trump hafi átt erfitt með að bera fram indversk nöfn í ræðu sinni. Þannig kallaði hann meðal annars Vedas, helga ritningu hindúa, „Vestas“. Margir yfirgáfu leikvanginn eftir að Modi lauk máli sínu undir ræðu Trump. Fyrr um daginn höfðu hundruð þúsundir borgarbúa þyrpst út á götur til að fagna Trump og Modi. Yfirvöld höfðu tjaldað öllu til, þrifið götur og plantað blómum auk þess sem hundruð auglýsingaskilti með andlitum Trump og eiginkonu hans Melaniu skreyttu göturnar. Trump-hjónin ætla að heimsækja Taj Mahal-grafhýsið í Agra í Indlandsheimsókn sinni sem stendur í einn og hálfan sólarhring. Fyrr í dag skoðuðu þau heimabæ Mahatma Gandí, frelsishetju Indverja, sem fæddist í Gujarat. Trump spreytti sig á rokki þegar hann heimsótti heimili Gandí.AP/Alex Brandon Bandaríkin Donald Trump Indland Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Áætlað er að um hundrað þúsund manns hafi fyllt krikketvöll í Ahmedabad á Indland þegar Narendra Modi forsætisráðherra og Donald Trump Bandaríkjaforseti héldu þar sameiginlegan útifund við upphaf opinberrar heimsóknar þess síðarnefnda. Tekið hefur verið á móti Trump með kostum og kynjum á Indlandi. Forsetarnir jusu hvor annan lofi fyrir framan mannfjöldann á Motera-leikvanginum í Gujarat, heimaríki Modi forsætisráðherra, og lögðu áherslu á náin tengsl ríkjanna tveggja. „Allir elska hann en ég skal sko segja ykkur það að hann er harður í horn að taka!“ sagði Trump um indverska forsætisráðherrann. Mikið var um dýrðir á útifundinum. Tónlistarmenn á kameldýrum og Bollywood-smellir heyrðust í bland við lög sem framboð Trump spilar á kosningafundum sínum, þar á meðal ýmis lög með breska söngvaranum Elton John, að sögn AP-fréttastofunnar. Margir voru með grímur með andlitum Trump og Modi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Trump hafi átt erfitt með að bera fram indversk nöfn í ræðu sinni. Þannig kallaði hann meðal annars Vedas, helga ritningu hindúa, „Vestas“. Margir yfirgáfu leikvanginn eftir að Modi lauk máli sínu undir ræðu Trump. Fyrr um daginn höfðu hundruð þúsundir borgarbúa þyrpst út á götur til að fagna Trump og Modi. Yfirvöld höfðu tjaldað öllu til, þrifið götur og plantað blómum auk þess sem hundruð auglýsingaskilti með andlitum Trump og eiginkonu hans Melaniu skreyttu göturnar. Trump-hjónin ætla að heimsækja Taj Mahal-grafhýsið í Agra í Indlandsheimsókn sinni sem stendur í einn og hálfan sólarhring. Fyrr í dag skoðuðu þau heimabæ Mahatma Gandí, frelsishetju Indverja, sem fæddist í Gujarat. Trump spreytti sig á rokki þegar hann heimsótti heimili Gandí.AP/Alex Brandon
Bandaríkin Donald Trump Indland Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira