Svíar verðlaunaðir á heimsþingi um umferðaröryggi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. febrúar 2020 07:00 Tomas Eneroth, innanríkisráðherra Svíþjóðar með verðlaunin. Vísir/Facebook Heimsþing um umferðaröryggi fór fram í Stokkhólmi í síðustu viku. Á þinginu verður lögð áhersla á að bæta umferðaöryggi og innviði um allan heim á næstu árum, eins og fram kemur í frétt á heimasíðu FÍB. Á þinginu kynntu sænsk yfirvöld reynslu sína af Vision Zero eða núllsýn. Núllsýn er hugtak yfir þá stefnu að ekkert banaslys eða alvarlegt umferðaslys verði innan fárra ára. Hugmyndin snýst um að sætta sig ekki við að slík slys verði. Frá því stefnan var innleidd í Svíþjóð árið 1997 hefur umferðaslysum fækkað um helming samkvæmt heimasíðu FÍB. Svíar fengu nýsköpunarverðlaun vegna vegaöryggis. Verðlaunin voru veitt vegna þróunar 2+1 vega með víragerði til aðgreiningar á milli akstursstefna. Hönnunin dregur úr hættu á því að tvö farartæki sem koma úr gagnstæðri átt skelli saman. Tomas Eneroth, innanríkisráðherra Svíþjóðar veitti verðlaununum viðtöku.Hér er myndband sem útskýrir 2+1. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sótti heimsþingið. Yfirlýst markmið ráðstefnunnar var að miðla þekkingu og ræða leiðir til að auka umferðaröryggi í heiminum meðal annars með tilliti til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Alls sóttu þingið 80 samgönguráðherrar víðs vegar að úr heiminum. Auk þeirra sóttu stjórnendur og fulltrúar alþjóðastofnana og félagasamtaka þingið ásamt fulltrúum atvinnulífsins. Alls tóku um 1700 manns þátt í þinginu frá um 140 löndum. Bílar Svíþjóð Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent
Heimsþing um umferðaröryggi fór fram í Stokkhólmi í síðustu viku. Á þinginu verður lögð áhersla á að bæta umferðaöryggi og innviði um allan heim á næstu árum, eins og fram kemur í frétt á heimasíðu FÍB. Á þinginu kynntu sænsk yfirvöld reynslu sína af Vision Zero eða núllsýn. Núllsýn er hugtak yfir þá stefnu að ekkert banaslys eða alvarlegt umferðaslys verði innan fárra ára. Hugmyndin snýst um að sætta sig ekki við að slík slys verði. Frá því stefnan var innleidd í Svíþjóð árið 1997 hefur umferðaslysum fækkað um helming samkvæmt heimasíðu FÍB. Svíar fengu nýsköpunarverðlaun vegna vegaöryggis. Verðlaunin voru veitt vegna þróunar 2+1 vega með víragerði til aðgreiningar á milli akstursstefna. Hönnunin dregur úr hættu á því að tvö farartæki sem koma úr gagnstæðri átt skelli saman. Tomas Eneroth, innanríkisráðherra Svíþjóðar veitti verðlaununum viðtöku.Hér er myndband sem útskýrir 2+1. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sótti heimsþingið. Yfirlýst markmið ráðstefnunnar var að miðla þekkingu og ræða leiðir til að auka umferðaröryggi í heiminum meðal annars með tilliti til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Alls sóttu þingið 80 samgönguráðherrar víðs vegar að úr heiminum. Auk þeirra sóttu stjórnendur og fulltrúar alþjóðastofnana og félagasamtaka þingið ásamt fulltrúum atvinnulífsins. Alls tóku um 1700 manns þátt í þinginu frá um 140 löndum.
Bílar Svíþjóð Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent