Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. febrúar 2020 18:30 Rusl á víð og dreif tók á móti gestum miðborgarinnar í dag. Allar ruslatunnur voru fullar og leifar næturlífsins fyrir allra augum. Vísir/baldur Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að ríkissáttasemjari taki á deilunni af festu, jafnvel þótt engin samskipti hafi verið milli samninganefnda síðustu daga og ekki hafi verið boðað til fundar. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkur, baðst enda undan viðtali í dag. Lítil hreyfing sé á hlutunum og samtalið við Eflingu ekkert frá síðasta fundi á miðvikudag. Það er þó ekki þar með sagt að engin vinna sé í gangi. „Við höfum nýtt tímann mjög vel síðustu daga, eins og við gerum jafnan þó svo að það sé ekki verið að funda,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Til að mynda sé verið að skoða „ýmsar útfærslur og tölur" eins og Viðar orðar það, auk þess sem skipulagning baráttunnar haldi áfram Meðan þessi vinna stendur yfir mega íbúar borgarinnar búast við áframhaldandi raski á daglegu lífi. Í fjölda leik- og grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti barna þurfti að sitja heima yfir daginn, og gera stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla ráð fyrir því að taka einnig upp veltukerfi frá og með þriðjudeginum næstkomandi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/frosti Óttist þið ekkert að almenningsálitið fari að snúast gegn ykkur?„Auðvitað byggist upp spenna og óþol hjá fólki út af þessu ástandi, það er alveg klárt mál og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því," segir Viðar. „Hins vegar höfum við fundið það mjög eindregið að það er jarðvegur fyrir því að gera þessa launaleiðréttingu sem við höfum krafist og borgarstjórnarmeirihlutinn hefur sjálfur talað fyrir.“ Sáttasemjari haldi vel á deilunni Samninganefndir geta farið fram á það að boðað verði til fundar í kjaradeilum, telji þær að eitthvað nýtt hafi komið fram sem líklegt er talið að geti leitt deiluna til lykta. Sú staða er þó ekki upp á teningnum nú og segir Viðar að Efling treysti ríkissáttasemjara til að meta hvenær rétt sé að boða til fundar. „Við höfum við er hlynnt því að láta viðræðurnar fara fram undir forræði ríkissáttasemjara, sem að okkar mati er að sinna þessari deilu vel og tekur á henni af mikilli alvöru. Af þeirri ástæðu höfum við talið það ekki viðeigandi að fara í beinar viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar án aðkomu ríkissáttasemjara,“ segir Viðar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. 21. febrúar 2020 13:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að ríkissáttasemjari taki á deilunni af festu, jafnvel þótt engin samskipti hafi verið milli samninganefnda síðustu daga og ekki hafi verið boðað til fundar. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkur, baðst enda undan viðtali í dag. Lítil hreyfing sé á hlutunum og samtalið við Eflingu ekkert frá síðasta fundi á miðvikudag. Það er þó ekki þar með sagt að engin vinna sé í gangi. „Við höfum nýtt tímann mjög vel síðustu daga, eins og við gerum jafnan þó svo að það sé ekki verið að funda,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Til að mynda sé verið að skoða „ýmsar útfærslur og tölur" eins og Viðar orðar það, auk þess sem skipulagning baráttunnar haldi áfram Meðan þessi vinna stendur yfir mega íbúar borgarinnar búast við áframhaldandi raski á daglegu lífi. Í fjölda leik- og grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti barna þurfti að sitja heima yfir daginn, og gera stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla ráð fyrir því að taka einnig upp veltukerfi frá og með þriðjudeginum næstkomandi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/frosti Óttist þið ekkert að almenningsálitið fari að snúast gegn ykkur?„Auðvitað byggist upp spenna og óþol hjá fólki út af þessu ástandi, það er alveg klárt mál og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því," segir Viðar. „Hins vegar höfum við fundið það mjög eindregið að það er jarðvegur fyrir því að gera þessa launaleiðréttingu sem við höfum krafist og borgarstjórnarmeirihlutinn hefur sjálfur talað fyrir.“ Sáttasemjari haldi vel á deilunni Samninganefndir geta farið fram á það að boðað verði til fundar í kjaradeilum, telji þær að eitthvað nýtt hafi komið fram sem líklegt er talið að geti leitt deiluna til lykta. Sú staða er þó ekki upp á teningnum nú og segir Viðar að Efling treysti ríkissáttasemjara til að meta hvenær rétt sé að boða til fundar. „Við höfum við er hlynnt því að láta viðræðurnar fara fram undir forræði ríkissáttasemjara, sem að okkar mati er að sinna þessari deilu vel og tekur á henni af mikilli alvöru. Af þeirri ástæðu höfum við talið það ekki viðeigandi að fara í beinar viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar án aðkomu ríkissáttasemjara,“ segir Viðar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. 21. febrúar 2020 13:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45
Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15
Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. 21. febrúar 2020 13:00