Bernie Sanders með stórsigur í Nevada Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2020 07:21 Bernie Sanders leiðir nú kapphlaupið um að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Getty Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders virðist hafa unnið stórsigur í forkosningum Demókrataflokksins í Nevada sem fram fóru í gær. Þegar búið er að telja um helming atkvæða virðist Sanders hafa fengið 47 prósent atkvæða. Varaforsetanum fyrrverandi, Joe Biden, virðist hafa gengið betur en í fyrstu tveimur forkosningum Demókrata, í Iowa og New Hampshire, og fengið um 19 prósent atkvæða nú. Pete Buttigieg mælist svo með 15 prósent atkvæða og Elizabeth Warren 10 prósent. 36 landsfundarfulltrúum Nevada verður skipt milli þeirra frambjóðenda sem hlutu 15 prósent atkvæða eða fleiri í forkosningunum í gær. Fyrir forkosningarnar í Nevada hafði Sanders hlotið 21 fulltrúa á landsþing Demókrata næsta sumar þar sem frambjóðandi flokksins verður valinn, en sá mun etja kappi við Donald Trump forseta í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember. Alls þarf frambjóðandi að safna saman 1.990 fulltrúum til að hljóta útnefningu flokksins. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti.Getty Nær til margra Í frétt BBC kemur fram að talið sé að helstu ástæður fyrir góðu gengi Sanders sé að margir hafi greitt atkvæði utan kjörfundar, sér í lagi Bandaríkjamenn af rómöskum uppruna þar sem stuðningur við Sanders er hlutfallslega mikill. Þá hafi hann notið stuðnings stéttarfélaga og náð að höfða til fólks í öllum aldursflokkum, nema þá meðal þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Einnig hafi hann notið sérstaklega mikil stuðnings meðal kjósenda í yngsta aldursflokknum og meðal vel menntaðra, hvítra kvenna, en talið er að sá þjóðfélagshópur muni gegna lykilhlutverki þegar kemur að niðurstöðum kosninganna í nóvember. Endurkoman sögð hefjast hér Sanders var vitanlega ánægður með tölurnar þegar þær birtust og hrósaði fjölbreyttu stuðningsliði sínu þar sem saman væri komið fólk í öllum aldurshópum og kynþáttum. „Ameríska þjóðin hefur fengið sig fullsadda af forseta sem lýgur stanslaust,“ sagði Sanders. Biden-liðar voru sömuleiðis ánæðir með niðurstöðuna og lýstu því yfir að „endurkoman hefjist hér“. Trump forseti hrósaði Sanders í tísti fyrir sigurinn en kallaði hann jafnframt „Brjálaða Bernie“ (e. Crazy Bernie). Looks like Crazy Bernie is doing well in the Great State of Nevada. Biden & the rest look weak, & no way Mini Mike can restart his campaign after the worst debate performance in the history of Presidential Debates. Congratulations Bernie, & don't let them take it away from you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 22, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders líklegastur í Nevada Demókratar í Nevada halda forval fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. 22. febrúar 2020 22:00 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders virðist hafa unnið stórsigur í forkosningum Demókrataflokksins í Nevada sem fram fóru í gær. Þegar búið er að telja um helming atkvæða virðist Sanders hafa fengið 47 prósent atkvæða. Varaforsetanum fyrrverandi, Joe Biden, virðist hafa gengið betur en í fyrstu tveimur forkosningum Demókrata, í Iowa og New Hampshire, og fengið um 19 prósent atkvæða nú. Pete Buttigieg mælist svo með 15 prósent atkvæða og Elizabeth Warren 10 prósent. 36 landsfundarfulltrúum Nevada verður skipt milli þeirra frambjóðenda sem hlutu 15 prósent atkvæða eða fleiri í forkosningunum í gær. Fyrir forkosningarnar í Nevada hafði Sanders hlotið 21 fulltrúa á landsþing Demókrata næsta sumar þar sem frambjóðandi flokksins verður valinn, en sá mun etja kappi við Donald Trump forseta í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember. Alls þarf frambjóðandi að safna saman 1.990 fulltrúum til að hljóta útnefningu flokksins. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti.Getty Nær til margra Í frétt BBC kemur fram að talið sé að helstu ástæður fyrir góðu gengi Sanders sé að margir hafi greitt atkvæði utan kjörfundar, sér í lagi Bandaríkjamenn af rómöskum uppruna þar sem stuðningur við Sanders er hlutfallslega mikill. Þá hafi hann notið stuðnings stéttarfélaga og náð að höfða til fólks í öllum aldursflokkum, nema þá meðal þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Einnig hafi hann notið sérstaklega mikil stuðnings meðal kjósenda í yngsta aldursflokknum og meðal vel menntaðra, hvítra kvenna, en talið er að sá þjóðfélagshópur muni gegna lykilhlutverki þegar kemur að niðurstöðum kosninganna í nóvember. Endurkoman sögð hefjast hér Sanders var vitanlega ánægður með tölurnar þegar þær birtust og hrósaði fjölbreyttu stuðningsliði sínu þar sem saman væri komið fólk í öllum aldurshópum og kynþáttum. „Ameríska þjóðin hefur fengið sig fullsadda af forseta sem lýgur stanslaust,“ sagði Sanders. Biden-liðar voru sömuleiðis ánæðir með niðurstöðuna og lýstu því yfir að „endurkoman hefjist hér“. Trump forseti hrósaði Sanders í tísti fyrir sigurinn en kallaði hann jafnframt „Brjálaða Bernie“ (e. Crazy Bernie). Looks like Crazy Bernie is doing well in the Great State of Nevada. Biden & the rest look weak, & no way Mini Mike can restart his campaign after the worst debate performance in the history of Presidential Debates. Congratulations Bernie, & don't let them take it away from you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 22, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders líklegastur í Nevada Demókratar í Nevada halda forval fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. 22. febrúar 2020 22:00 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Sanders líklegastur í Nevada Demókratar í Nevada halda forval fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. 22. febrúar 2020 22:00