Ungum fíklum fækkað en vandi þeirra að aukast Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 22. febrúar 2020 22:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir/baldur Ungmennum sem leita á Vog vegna vímuefnavanda hefur fækkað en neyslan verður stöðugt alvarlegri. Yfirlæknir á Vogi segir að grípa þurfi fyrr inn í aðstæður hjá áhættuhópum. Ef litið er á þróun innlagna á sjúkrahúsið vog má sjá að allt frá árinu 2000 hefur unglingum sem þangað leita fækkað umtalsvert og bera bráðabirgðatölur frá síðasta ári með sér að þeir hafa ekki verið færri síðan um miðjan níunda áratuginn. „Ég myndi svo sannarlega segja að það sé jákvæð þróun. Að minnsta kosti er vandinn minni í þessum stóra hópi, þó svo að í þessum litla hópi sem þarf að koma í meðferð, þá er hann alvarlegri. Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Unglingarnir neyti harðari efna. „Yfir þrjátíu prósent þeirra eru að sprauta vímuefnum í æð, til dæmis. Við sjáum meiri aukningu á örvandi efnum.“ Dauðsföllum unglinga vegna vímuefnaneyslu fer jafnframt fjölgandi „Og það höfum við séð síðustu árin og því miður, ef við skoðum bara þá sem hafa komið til okkar, þá eiga þeir stóran hluta af dauðsföllum þeirra sem deyja svona ungir. Þessi sjúkdómur sem við erum að meðhöndla er býsna alvarlegur.“ Stöð 2 Harðari neysla ungmenna sem leita á Vog kann að bera með sér þessi hópur búi við alvarlegri félaglegan eða geðrænan vanda „Auðvitað þýðir þetta það að við þurfum kannski að vera ákveðnari í að finna áhættuhópana og grípa inn í fyrr, í skólakerfinu, heilsugæslunni og beina sjónum okkar að þeim sem eru í áhættu fyrst og fremst.“ Hún leggur áherslu á að mikið sé gert fyrir ólögráða börn í vanda, á vettvangi Barnaverndarstofu og SÁÁ. „Og sérstaklega mikið við foreldra og yngri systkini, þetta skiptir allt mjög miklu máli. Við erum með stóran hóp af ungmennum sem koma í eftirfylgni í göngudeild, sem er mjög jákvætt, því það skiptir máli fyrir þau að endurhæfast félagslega líka.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ungmennum sem leita á Vog vegna vímuefnavanda hefur fækkað en neyslan verður stöðugt alvarlegri. Yfirlæknir á Vogi segir að grípa þurfi fyrr inn í aðstæður hjá áhættuhópum. Ef litið er á þróun innlagna á sjúkrahúsið vog má sjá að allt frá árinu 2000 hefur unglingum sem þangað leita fækkað umtalsvert og bera bráðabirgðatölur frá síðasta ári með sér að þeir hafa ekki verið færri síðan um miðjan níunda áratuginn. „Ég myndi svo sannarlega segja að það sé jákvæð þróun. Að minnsta kosti er vandinn minni í þessum stóra hópi, þó svo að í þessum litla hópi sem þarf að koma í meðferð, þá er hann alvarlegri. Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Unglingarnir neyti harðari efna. „Yfir þrjátíu prósent þeirra eru að sprauta vímuefnum í æð, til dæmis. Við sjáum meiri aukningu á örvandi efnum.“ Dauðsföllum unglinga vegna vímuefnaneyslu fer jafnframt fjölgandi „Og það höfum við séð síðustu árin og því miður, ef við skoðum bara þá sem hafa komið til okkar, þá eiga þeir stóran hluta af dauðsföllum þeirra sem deyja svona ungir. Þessi sjúkdómur sem við erum að meðhöndla er býsna alvarlegur.“ Stöð 2 Harðari neysla ungmenna sem leita á Vog kann að bera með sér þessi hópur búi við alvarlegri félaglegan eða geðrænan vanda „Auðvitað þýðir þetta það að við þurfum kannski að vera ákveðnari í að finna áhættuhópana og grípa inn í fyrr, í skólakerfinu, heilsugæslunni og beina sjónum okkar að þeim sem eru í áhættu fyrst og fremst.“ Hún leggur áherslu á að mikið sé gert fyrir ólögráða börn í vanda, á vettvangi Barnaverndarstofu og SÁÁ. „Og sérstaklega mikið við foreldra og yngri systkini, þetta skiptir allt mjög miklu máli. Við erum með stóran hóp af ungmennum sem koma í eftirfylgni í göngudeild, sem er mjög jákvætt, því það skiptir máli fyrir þau að endurhæfast félagslega líka.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira