Rússar sagðir reyna að hjálpa Sanders til að skapa usla hjá demókrötum Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 21:42 Sanders er efstur í forvali demókrata án þess að hafa fengið meirihluta atkvæða. Rússar eru sagðir reyna að hjálpa framboði hans með það fyrir augum að ala á sundrung innan flokksins. Vísir/EPA Bandarískir embættismenn hafa tjáð Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanni sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, að rússnesk stjórnvöld reyni að hjálpa framboði hans. Það sé liður í tilraunum Rússa til að trufla forval demókrata fyrir forsetakosningarnar í haust. Leyniþjónustan telur einnig að Rússar reyni að hjálpa Donald Trump forseta að ná endurkjöri. Bæði Trump forseti og bandarískir þingmenn hafa fengið upplýsingar um að Rússar reyni nú að aðstoða framboð Sanders samkvæmt heimildum Washington Post. Ekki sé ljóst á hvaða hátt Rússar reyni að skipta sér af forvali demókrata. Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og að hjálpa Trump til sigurs. Talið var að þeir hafi einnig notað samfélagsmiðla til að styðja Sanders gegn Hillary Clinton í forvali demókrata. Það hafi verið leið til að koma höggi á Clinton. „Mér er hreinlega sama hver [Vladímír] Pútín [Rússlandsforseti] vill að verði forseti. Skilaboð mín til Pútín eru skýr: haltu þig frá bandarískum kosningum og sem forseti mun ég tryggja að þú gerir það,“ sagði Sanders í yfirlýsingu til Washington Post. Sanders hefur áður gefið í skyn að samfélagsmiðlareikningar sem hafa haldið úti hörðum árásum á keppinauta hans í forvalinu gætu í raun verið tilraunir óprúttinna aðila til þess að ala á sundrung í röðum demókrata í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Afskrifar álit leyniþjónustunnar sem „gabb“ demókrata Bandaríska leyniþjónustuna telur að rússnesk stjórnvöld vinni nú aftur að því að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum. Fulltrúi skrifstofu yfirmanns leyniþjónustunnar (ODNI) kynnti þingmönnum það á leynilegum fundi í síðustu viku. Trump forseti er sagður hafa snöggreiðst yfir fundinum og hellt sér yfir Joseph Maguire, starfandi yfirmann leyniþjónustunnar. Hann hafi óttast að demókratar myndu nota upplýsingarnar gegn honum. Reiði forsetans með að leyniþjónustan hafi greint þingmönnum frá kosningaafskiptum Rússa er sögð hafa verið ástæða þess að hann ákvað að tilnefna Maguire ekki varanlega sem yfirmann leyniþjónustunnar og velja í staðinn Richard Grenell, sendiherra í Þýskalandi, sem er talinn einarður stuðningsmaður forsetans. Trump gekk enn lengra á Twitter í dag þegar hann fullyrti við stuðningsmenn sína að ályktun leyniþjónustunnar um afskipti Rússa væru í reynd „gabb“ á vegum demókrata. Forsetinn hefur ítrekað hafnað niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar um afskipti Rússa og jafnvel tekið orð Pútín fram yfir hana. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump trompaðist yfir leynilegum fundi um kosningaafskipti Rússa Bandaríkjaforseti er sagður hafa úthúðað Joseph Maguire, starfandi yfirmanni leyniþjónustunnar, fyrir að hafa leyft fulltrúa sínum að upplýsa þingmenn um áframhaldandi kosningaafskipti Rússa. Það hafi orðið til þess að Trump ákvaða að ganga fram hjá Maguire við varanlega skipan í embættið. 20. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Bandarískir embættismenn hafa tjáð Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanni sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, að rússnesk stjórnvöld reyni að hjálpa framboði hans. Það sé liður í tilraunum Rússa til að trufla forval demókrata fyrir forsetakosningarnar í haust. Leyniþjónustan telur einnig að Rússar reyni að hjálpa Donald Trump forseta að ná endurkjöri. Bæði Trump forseti og bandarískir þingmenn hafa fengið upplýsingar um að Rússar reyni nú að aðstoða framboð Sanders samkvæmt heimildum Washington Post. Ekki sé ljóst á hvaða hátt Rússar reyni að skipta sér af forvali demókrata. Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og að hjálpa Trump til sigurs. Talið var að þeir hafi einnig notað samfélagsmiðla til að styðja Sanders gegn Hillary Clinton í forvali demókrata. Það hafi verið leið til að koma höggi á Clinton. „Mér er hreinlega sama hver [Vladímír] Pútín [Rússlandsforseti] vill að verði forseti. Skilaboð mín til Pútín eru skýr: haltu þig frá bandarískum kosningum og sem forseti mun ég tryggja að þú gerir það,“ sagði Sanders í yfirlýsingu til Washington Post. Sanders hefur áður gefið í skyn að samfélagsmiðlareikningar sem hafa haldið úti hörðum árásum á keppinauta hans í forvalinu gætu í raun verið tilraunir óprúttinna aðila til þess að ala á sundrung í röðum demókrata í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Afskrifar álit leyniþjónustunnar sem „gabb“ demókrata Bandaríska leyniþjónustuna telur að rússnesk stjórnvöld vinni nú aftur að því að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum. Fulltrúi skrifstofu yfirmanns leyniþjónustunnar (ODNI) kynnti þingmönnum það á leynilegum fundi í síðustu viku. Trump forseti er sagður hafa snöggreiðst yfir fundinum og hellt sér yfir Joseph Maguire, starfandi yfirmann leyniþjónustunnar. Hann hafi óttast að demókratar myndu nota upplýsingarnar gegn honum. Reiði forsetans með að leyniþjónustan hafi greint þingmönnum frá kosningaafskiptum Rússa er sögð hafa verið ástæða þess að hann ákvað að tilnefna Maguire ekki varanlega sem yfirmann leyniþjónustunnar og velja í staðinn Richard Grenell, sendiherra í Þýskalandi, sem er talinn einarður stuðningsmaður forsetans. Trump gekk enn lengra á Twitter í dag þegar hann fullyrti við stuðningsmenn sína að ályktun leyniþjónustunnar um afskipti Rússa væru í reynd „gabb“ á vegum demókrata. Forsetinn hefur ítrekað hafnað niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar um afskipti Rússa og jafnvel tekið orð Pútín fram yfir hana.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump trompaðist yfir leynilegum fundi um kosningaafskipti Rússa Bandaríkjaforseti er sagður hafa úthúðað Joseph Maguire, starfandi yfirmanni leyniþjónustunnar, fyrir að hafa leyft fulltrúa sínum að upplýsa þingmenn um áframhaldandi kosningaafskipti Rússa. Það hafi orðið til þess að Trump ákvaða að ganga fram hjá Maguire við varanlega skipan í embættið. 20. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Trump trompaðist yfir leynilegum fundi um kosningaafskipti Rússa Bandaríkjaforseti er sagður hafa úthúðað Joseph Maguire, starfandi yfirmanni leyniþjónustunnar, fyrir að hafa leyft fulltrúa sínum að upplýsa þingmenn um áframhaldandi kosningaafskipti Rússa. Það hafi orðið til þess að Trump ákvaða að ganga fram hjá Maguire við varanlega skipan í embættið. 20. febrúar 2020 22:45