Að takast á við óvissu Elfa Dögg S. Leifsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 15:15 Við þurfum nú sem aldrei fyrr að takast á við umhverfi og líf sem einkennist af töluverðri óvissu. Við stöndum flest frammi fyrir áskorunum sem gera okkur lífið stundum erfitt og flókið og undanfarnir mánuður hafa fyrir marga verið afar krefjandi. Þegar COVID veiran ruddist inn í líf okkar óboðin höfðum við allt í einu litla stjórn á daglegu lífi okkar. Áhrifin auðvitað margvísleg; veikindi, dauðsföll, ótti við smit og að smita aðra, breytt plön, einmanleiki, atvinnumissir og fjárhagsáhyggjur. Í fyrstu bylgju svokallaðri vorum við að reyna að feta veginn, læra á nýtt fyrirkomulag og leggja okkar af mörkum til að sigra veiruna, klára kapphlaupið svo við gætum hafið hefbundið líf á nýjan leik með samveru, knúsi, íþróttaleikjum, gleðskap, hitta vinnufélaga/skólafélaga og öllu því sem við í venjulegu árferði tökum sem sjálfsögðum hlut. Það var því kærkomið að fá COVID hlé í nokkrar vikur í sumar, sigurtilfinningin sveif yfir og við vorum frelsinu fegin, kunnum að meta það sem við áður höfðum stundum gengið að sem vísu. Auðvitað vissum við að von gæti verið á smitum hér á ný enda verið vel upplýst af okkar frábæra fólki í brúnni. Margir upplifðu ótta þegar smitum fór að fjölga á ný, sem er eðlilegt viðbragð þegar maður veit ekki hvað er framundan. Mun ástandið verða svipað og það var í vetur?, verður það kannski verra?, mun ég eða fjölskylda og vinir veikjast eða getum við ekki hitt ástvini okkar?, þess háttar hugsanir verða fyrir suma ansi ágengar. Hvernig getum við tekist á við þessa óvissu og áskoranir til lengri tíma nú þegar ljóst er að við þurfum að læra að lifa með því að veiran skjóti upp kollinum annað veifið og reglur munu stjórnast af útbreiðslu hennar. Oft reynist ágætis bjargráð að velta fyrir sér hvað hefur gagnast manni áður þegar maður hefur staðið frammi fyrir erfiðleikum og óvissu. Fyrir marga er það að deila áhyggjum með einhverjum sem maður treystir, halda einhverri rútínu, vera í virkni, hreyfa sig, ná hæfilegum svefni, stunda hugleiðslu og slökun. Takmörkun á lestri frétta tengdum COVID getur reynst nauðsynlegt fyrir þá sem hafa miklar áhyggjur. Ágætt er einnig að einblína frekar á hvað er hægt að gera fremur en að svekkja sig á því hvað er ekki hægt í stöðunni. Margt er nefnilega vel mögulegt þó að það sé með öðrum leiðum en áður. Reynum að finna út úr því hverju við höfum sjálf stjórn á og sinnum því. Leyfum okkur að upplifa alls konar tilfinningar og tökumst á við þær. Við erum vön að lifa við margs konar hættur í umhverfi okkar og höfum komið okkur upp aðferðum til að höndla þær. Til dæmis vitum við af hættum í umferðinni en látum það ekki hindra okkur í að komast leiðar okkar, við sinnum forvörnum og umferðarreglum til að minnka hættu á slysum. Eins sinnum við sóttvörnum og lútum reglum til að forðast hættu á COVID smiti en reynum að láta hugsanir um „hvað ef eitthvað hræðilegt gerist” ekki stjórna lífi okkar. Sem betur fer erum við öll ólík og tökumst á við viðfangsefni lífsins á mismunandi hátt, sumir eiga auðveldara með óvissu meðan aðrir höndla slíkt ástand ekki eins vel. Aðstoð við að takast á við erfiða líðan er víða að fá, svo sem hjá heilsugæslu, þjónustumiðstöðvum og félagasamtökum. Einnig er vert að minna á að Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn. Góða samantekt á bjargráðum og úrræðum varðandi líðan má einnig finna á COVID.is Notum seigluna okkar og leitum stuðnings eftir þörfum. Hugum að líðan okkar sjálfra og náunganum - við erum í þessu öll saman. Höfundur er sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða kross Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Sjá meira
Við þurfum nú sem aldrei fyrr að takast á við umhverfi og líf sem einkennist af töluverðri óvissu. Við stöndum flest frammi fyrir áskorunum sem gera okkur lífið stundum erfitt og flókið og undanfarnir mánuður hafa fyrir marga verið afar krefjandi. Þegar COVID veiran ruddist inn í líf okkar óboðin höfðum við allt í einu litla stjórn á daglegu lífi okkar. Áhrifin auðvitað margvísleg; veikindi, dauðsföll, ótti við smit og að smita aðra, breytt plön, einmanleiki, atvinnumissir og fjárhagsáhyggjur. Í fyrstu bylgju svokallaðri vorum við að reyna að feta veginn, læra á nýtt fyrirkomulag og leggja okkar af mörkum til að sigra veiruna, klára kapphlaupið svo við gætum hafið hefbundið líf á nýjan leik með samveru, knúsi, íþróttaleikjum, gleðskap, hitta vinnufélaga/skólafélaga og öllu því sem við í venjulegu árferði tökum sem sjálfsögðum hlut. Það var því kærkomið að fá COVID hlé í nokkrar vikur í sumar, sigurtilfinningin sveif yfir og við vorum frelsinu fegin, kunnum að meta það sem við áður höfðum stundum gengið að sem vísu. Auðvitað vissum við að von gæti verið á smitum hér á ný enda verið vel upplýst af okkar frábæra fólki í brúnni. Margir upplifðu ótta þegar smitum fór að fjölga á ný, sem er eðlilegt viðbragð þegar maður veit ekki hvað er framundan. Mun ástandið verða svipað og það var í vetur?, verður það kannski verra?, mun ég eða fjölskylda og vinir veikjast eða getum við ekki hitt ástvini okkar?, þess háttar hugsanir verða fyrir suma ansi ágengar. Hvernig getum við tekist á við þessa óvissu og áskoranir til lengri tíma nú þegar ljóst er að við þurfum að læra að lifa með því að veiran skjóti upp kollinum annað veifið og reglur munu stjórnast af útbreiðslu hennar. Oft reynist ágætis bjargráð að velta fyrir sér hvað hefur gagnast manni áður þegar maður hefur staðið frammi fyrir erfiðleikum og óvissu. Fyrir marga er það að deila áhyggjum með einhverjum sem maður treystir, halda einhverri rútínu, vera í virkni, hreyfa sig, ná hæfilegum svefni, stunda hugleiðslu og slökun. Takmörkun á lestri frétta tengdum COVID getur reynst nauðsynlegt fyrir þá sem hafa miklar áhyggjur. Ágætt er einnig að einblína frekar á hvað er hægt að gera fremur en að svekkja sig á því hvað er ekki hægt í stöðunni. Margt er nefnilega vel mögulegt þó að það sé með öðrum leiðum en áður. Reynum að finna út úr því hverju við höfum sjálf stjórn á og sinnum því. Leyfum okkur að upplifa alls konar tilfinningar og tökumst á við þær. Við erum vön að lifa við margs konar hættur í umhverfi okkar og höfum komið okkur upp aðferðum til að höndla þær. Til dæmis vitum við af hættum í umferðinni en látum það ekki hindra okkur í að komast leiðar okkar, við sinnum forvörnum og umferðarreglum til að minnka hættu á slysum. Eins sinnum við sóttvörnum og lútum reglum til að forðast hættu á COVID smiti en reynum að láta hugsanir um „hvað ef eitthvað hræðilegt gerist” ekki stjórna lífi okkar. Sem betur fer erum við öll ólík og tökumst á við viðfangsefni lífsins á mismunandi hátt, sumir eiga auðveldara með óvissu meðan aðrir höndla slíkt ástand ekki eins vel. Aðstoð við að takast á við erfiða líðan er víða að fá, svo sem hjá heilsugæslu, þjónustumiðstöðvum og félagasamtökum. Einnig er vert að minna á að Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn. Góða samantekt á bjargráðum og úrræðum varðandi líðan má einnig finna á COVID.is Notum seigluna okkar og leitum stuðnings eftir þörfum. Hugum að líðan okkar sjálfra og náunganum - við erum í þessu öll saman. Höfundur er sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða kross Íslands.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun