Gabriel Jesus skoraði sigurmarkið þegar Manchester City vann Leicester 1-0 í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.
Jesus skoraði markið á 80. mínútu en það gerði hann eftir frábæran undirbúning Riyad Mahrez. Áður hafði Kasper Schmeichel varið vítaspyrnu frá Sergio Agüero eftir um klukkutíma leik.
Manchester City er nú með 57 stig í 2. sæti, sjö stigum á undan Leicester en enn langt á eftir Liverpool eða 19 stigum, auk þess sem Liverpool á leik til góða við West Ham á mánudagskvöld.

