Erlent

Suður-Kóreu­menn grípa til að­gerða vegna mikillar fjölgunar veiru­til­fella

Atli Ísleifsson skrifar
Búið er að lýsa yfir sérstöku hættustigi í borgunum Daegu og Cheoungdo í suðurhluta landsins.
Búið er að lýsa yfir sérstöku hættustigi í borgunum Daegu og Cheoungdo í suðurhluta landsins. Getty

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hert aðgerðir sínar til að hefta útbreiðslu COVID19-veirunnar í landinu eftir að tilkynnt var um mikla fjölgun sýktra síðustu daga.

Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi og er búið að lýsa yfir sérstöku hættustigi í borgunum Daegu og Cheoungdo í suðurhluta landsins. Þá hefur her landsins gripið til sérstakra aðgerða eftir að upp komst að nokkrir hermenn hafi sýkst af veirunni.

Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Kóreu staðfestu í morgun að 52 hafi sýkst af veirunni síðasta sólarhringinn, til viðbótar við þá 53 sem tilkynnt var um á fimmtudag.

Einnig var tilkynnt um mann sem hafði látist af völdum veirunnar í Cheongdo, en þetta var fyrsta dauðsfallið sem rakið er til veirunnar í Suður-Kóreu.


Tengdar fréttir

Tveir far­þega Diamond Princess eru látnir

Tveir af farþegunum um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem verið hefur í sóttkví í Yokohama í Japan vegna Covid19-veirusmits eru nú látnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×