Vinur Trump dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2020 17:52 Roger Stone þegar hann mætti til dóms í Washington í morgun. AP/Manuel Balce Ceneta Alríkisdómari í Washington-borg dæmdi Roger Stone, vin og ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, í fjörutíu mánaða fangelsi fyrir að ógna vitni, meinsæri og að hindra framgang réttvísinnar til að hlífa forsetanum í dag. Trump forseti hefur sett mikinn þrýsting á dómsmálaráðuneytið, dómarann og saksóknara í málinu undanfarna daga. Brotin framdi Stone í tengslum við rannsókn á því hvort að hann hefði haft vitneskju um tölvupósta sem rússneskir hakkarar stálu frá Demókrataflokknum og lekið var til Wikileaks árið 2016. Saksóknin gegn Stone á rætur sínar að rekja til Rússarannsóknarinnar svonefndu sem Robert Mueller, þáverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrði. Kviðdómur sakfelldi Stone fyrir brotin í nóvember. Amy Berman Jackson, dómarinn í málinu, úthúðaði Stone í dómsorði sínu og sagði hann hafa hindrað mikilvæga rannsókn þingnefndar með augljósum lygum, þrýstingi á viðkvæmt vitni og með því að fela hundruð skjala, að því er segir í frétt New York Times. „Hann var ekki sóttur til saka til að koma einhverjum til góða pólitískt. Hann var ekki sóttur til saka, eins og einhverjar hafa kvartað undan, fyrir að koma forsetanum til varnar. Hann var sóttur til saka fyrir að hylma yfir fyrir forsetann,“ sagði dómarinn. Mikil styr hafði staðið um kröfu ákæruvaldsins um refsingu yfir honum. Upphaflega fóru saksóknarar fram á að hann yrði dæmdur í sjö til níu ára fangelsi. William Barr, dómsmálaráðherra, greip fram fyrir hendurnar á þeim að örfáum klukkustundum eftir að Trump tísti óánægju sinni með meðferðina á Stone, vini sínum. Lét hann milda refsikröfuna niður í þrjú til fjögur ár í fangelsi. Allir saksóknararnir fjórir sögðu sig frá málinu í síðustu viku og einn þeirra sagði alfarið af sér embætti sínu hjá ráðuneytinu. Ákvörðun Barr hratt af stað miklum umræðum um sjálfstæði dómsmálaráðuneytisins undan pólitískum þrýstingi Trump forseta. Hótaði vitni lífláti Stone hefur verið persónulegur vinur Trump forseta um árabil. Hann var jafnframt óformlegur ráðgjafi forsetaframboðs Trump árið 2016. Í kosningabaráttunni reyndi hann að afla framboðinu upplýsinga um tölvupóstana sem Rússar stálu frá framboði Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, og landsnefndar Demókrataflokksins. Saksóknarar sökuðu Stone um að hafa logið í fimm atriðum um samskipti hans við Trump-framboðið og Wikileaks í framburði sínum fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings í september árið 2017. Það hafi hann gert til að leyna því að hann hafi leikið lykilhlutverk í tilraunum Trump-framboðsins til að komast yfir tölvupóstana. Þá hótaði Stone samstarfsmanni sínum lífláti til þess að hann lygi að saksóknurum. Samstarfsmaðurinn hélt því engu að síður fram að það hafi ekki talið sér ógnað með því. Stone er sjötti ráðgjafi Trump forseta sem hefur verið sakfelldur og sá síðasti sem var ákærður í Rússarannsókninni sem Trump hefur hamast gegn um árabil. Honum hefur verið lýst sem skrautlegum pólitískum ráðgjafa sem hefur sjálfur stært sig af því að vera pólitískur bragðarefur sem beitir bellibrögðum gegn andstæðingum. Trump forseti náðaði og mildaði dóma yfir nokkrum hvítflibbaglæpamönnum í vikunni. Í gærkvöldi tísti hann myndskeiði frá Fox-sjónvarpsstöðinni þar sem þáttastjórnandinn Tucker Carlson sagði að Trump gæti náðað Stone. Trump hefur undanfarna daga áskilið sér algeran rétt til að grípa persónulega inn í sakamál. Spurður að því hvort að hann ætlaði sér að náða Stone á þriðjudag sagði forsetinn: „Við sjáum hvað setur.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30 Trump mildar fangelsisdóm spillts ríkisstjóra Fyrrverandi ríkisstjóri Illinois sem reyndi að selja öldungadeildarþingsæti Baracks Obama til persónulegs ábata verður líklega látinn laus úr fangelsi þegar í dag eftir að Trump forseti mildaði fjórtán ára fangelsisdóm yfir honum. 18. febrúar 2020 18:58 Enn gustar um dómsmálaráðuneyti eftir stormasama viku Fréttir bárust af nokkrum pólitískum eldfimum málum sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað í gær í lok viku þar sem efast hefur verið um sjálfstæði ráðuneytisins gagnvart pólitískum þrýstingi Trump forseta. 15. febrúar 2020 10:09 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Fyrrum starfsmenn ráðuneytisins krefjast afsagnar dómsmálaráðherra Yfir ellefu hundruð fyrrverandi starfsmenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag. 16. febrúar 2020 20:58 Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30 Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00 Trump áskilur sér rétt til að skipta sér af sakamálum Þrátt fyrir opinbera hvatningu hans eigin dómsmálaráðherra um að hann hætti að tísta um sakamál tísti Trump forseti enn um dómsmálaráðuneytið og meðferð sakamála í morgun. 14. febrúar 2020 15:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Alríkisdómari í Washington-borg dæmdi Roger Stone, vin og ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, í fjörutíu mánaða fangelsi fyrir að ógna vitni, meinsæri og að hindra framgang réttvísinnar til að hlífa forsetanum í dag. Trump forseti hefur sett mikinn þrýsting á dómsmálaráðuneytið, dómarann og saksóknara í málinu undanfarna daga. Brotin framdi Stone í tengslum við rannsókn á því hvort að hann hefði haft vitneskju um tölvupósta sem rússneskir hakkarar stálu frá Demókrataflokknum og lekið var til Wikileaks árið 2016. Saksóknin gegn Stone á rætur sínar að rekja til Rússarannsóknarinnar svonefndu sem Robert Mueller, þáverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrði. Kviðdómur sakfelldi Stone fyrir brotin í nóvember. Amy Berman Jackson, dómarinn í málinu, úthúðaði Stone í dómsorði sínu og sagði hann hafa hindrað mikilvæga rannsókn þingnefndar með augljósum lygum, þrýstingi á viðkvæmt vitni og með því að fela hundruð skjala, að því er segir í frétt New York Times. „Hann var ekki sóttur til saka til að koma einhverjum til góða pólitískt. Hann var ekki sóttur til saka, eins og einhverjar hafa kvartað undan, fyrir að koma forsetanum til varnar. Hann var sóttur til saka fyrir að hylma yfir fyrir forsetann,“ sagði dómarinn. Mikil styr hafði staðið um kröfu ákæruvaldsins um refsingu yfir honum. Upphaflega fóru saksóknarar fram á að hann yrði dæmdur í sjö til níu ára fangelsi. William Barr, dómsmálaráðherra, greip fram fyrir hendurnar á þeim að örfáum klukkustundum eftir að Trump tísti óánægju sinni með meðferðina á Stone, vini sínum. Lét hann milda refsikröfuna niður í þrjú til fjögur ár í fangelsi. Allir saksóknararnir fjórir sögðu sig frá málinu í síðustu viku og einn þeirra sagði alfarið af sér embætti sínu hjá ráðuneytinu. Ákvörðun Barr hratt af stað miklum umræðum um sjálfstæði dómsmálaráðuneytisins undan pólitískum þrýstingi Trump forseta. Hótaði vitni lífláti Stone hefur verið persónulegur vinur Trump forseta um árabil. Hann var jafnframt óformlegur ráðgjafi forsetaframboðs Trump árið 2016. Í kosningabaráttunni reyndi hann að afla framboðinu upplýsinga um tölvupóstana sem Rússar stálu frá framboði Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, og landsnefndar Demókrataflokksins. Saksóknarar sökuðu Stone um að hafa logið í fimm atriðum um samskipti hans við Trump-framboðið og Wikileaks í framburði sínum fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings í september árið 2017. Það hafi hann gert til að leyna því að hann hafi leikið lykilhlutverk í tilraunum Trump-framboðsins til að komast yfir tölvupóstana. Þá hótaði Stone samstarfsmanni sínum lífláti til þess að hann lygi að saksóknurum. Samstarfsmaðurinn hélt því engu að síður fram að það hafi ekki talið sér ógnað með því. Stone er sjötti ráðgjafi Trump forseta sem hefur verið sakfelldur og sá síðasti sem var ákærður í Rússarannsókninni sem Trump hefur hamast gegn um árabil. Honum hefur verið lýst sem skrautlegum pólitískum ráðgjafa sem hefur sjálfur stært sig af því að vera pólitískur bragðarefur sem beitir bellibrögðum gegn andstæðingum. Trump forseti náðaði og mildaði dóma yfir nokkrum hvítflibbaglæpamönnum í vikunni. Í gærkvöldi tísti hann myndskeiði frá Fox-sjónvarpsstöðinni þar sem þáttastjórnandinn Tucker Carlson sagði að Trump gæti náðað Stone. Trump hefur undanfarna daga áskilið sér algeran rétt til að grípa persónulega inn í sakamál. Spurður að því hvort að hann ætlaði sér að náða Stone á þriðjudag sagði forsetinn: „Við sjáum hvað setur.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30 Trump mildar fangelsisdóm spillts ríkisstjóra Fyrrverandi ríkisstjóri Illinois sem reyndi að selja öldungadeildarþingsæti Baracks Obama til persónulegs ábata verður líklega látinn laus úr fangelsi þegar í dag eftir að Trump forseti mildaði fjórtán ára fangelsisdóm yfir honum. 18. febrúar 2020 18:58 Enn gustar um dómsmálaráðuneyti eftir stormasama viku Fréttir bárust af nokkrum pólitískum eldfimum málum sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað í gær í lok viku þar sem efast hefur verið um sjálfstæði ráðuneytisins gagnvart pólitískum þrýstingi Trump forseta. 15. febrúar 2020 10:09 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Fyrrum starfsmenn ráðuneytisins krefjast afsagnar dómsmálaráðherra Yfir ellefu hundruð fyrrverandi starfsmenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag. 16. febrúar 2020 20:58 Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30 Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00 Trump áskilur sér rétt til að skipta sér af sakamálum Þrátt fyrir opinbera hvatningu hans eigin dómsmálaráðherra um að hann hætti að tísta um sakamál tísti Trump forseti enn um dómsmálaráðuneytið og meðferð sakamála í morgun. 14. febrúar 2020 15:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30
Trump mildar fangelsisdóm spillts ríkisstjóra Fyrrverandi ríkisstjóri Illinois sem reyndi að selja öldungadeildarþingsæti Baracks Obama til persónulegs ábata verður líklega látinn laus úr fangelsi þegar í dag eftir að Trump forseti mildaði fjórtán ára fangelsisdóm yfir honum. 18. febrúar 2020 18:58
Enn gustar um dómsmálaráðuneyti eftir stormasama viku Fréttir bárust af nokkrum pólitískum eldfimum málum sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað í gær í lok viku þar sem efast hefur verið um sjálfstæði ráðuneytisins gagnvart pólitískum þrýstingi Trump forseta. 15. febrúar 2020 10:09
Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56
Fyrrum starfsmenn ráðuneytisins krefjast afsagnar dómsmálaráðherra Yfir ellefu hundruð fyrrverandi starfsmenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag. 16. febrúar 2020 20:58
Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30
Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00
Trump áskilur sér rétt til að skipta sér af sakamálum Þrátt fyrir opinbera hvatningu hans eigin dómsmálaráðherra um að hann hætti að tísta um sakamál tísti Trump forseti enn um dómsmálaráðuneytið og meðferð sakamála í morgun. 14. febrúar 2020 15:45