Grunur beinist að lykilvitni í rannsókninni á morðinu á Olof Palme Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2020 12:46 Rannsóknin á morðinu á Olof Palme er sú umfangsmesta í sögu Svíþjóðar og hefur málið hvílt eins og mara á sænskri þjóðarsál enda hefur ekki tekist að upplýsa um morðingja forsætisráðherrans. Getty/EPA Skandia-maðurinn svokallaði var einn af fyrstu mönnunum á vettvang þegar Olof Palme, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, var skotinn til bana árið 1986. Nú, 34 árum síðar, beinast grunsemdir manna að því að þetta lykilvitni hafi mögulega verið sá sem banaði Palme. Rannsóknin á morðinu er sú umfangsmesta í sögu Svíþjóðar og hefur hvílt eins og mara á sænskri þjóðarsál enda hefur ekki tekist að upplýsa um morðingja sjálfs forsætisráðherra landsins. Krister Petersson, yfirmaður rannsóknarteymisins, greindi frá því fyrr í vikunni að hann búist við að rannsókninni ljúki á næstu mánuðum og að lausn á málinu sé í augsýn. Teymið hafi komist yfir nýjar upplýsingar og telji sig hafa ágæta mynd af því hvað hafi gerst á mótum Sveavägen og Tunnelgatan þetta örlagaríka kvöld, 28. febrúar 1986. Olof Palme var myrtur að kvöldi 28. febrúar 1986.Getty Segja morðingjann látinn Í gegnum árin hafa alls 133 manns hið minnsta játað að hafa drepið Palme, og hefur rannsóknin teygt sig út fyrir landsteinana – til Suður-Afríku, Írak, Íran. Þá hafa einhverjir haldið samsæriskenningum á lofti um að lögreglan sjálf hafi komið að morðinu. „Minn skilningur er sá að það hafi verið mikilvægt að koma að og rannsaka málið með nýjum augum, líta vel á hvað fólk hafi sagt og þannig komast að því hvað hafi gerst,“ segir Petersson í samtali við Expressen. Segir hann það vera marga samverkandi þætti sem leiði til þess að rannsóknarteymið telji að rannsókninni geti lokið á næstu mánuðum. Pettersson segir að sé það á annað borð svo að árásarmaðurinn sé ekki lengur á lífi og því ekki hægt að rétta yfir honum, verði hægt að ljúka rannsókninni. Samkvæmt heimildum Aftonbladet er það einmitt svo. Hinn grunaði er látinn. Spurt um Skandia-manninn í nýjum yfirheyrslum Fjölmargir sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að það sé maður, sem hafi gengið undir nafninu „Skandia-maðurinn“, sem grunur rannsóknarteymisins beinist að. Lögregla hafi yfirheyrt fjölda fólks að undanförnu og að þar hafi sérstaklega verið spurt um téðan „Skandia-mann“. Petersson segist þó í samtali við Expressen ekki vilja staðfesta hvort að sá sé hinn grunaði. „Skandia-maðurinn“ starfaði á auglýsingadeild í Skandia-byggingunni í miðborg Stokkhólms á þeim tíma sem morðið átti sér stað. Hann stimplaði sig út úr vinnunni klukkan 23:19 umrætt kvöld og tveimur mínútum síðar var Palme og skotinn til bana. Steig fram í sænskum fjölmiðlum Maðurinn var einn sá fyrsti sem steig fram í sænskum fjölmiðlum sem eitt af vitnum árásarinnar og hefur hann margoft komið í viðtal vegna málsins. Expressen segir frá því að Skandia-maðurinn hafi sjálfur haft samband við lögregluna og sagst hafa orðið vitni af árásinni. Ennfremur segir í sænskum fjölmiðlum að fólk í vinahring Skandia-mannsins hafi greint lögreglu frá því að hann hafi hagað sér undarlega á tímabilinu fyrir og eftir morðið. Lýsingar sjónarvotta á morðingjanum hafi sömuleiðis passað við hann. Sjónarvottar bentu hins vegar aldrei á Skandia-manninn og hafði hann aldrei stöðu grunaðs manns. Hann lést svo árið 2000. Olof Palme var forsætisráðherra Svíþjóðar á árunum 1969 til 1976 og svo frá 1982 til dauðadags. Bentu á Skandia-manninn í grein 2018 Í grein sænska tímaritsins Filter frá árinu 2018 var því fyrst varpað fram að Skandia-maðurinn kynni að meðhöndla skotvopn og hefði aðgang að Smith & Wesson .357 Magnum, en slík byssa var notuð í morðinu. Morðvopnið hefur þó aldrei fundist. Áður en greinin birtist greindi fréttamaður Filter lögregluteyminu sem rannsakar morðið á Palme frá innihaldi greinarinnar. Sýndi lögregla gögnunum Filter strax mikinn áhuga. Í greininni kemur fram að Skandia-maðurinn hafi umgengist hóp íhaldssamra manna – manns sem fyrirlitu Olof Palme. Aftonbladet segir frá því að Skandia-maðurinn hafi átt vin og nágranna sem væri vopnasafnari og þannig hafi hann haft aðgang að bæði vopnum og skotfærum. Umræddur vopnasafnari er ekki lengur á lífi, en dóttir hans ku hafa staðfest hjá lögreglu að vopnin hafi verið seld eftir hans dag. Vopn sem voru áður í eigu vopnasafnarans hafi svo verið tekin til rannsóknar lögreglu eftir skrif Filters. Telur lögreglu hafa fundið morðvopnið Leif G.W. Persson, rithöfundur og sérfræðingur sem sænskir fjölmiðlar leita gjarnan til í glæpamálum, segist telja að lögregla hafi nú komist yfir morðvopnið. Eitthvað verði teymið að vera með í höndunum til þess að láta þau orð falla nú að rannsókninni kunni að ljúka innan fárra mánaða. Krister Petersson hefur þó ekkert viljað tjá sig um það enn sem komið er. Palme var skotinn á þar sem hann var á leið heim ásamt eiginkonu sinni, Lisbeth, eftir að þau höfðu verið í bíói. Hann var svo úrskurðaður látinn á Sabbatsberg sjúkrahúsinu, um hálftíma síðar. Morðinginn hleypti af tveimur skotum, þar sem annað hæfði Olof Palme í bakið en hitt Lisbeth, áður en hann flúði upp tröppur á Tunnelgatan. Talið er að Olof hafi látist nær samstundis, en Lisbeth slapp mun betur. Palme var oft í fylgd lífvarða en kaus oft að vera lífvarðalaus og hafði heimild til þess innan ákveðins svæðis í höfuðborginni. Morðið á Olof Palme Svíþjóð Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar nýjar vísbendingar um hver varð Olof Palme að bana Maður sem var lykilvitni við rannsókn lögreglu á morðinu á Olof Palme hefur nú sjálfur verið tengdur við morðið. 23. maí 2018 14:04 Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30 Gruna mann sem nú er látinn um morðið á Palme Rannsókn á morðinu á þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar eru sögð á lokastigum og að morðið verði mögulega loksins upplýst. 18. febrúar 2020 20:58 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Skandia-maðurinn svokallaði var einn af fyrstu mönnunum á vettvang þegar Olof Palme, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, var skotinn til bana árið 1986. Nú, 34 árum síðar, beinast grunsemdir manna að því að þetta lykilvitni hafi mögulega verið sá sem banaði Palme. Rannsóknin á morðinu er sú umfangsmesta í sögu Svíþjóðar og hefur hvílt eins og mara á sænskri þjóðarsál enda hefur ekki tekist að upplýsa um morðingja sjálfs forsætisráðherra landsins. Krister Petersson, yfirmaður rannsóknarteymisins, greindi frá því fyrr í vikunni að hann búist við að rannsókninni ljúki á næstu mánuðum og að lausn á málinu sé í augsýn. Teymið hafi komist yfir nýjar upplýsingar og telji sig hafa ágæta mynd af því hvað hafi gerst á mótum Sveavägen og Tunnelgatan þetta örlagaríka kvöld, 28. febrúar 1986. Olof Palme var myrtur að kvöldi 28. febrúar 1986.Getty Segja morðingjann látinn Í gegnum árin hafa alls 133 manns hið minnsta játað að hafa drepið Palme, og hefur rannsóknin teygt sig út fyrir landsteinana – til Suður-Afríku, Írak, Íran. Þá hafa einhverjir haldið samsæriskenningum á lofti um að lögreglan sjálf hafi komið að morðinu. „Minn skilningur er sá að það hafi verið mikilvægt að koma að og rannsaka málið með nýjum augum, líta vel á hvað fólk hafi sagt og þannig komast að því hvað hafi gerst,“ segir Petersson í samtali við Expressen. Segir hann það vera marga samverkandi þætti sem leiði til þess að rannsóknarteymið telji að rannsókninni geti lokið á næstu mánuðum. Pettersson segir að sé það á annað borð svo að árásarmaðurinn sé ekki lengur á lífi og því ekki hægt að rétta yfir honum, verði hægt að ljúka rannsókninni. Samkvæmt heimildum Aftonbladet er það einmitt svo. Hinn grunaði er látinn. Spurt um Skandia-manninn í nýjum yfirheyrslum Fjölmargir sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að það sé maður, sem hafi gengið undir nafninu „Skandia-maðurinn“, sem grunur rannsóknarteymisins beinist að. Lögregla hafi yfirheyrt fjölda fólks að undanförnu og að þar hafi sérstaklega verið spurt um téðan „Skandia-mann“. Petersson segist þó í samtali við Expressen ekki vilja staðfesta hvort að sá sé hinn grunaði. „Skandia-maðurinn“ starfaði á auglýsingadeild í Skandia-byggingunni í miðborg Stokkhólms á þeim tíma sem morðið átti sér stað. Hann stimplaði sig út úr vinnunni klukkan 23:19 umrætt kvöld og tveimur mínútum síðar var Palme og skotinn til bana. Steig fram í sænskum fjölmiðlum Maðurinn var einn sá fyrsti sem steig fram í sænskum fjölmiðlum sem eitt af vitnum árásarinnar og hefur hann margoft komið í viðtal vegna málsins. Expressen segir frá því að Skandia-maðurinn hafi sjálfur haft samband við lögregluna og sagst hafa orðið vitni af árásinni. Ennfremur segir í sænskum fjölmiðlum að fólk í vinahring Skandia-mannsins hafi greint lögreglu frá því að hann hafi hagað sér undarlega á tímabilinu fyrir og eftir morðið. Lýsingar sjónarvotta á morðingjanum hafi sömuleiðis passað við hann. Sjónarvottar bentu hins vegar aldrei á Skandia-manninn og hafði hann aldrei stöðu grunaðs manns. Hann lést svo árið 2000. Olof Palme var forsætisráðherra Svíþjóðar á árunum 1969 til 1976 og svo frá 1982 til dauðadags. Bentu á Skandia-manninn í grein 2018 Í grein sænska tímaritsins Filter frá árinu 2018 var því fyrst varpað fram að Skandia-maðurinn kynni að meðhöndla skotvopn og hefði aðgang að Smith & Wesson .357 Magnum, en slík byssa var notuð í morðinu. Morðvopnið hefur þó aldrei fundist. Áður en greinin birtist greindi fréttamaður Filter lögregluteyminu sem rannsakar morðið á Palme frá innihaldi greinarinnar. Sýndi lögregla gögnunum Filter strax mikinn áhuga. Í greininni kemur fram að Skandia-maðurinn hafi umgengist hóp íhaldssamra manna – manns sem fyrirlitu Olof Palme. Aftonbladet segir frá því að Skandia-maðurinn hafi átt vin og nágranna sem væri vopnasafnari og þannig hafi hann haft aðgang að bæði vopnum og skotfærum. Umræddur vopnasafnari er ekki lengur á lífi, en dóttir hans ku hafa staðfest hjá lögreglu að vopnin hafi verið seld eftir hans dag. Vopn sem voru áður í eigu vopnasafnarans hafi svo verið tekin til rannsóknar lögreglu eftir skrif Filters. Telur lögreglu hafa fundið morðvopnið Leif G.W. Persson, rithöfundur og sérfræðingur sem sænskir fjölmiðlar leita gjarnan til í glæpamálum, segist telja að lögregla hafi nú komist yfir morðvopnið. Eitthvað verði teymið að vera með í höndunum til þess að láta þau orð falla nú að rannsókninni kunni að ljúka innan fárra mánaða. Krister Petersson hefur þó ekkert viljað tjá sig um það enn sem komið er. Palme var skotinn á þar sem hann var á leið heim ásamt eiginkonu sinni, Lisbeth, eftir að þau höfðu verið í bíói. Hann var svo úrskurðaður látinn á Sabbatsberg sjúkrahúsinu, um hálftíma síðar. Morðinginn hleypti af tveimur skotum, þar sem annað hæfði Olof Palme í bakið en hitt Lisbeth, áður en hann flúði upp tröppur á Tunnelgatan. Talið er að Olof hafi látist nær samstundis, en Lisbeth slapp mun betur. Palme var oft í fylgd lífvarða en kaus oft að vera lífvarðalaus og hafði heimild til þess innan ákveðins svæðis í höfuðborginni.
Morðið á Olof Palme Svíþjóð Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar nýjar vísbendingar um hver varð Olof Palme að bana Maður sem var lykilvitni við rannsókn lögreglu á morðinu á Olof Palme hefur nú sjálfur verið tengdur við morðið. 23. maí 2018 14:04 Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30 Gruna mann sem nú er látinn um morðið á Palme Rannsókn á morðinu á þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar eru sögð á lokastigum og að morðið verði mögulega loksins upplýst. 18. febrúar 2020 20:58 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Lögreglan rannsakar nýjar vísbendingar um hver varð Olof Palme að bana Maður sem var lykilvitni við rannsókn lögreglu á morðinu á Olof Palme hefur nú sjálfur verið tengdur við morðið. 23. maí 2018 14:04
Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30
Gruna mann sem nú er látinn um morðið á Palme Rannsókn á morðinu á þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar eru sögð á lokastigum og að morðið verði mögulega loksins upplýst. 18. febrúar 2020 20:58
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent