Fóru yfir sóknarleik Tottenham í teiknitölvunni: Gjaldþrotastefna hjá Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 11:30 Freyr Alexandersson fyrir framan teiknitölvuna að fara yfir sóknarleik Tottenham liðsins. Mynd/S2 Sport Reynir Leósson, sérfræðingur Stöð 2 Sport um Meistaradeildina var ekki hrifinn af því sem Jose Mourinho og lærisveinar hans buðu upp á í leiknum á móti RB Leipzig á heimavelli sínum í gær. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham í teiknitölvunni. RB Leipzig vann leikinn reyndar „bara“ 1-0 en miðað við færi þýska liðsins þá átti sigurinn kannski að vera stærri. Eftir leikinn var farið yfir leik Tottenham liðsins og þá sérstaklega úrræðaleysi enska liðsins. Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var við teiknitölvuna í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi. Þar kom hann inn á hversu varkár Jose Mourinho var í varnarleiknum og í sókninni „var það vara eitthvað“ eins og Freyr komst að orði. Reynir Leósson talaði líka hreina íslensku þegar sagði sína skoðun á leikstíl Mourinho. „Kannski treður Mourinho sokk upp í mig en mér finnst þetta vera gjaldþrotastefna. Áhorfendur vilja ekki horfa á þetta og fólk vill ekki borga sig inn á völlinn til að horfa á þessa týpu af fótbolta lengur,“ sagði Reynir Leósson. „Ungir þjálfarar og þessir nýju þjálfarar, eru farnir að vinna hann í taktíkinni fyrir utan völlinn. Það sást mjög bersýnilega í kvöld,“ sagði Reynir Leósson. „Við vorum að ræða þetta áðan en hann er að komast upp með þetta af því að það vantar tvo eða þrjá sterka sóknarleikmenn í liðið. Þá er samþykkt að hann detti til baka með liðið og finni leiðir til að vinna leikinn þegar vantar Harry Kane og Son líka,“ sagði Ríkharður Daðason. „Það sem við ræddum og það sem Freysi tók sérstaklega fram fyrir leikinn er að við vildum fá að vita hvernig hann ætlaði að spila boltanum upp þegar hann er ekki með neina náttúrulega níu, það er engan stóran og sterkan leikmann upp á topp. Ég er viss um að þú ert með klippur um það,“ sagði Ríkharður og beindi orðum sínum til Freyr Alexanderssonar. „Hvað eftir annað voru þeir með tíma í tvær til þrjár sekúndur en þeir vita bara ekki hvað þeir eiga að gera við boltann,“ sagði Ríkharður. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham liðsins í klippitölvunni. Það má sjá umræðuna um sóknarleik Tottenham og þegar Freyr fór yfir hann í teiknitölvunni hér fyrir neðan. Klippa: Reynir Leósson: Gjaldþrotastefna hjá Mourinho Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira
Reynir Leósson, sérfræðingur Stöð 2 Sport um Meistaradeildina var ekki hrifinn af því sem Jose Mourinho og lærisveinar hans buðu upp á í leiknum á móti RB Leipzig á heimavelli sínum í gær. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham í teiknitölvunni. RB Leipzig vann leikinn reyndar „bara“ 1-0 en miðað við færi þýska liðsins þá átti sigurinn kannski að vera stærri. Eftir leikinn var farið yfir leik Tottenham liðsins og þá sérstaklega úrræðaleysi enska liðsins. Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var við teiknitölvuna í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi. Þar kom hann inn á hversu varkár Jose Mourinho var í varnarleiknum og í sókninni „var það vara eitthvað“ eins og Freyr komst að orði. Reynir Leósson talaði líka hreina íslensku þegar sagði sína skoðun á leikstíl Mourinho. „Kannski treður Mourinho sokk upp í mig en mér finnst þetta vera gjaldþrotastefna. Áhorfendur vilja ekki horfa á þetta og fólk vill ekki borga sig inn á völlinn til að horfa á þessa týpu af fótbolta lengur,“ sagði Reynir Leósson. „Ungir þjálfarar og þessir nýju þjálfarar, eru farnir að vinna hann í taktíkinni fyrir utan völlinn. Það sást mjög bersýnilega í kvöld,“ sagði Reynir Leósson. „Við vorum að ræða þetta áðan en hann er að komast upp með þetta af því að það vantar tvo eða þrjá sterka sóknarleikmenn í liðið. Þá er samþykkt að hann detti til baka með liðið og finni leiðir til að vinna leikinn þegar vantar Harry Kane og Son líka,“ sagði Ríkharður Daðason. „Það sem við ræddum og það sem Freysi tók sérstaklega fram fyrir leikinn er að við vildum fá að vita hvernig hann ætlaði að spila boltanum upp þegar hann er ekki með neina náttúrulega níu, það er engan stóran og sterkan leikmann upp á topp. Ég er viss um að þú ert með klippur um það,“ sagði Ríkharður og beindi orðum sínum til Freyr Alexanderssonar. „Hvað eftir annað voru þeir með tíma í tvær til þrjár sekúndur en þeir vita bara ekki hvað þeir eiga að gera við boltann,“ sagði Ríkharður. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham liðsins í klippitölvunni. Það má sjá umræðuna um sóknarleik Tottenham og þegar Freyr fór yfir hann í teiknitölvunni hér fyrir neðan. Klippa: Reynir Leósson: Gjaldþrotastefna hjá Mourinho
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira