Kodi Lee er einhverfur og blindur maður sem vann 14. þáttaröðina af America´s Got Talent á síðasta ári.
Hann mætti á dögunum aftur á skjáinn og þá í þættina America's Got Talent: The Champions þar sem aðeins sigurvegarar í raunveruleikaþáttunum taka þátt.
Þar flutti hann lagið Sign og the Times með Harry Styles og gerði það ótrúlega vel.
Kodi þykir einstakur og tjáir sig í gegnum tónlistina eins og sjá má hér að neðan en dómararnir gáfu honum standandi lófaklapp eftir flutninginn.