Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 19:29 Kringlan á fyrsta degi samkomubanns Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 125 umsóknir hafa verið samþykktar og nema útgreiðslur alls 137 milljónum króna að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Gripið var til ýmissa aðgerða í mars í því skyni að verja grunnstoðir samfélagsins vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, til dæmis með hlutastarfaleið, viðbótarlánum, frestum skattgreiðslna, lokunarstyrkjum, greiðsluhléi lána, úttekt séreignarsparnaðar, styrkingu ferðaþjónustu og fleiri aðgerðum. „Yfirlit yfir úrræðin sýnir að þau hafa sannað gildi sitt og verið nýtt af fjölda einstaklinga og fyrirtækja,“ segir á vef stjórnarráðsins. Þá kemur fram að hátt í fjögur þúsund einstaklingar fengu greiddar hlutabætur í júlí en þeim hefur fækkað hratt á milli mánaða. Þann 13. ágúst höfðu alls verið greiddir út rúmir 18 milljarðar króna vegna hlutabótaleiðarinnar. Atvinnuleysi jókst þá lítillega milli júní og júlímánaðar. Umsóknum frá einstaklingum um endurgreiðslur vegna íbúðarhúsnæðis hefur fjölgað mikið frá fyrra ári en endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af vinnu vegna nýbyggingar eða endurbóta á íbúðarhúsnæði var hækkað úr 60 prósentum í hundrað prósent og endurgreiðsluheimildir voru jafnframt víkkaðar út. Þann 10. ágúst höfðu 14,5 milljarðar króna verið greiddir út í séreignarsparnaðarleiðinni vegna Covid-19 til tæplega sjö þúsund einstaklinga. Alls höfðu 136.555 einstaklingar sótt ferðagjafir og 948 fyrirtæki skráð sig til þátttöku. Um 76 þúsund einstaklingar hafa nýtt sínar gjafir hjá 759 fyrirtækjum. Að meðaltali hafa um tvö þúsund gjafir verið nýttar daglega. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35 Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 125 umsóknir hafa verið samþykktar og nema útgreiðslur alls 137 milljónum króna að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Gripið var til ýmissa aðgerða í mars í því skyni að verja grunnstoðir samfélagsins vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, til dæmis með hlutastarfaleið, viðbótarlánum, frestum skattgreiðslna, lokunarstyrkjum, greiðsluhléi lána, úttekt séreignarsparnaðar, styrkingu ferðaþjónustu og fleiri aðgerðum. „Yfirlit yfir úrræðin sýnir að þau hafa sannað gildi sitt og verið nýtt af fjölda einstaklinga og fyrirtækja,“ segir á vef stjórnarráðsins. Þá kemur fram að hátt í fjögur þúsund einstaklingar fengu greiddar hlutabætur í júlí en þeim hefur fækkað hratt á milli mánaða. Þann 13. ágúst höfðu alls verið greiddir út rúmir 18 milljarðar króna vegna hlutabótaleiðarinnar. Atvinnuleysi jókst þá lítillega milli júní og júlímánaðar. Umsóknum frá einstaklingum um endurgreiðslur vegna íbúðarhúsnæðis hefur fjölgað mikið frá fyrra ári en endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af vinnu vegna nýbyggingar eða endurbóta á íbúðarhúsnæði var hækkað úr 60 prósentum í hundrað prósent og endurgreiðsluheimildir voru jafnframt víkkaðar út. Þann 10. ágúst höfðu 14,5 milljarðar króna verið greiddir út í séreignarsparnaðarleiðinni vegna Covid-19 til tæplega sjö þúsund einstaklinga. Alls höfðu 136.555 einstaklingar sótt ferðagjafir og 948 fyrirtæki skráð sig til þátttöku. Um 76 þúsund einstaklingar hafa nýtt sínar gjafir hjá 759 fyrirtækjum. Að meðaltali hafa um tvö þúsund gjafir verið nýttar daglega.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35 Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35
Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58
„Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00