Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 22:24 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. Samkvæmt nýju fyrirkomulagi verða allir farþegar skimaðir við komuna til landsins og aftur fimm dögum seinna að lokinni sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í Kastljósi í kvöld að mikilvægt væri að nýtt fyrirkomulag yrði lengi í gildi. „Já, ég held það nú. Ef við viljum halda veirunni frá landinu þá held ég að við þurfum að gera það í marga mánuði. Ég held að staðan sé bara þannig,“ sagði hann. Mikilvægt væri að gera ný vinnubrögð að venju. Ekki mætti aðeins taka þau upp sem átaksvinnu eða krísuvinnu við og við. „Ég held að við þurfum að koma þessu inn í okkar rútínuvinnubrögð eins mikið og hægt er. Við þurfum að gera þetta að rútínuvinnu en ekki átaksvinnu og krísuvinnu, stöðugt á hverjum einasta degi.“ Hann sagði sóttvarnayfirvöld hafa lært mikið frá því að slakað var á ferðatakmörkunum þann 15. júní síðastliðinn. „Við lögðum upp í þessa vegferð 15. júní þegar landamærin voru opnuð meira en þau voru, þau voru aldrei lokuð, með það að markmiði að reyna að takmarka innflæði veirunnar sem mest inn í landið. Og ekki síst að reyna að fá vitneskju um það hvernig hún hegðaði sér.“ Aðrar þjóðir vilja hugsanlega gera svipað og við Þegar hér sé komið við sögu hafi verðmætar upplýsingar safnast. Frá 15. júní hefðu alls 60 einstaklingar greinst með veiruna við landamærin og ljóst væri að aðeins einn farþegi þyrfti að koma með veiruna til landsins til að valda faraldri. Hann telur það jafnframt ekki hafa verið mistök að hafa opnað landið meira að nýju. „Maður gerir mistök ef maður fer ekki eftir þeim leiðbeiningum sem eru í gangi eða eftir þeirri þekkingu sem er til á hverjum tíma. Þetta er ný veira og það er enginn með þessa þekkingu og enginn með þessa reynslu þannig að við lögðum upp með það að skapa og búa til þessa reynslu og fara eftir henni og láta hana stýra okkur í því hvað við vildum gera,“ sagði Þórólfur. „Á þessum tímapunkti erum við að bregðast við þessari þekkingu og reynslu sem við höfum hvað varðar hvernig er best að gera þetta. Hvernig er best að halda þessari veiru frá landinu og ég bendi á það að það eru aðrar þjóðir að spyrja okkur hvernig við höfum gert þetta með það fyrir augum að hugsanlega gera svipað og við,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nauðsynlegt að horft sé til grunnréttinda borgaranna og fleira Þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. 17. ágúst 2020 10:09 Eitt smit nóg til þess að hefja nýja bylgju Kári Stefánsson telur bestu leiðina til þess að verjast því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins gangi yfir landið með reglulegu millibili vera að skima fólk við komuna til landsins, skikka það í sóttkví og skima það svo aftur líkt 18. ágúst 2020 14:09 Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla. 18. ágúst 2020 11:57 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. Samkvæmt nýju fyrirkomulagi verða allir farþegar skimaðir við komuna til landsins og aftur fimm dögum seinna að lokinni sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í Kastljósi í kvöld að mikilvægt væri að nýtt fyrirkomulag yrði lengi í gildi. „Já, ég held það nú. Ef við viljum halda veirunni frá landinu þá held ég að við þurfum að gera það í marga mánuði. Ég held að staðan sé bara þannig,“ sagði hann. Mikilvægt væri að gera ný vinnubrögð að venju. Ekki mætti aðeins taka þau upp sem átaksvinnu eða krísuvinnu við og við. „Ég held að við þurfum að koma þessu inn í okkar rútínuvinnubrögð eins mikið og hægt er. Við þurfum að gera þetta að rútínuvinnu en ekki átaksvinnu og krísuvinnu, stöðugt á hverjum einasta degi.“ Hann sagði sóttvarnayfirvöld hafa lært mikið frá því að slakað var á ferðatakmörkunum þann 15. júní síðastliðinn. „Við lögðum upp í þessa vegferð 15. júní þegar landamærin voru opnuð meira en þau voru, þau voru aldrei lokuð, með það að markmiði að reyna að takmarka innflæði veirunnar sem mest inn í landið. Og ekki síst að reyna að fá vitneskju um það hvernig hún hegðaði sér.“ Aðrar þjóðir vilja hugsanlega gera svipað og við Þegar hér sé komið við sögu hafi verðmætar upplýsingar safnast. Frá 15. júní hefðu alls 60 einstaklingar greinst með veiruna við landamærin og ljóst væri að aðeins einn farþegi þyrfti að koma með veiruna til landsins til að valda faraldri. Hann telur það jafnframt ekki hafa verið mistök að hafa opnað landið meira að nýju. „Maður gerir mistök ef maður fer ekki eftir þeim leiðbeiningum sem eru í gangi eða eftir þeirri þekkingu sem er til á hverjum tíma. Þetta er ný veira og það er enginn með þessa þekkingu og enginn með þessa reynslu þannig að við lögðum upp með það að skapa og búa til þessa reynslu og fara eftir henni og láta hana stýra okkur í því hvað við vildum gera,“ sagði Þórólfur. „Á þessum tímapunkti erum við að bregðast við þessari þekkingu og reynslu sem við höfum hvað varðar hvernig er best að gera þetta. Hvernig er best að halda þessari veiru frá landinu og ég bendi á það að það eru aðrar þjóðir að spyrja okkur hvernig við höfum gert þetta með það fyrir augum að hugsanlega gera svipað og við,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nauðsynlegt að horft sé til grunnréttinda borgaranna og fleira Þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. 17. ágúst 2020 10:09 Eitt smit nóg til þess að hefja nýja bylgju Kári Stefánsson telur bestu leiðina til þess að verjast því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins gangi yfir landið með reglulegu millibili vera að skima fólk við komuna til landsins, skikka það í sóttkví og skima það svo aftur líkt 18. ágúst 2020 14:09 Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla. 18. ágúst 2020 11:57 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira
Nauðsynlegt að horft sé til grunnréttinda borgaranna og fleira Þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. 17. ágúst 2020 10:09
Eitt smit nóg til þess að hefja nýja bylgju Kári Stefánsson telur bestu leiðina til þess að verjast því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins gangi yfir landið með reglulegu millibili vera að skima fólk við komuna til landsins, skikka það í sóttkví og skima það svo aftur líkt 18. ágúst 2020 14:09
Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla. 18. ágúst 2020 11:57