Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2020 23:32 Lúkasjenkó telur að stjórnarandstaðan hyggi á valdarán. Valery Sharifulin\TASS via Getty Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. „Við lítum algjörlega á þetta sem tilraun til valdaráns,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Lúkasjenkó. Stjórnarandstæðingar fullyrða að brögð hafi verið í tafli í nýafstöðnum forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenkó, sem hefur verið forseti Hvíta-Rússlands frá stofnun þess, hlaut samkvæmt opinberum tölum 80% atkvæða. Stjórnarandstæðingar telja að raunverulegur sigurvegari kosninganna hafi verið Svetlana Tíjkanovskaja. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rétt rúmlega 10% atkvæða. Vert er að taka fram að engum alþjóðlegum eftirlitsaðilum var leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Síðan úrslit kosninganna voru birt hafa geisað víðtæk mótmæli víða um Hvíta-Rússland. Hundruð mótmælenda hafa slasast í átökum við lögreglu og tveir látist. Þá hafa mótmælendur verið handteknir í þúsundatali og saka sumir þeirra lögregluna um harðræði og jafnvel pyntingar. Valdaránstilraun með „tilheyrandi afleiðingum“ Hin meinta valdaránstilraun er stofnun ráðs sem Tíjkanovskaja kom á fót. Það er skipað 35 einstaklingum og er ætlað að skipuleggja næstu skref í aðgerðum stjórnarandstæðinga gegn Lúkasjenkó. Á fréttamannafundi í dag sagði Lúkasjenkó að markmiðið með stofnun ráðsins sé einfalt. „Þau vilja ekkert annað en valdaframsal. Við sjáum þetta mjög skýrt. Þetta er tilraun til valdaráns, með öllum tilheyrandi afleiðingum.“ Í dag veitti Lúkasjenkó einnig nokkrum háttsettum lögreglumönnum og fleirum orður fyrir „óaðfinnanlegt starf.“ Í því starfi felst aðallega að halda mótmælendum í skefjum og berja niður alla andspyrnu. Um helgin söfnuðust meira ein 100 þúsund manns saman í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, og mótmæltu Lúkasjenkó og framkvæmd kosninganna. Um er að ræða stærstu mótmæli Hvíta-Rússlands síðan fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Mótmælaspjald sýnir Lúkasjenkó í gervi spýtustráksins Gosa, hvers nef lengdist þegar hann laug.Misha Friedman/Getty Neyðarfundur á morgun Lúkasjenkó er sagður vera í nánum samskiptum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna ólgunnar í Hvíta-Rússlandi. Sá fyrrnefndi lýsti því yfir á dögunum að hann hafi boðið Rússum að hjálpa sér við að berja niður mótmælaölduna. Hann kveðst þá einnig vera með vilyrði um stuðning frá Pútín, ef utanaðkomandi ógn kæmi til með að steðja að Hvíta-Rússlandi. Breska ríkisútvarpið greinir þó frá því að Pútín hafi sagt við Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Emmanuel Macron Frakklandsforseta að afskipti erlendra ríkja af stöðunni væru aðeins til þess fallin að gera illt verra. Macron og Merkel hafi bæði lýst þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að Lúkasjenkó komi á samskiptum við stjórnarandstöðuna. Á morgun er ráðgert að leiðtogar Evrópusambandsins haldi neyðarfjarfund vegna stöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Hvíta-Rússland Rússland Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa í Hvíta-Rússlandi yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. 16. ágúst 2020 21:31 Búast við umfangsmiklum verkföllum eftir mótmæli Búist er við verkföllum vítt og breitt um Hvíta Rússland í dag eftir að fjölmennustu mótmæli í sögu landsins fóru fram um helgina. 17. ágúst 2020 06:24 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. „Við lítum algjörlega á þetta sem tilraun til valdaráns,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Lúkasjenkó. Stjórnarandstæðingar fullyrða að brögð hafi verið í tafli í nýafstöðnum forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenkó, sem hefur verið forseti Hvíta-Rússlands frá stofnun þess, hlaut samkvæmt opinberum tölum 80% atkvæða. Stjórnarandstæðingar telja að raunverulegur sigurvegari kosninganna hafi verið Svetlana Tíjkanovskaja. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rétt rúmlega 10% atkvæða. Vert er að taka fram að engum alþjóðlegum eftirlitsaðilum var leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Síðan úrslit kosninganna voru birt hafa geisað víðtæk mótmæli víða um Hvíta-Rússland. Hundruð mótmælenda hafa slasast í átökum við lögreglu og tveir látist. Þá hafa mótmælendur verið handteknir í þúsundatali og saka sumir þeirra lögregluna um harðræði og jafnvel pyntingar. Valdaránstilraun með „tilheyrandi afleiðingum“ Hin meinta valdaránstilraun er stofnun ráðs sem Tíjkanovskaja kom á fót. Það er skipað 35 einstaklingum og er ætlað að skipuleggja næstu skref í aðgerðum stjórnarandstæðinga gegn Lúkasjenkó. Á fréttamannafundi í dag sagði Lúkasjenkó að markmiðið með stofnun ráðsins sé einfalt. „Þau vilja ekkert annað en valdaframsal. Við sjáum þetta mjög skýrt. Þetta er tilraun til valdaráns, með öllum tilheyrandi afleiðingum.“ Í dag veitti Lúkasjenkó einnig nokkrum háttsettum lögreglumönnum og fleirum orður fyrir „óaðfinnanlegt starf.“ Í því starfi felst aðallega að halda mótmælendum í skefjum og berja niður alla andspyrnu. Um helgin söfnuðust meira ein 100 þúsund manns saman í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, og mótmæltu Lúkasjenkó og framkvæmd kosninganna. Um er að ræða stærstu mótmæli Hvíta-Rússlands síðan fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Mótmælaspjald sýnir Lúkasjenkó í gervi spýtustráksins Gosa, hvers nef lengdist þegar hann laug.Misha Friedman/Getty Neyðarfundur á morgun Lúkasjenkó er sagður vera í nánum samskiptum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna ólgunnar í Hvíta-Rússlandi. Sá fyrrnefndi lýsti því yfir á dögunum að hann hafi boðið Rússum að hjálpa sér við að berja niður mótmælaölduna. Hann kveðst þá einnig vera með vilyrði um stuðning frá Pútín, ef utanaðkomandi ógn kæmi til með að steðja að Hvíta-Rússlandi. Breska ríkisútvarpið greinir þó frá því að Pútín hafi sagt við Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Emmanuel Macron Frakklandsforseta að afskipti erlendra ríkja af stöðunni væru aðeins til þess fallin að gera illt verra. Macron og Merkel hafi bæði lýst þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að Lúkasjenkó komi á samskiptum við stjórnarandstöðuna. Á morgun er ráðgert að leiðtogar Evrópusambandsins haldi neyðarfjarfund vegna stöðunnar í Hvíta-Rússlandi.
Hvíta-Rússland Rússland Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa í Hvíta-Rússlandi yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. 16. ágúst 2020 21:31 Búast við umfangsmiklum verkföllum eftir mótmæli Búist er við verkföllum vítt og breitt um Hvíta Rússland í dag eftir að fjölmennustu mótmæli í sögu landsins fóru fram um helgina. 17. ágúst 2020 06:24 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa í Hvíta-Rússlandi yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. 16. ágúst 2020 21:31
Búast við umfangsmiklum verkföllum eftir mótmæli Búist er við verkföllum vítt og breitt um Hvíta Rússland í dag eftir að fjölmennustu mótmæli í sögu landsins fóru fram um helgina. 17. ágúst 2020 06:24