Íslenski boltinn

Átta liða úr­slit Mjólkur­bikarsins byrja í ágúst en enda um miðjan septem­ber

Anton Ingi Leifsson skrifar
Breiðablik og KR mætast í átta liða úrslitunum.
Breiðablik og KR mætast í átta liða úrslitunum. VÍSIR/BÁRA

Átta liða úrslit Mjólkurbikarsins hefjast með Lengjudeildarslag á milli ÍBV og Fram en síðari þrír úrvalsdeildarslagirnir fara fram um miðjan september.

KSÍ gaf í dag út leiktímana fyrir átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og fyrsti leikurinn fer fram 25. ágúst er ÍBV og Fram mætast á Hásteinsvelli.

Pepsi Max-deildar slagirnir þrír fara svo fram fimmtudaginn 10. september og hefjast með leik FH og Stjörnunnar klukkan 16.30.

Síðar um kvöldið mætast svo Valur og HK annars vegar á Origo-vellinum og hins vegar Breiðablik og KR á Kópavogsvelli.

Ástæðan fyrir því að Valsmenn og Blikar geta spilað heimaleiki sína seinna en FH, er að þeir eru með flóðljós á sínum heimavöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×