Innlent

Fjögur innanlandssmit í gær

Sylvía Hall skrifar
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi

Fjórir einstaklingar greindust með kórónuveiruna á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og voru þrír þeirra í sóttkví. Tvö virk smit greindust á landamærunum en þrjú bíða niðurstöðu mótefnamælingar.

Þetta kemur fram í nýjustu tölum á covid.is en 2.678 sýni voru tekin á landamærunum og 504 innanlands. 

Fólki í sóttkví fækkar á milli daga og eru nú 472 í sóttkví samanborið við 494 í gær. Enn eru 122 í einangrun en átta hafa lokið einangrun á milli daga. 

Flestir eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu eða alls 80. Næstflestir eru í einangrun á Suðurnesjum, Suðurlandi og Austurlandi en þar eru átta á hverju svæði. 

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur fór úr 18,5 í 17,2. Þá fór nýgengi landamærasmita úr 11,2 í 12,3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×