Mikil fjölgun árása á fólk í mannúðarstörfum – 125 létust í fyrra Heimsljós 19. ágúst 2020 14:09 OCHA Í dag, á alþjóðlega mannúðardaginn, heiðrar heimurinn alla þá fjölmörgu sem sinna mannúðarmálum og telja ekki eftir sér að leggja tíma sinn og krafta af mörkum til liðsinnis við þá sem þurfa á stuðningi að halda. Í dag á þetta ekki hvað síst við um þá sem bjóða fram aðstoð sína í yfirstandandi heimsfaraldri kórónaveirunnar. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu á allsherjarþinginu árið 2009 að helga sérstakan dag ár hvert ósérhlífnu framlagi þeirra sem starfa að mannúðarmálum en 19. ágúst árið 2003 var varpað sprengjum á byggingu Sameinuðu þjóðanna í Bagdad með þeim afleiðingum að 22 létu lífið. Frá þeim tíma hafa hartnær fimm þúsund einstaklingar við mannúðarstörf ýmist týnt lífi, verið særðir eða brottnumdir. Á síðustu tíu árum hefur orðið 117 prósent fjölgun árása miðað við áratuginn á undan. Síðasta ár var það ofbeldisfyllsta í sögunni, þá var ráðist að starfsfólki í mannúðarstörfum í 483 árásum þar sem 125 létust, 234 særðust og 124 voru numdir á brott. Aukningin er 18 prósent milli ára. Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að þeir fyrstu sem gefa sig fram í mannúðarstörf eru oft á tíðum sjálfir í nauð, flóttafólk, félagar í frjálsum félagasamtökum og heilbrigðisstarfsfólk á viðkomandi svæði. Þeir komi færandi hendi með mat, veiti skjól, heilbrigðisþjónustu, vernd og von, til annarra í átökum, á flótta, í hörmungum og veikindum. Þeir hætti oft lífi sínu til að bjarga lífi annarra. Vefur alþjóðadagsins – World Humanitarian Day Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Í dag, á alþjóðlega mannúðardaginn, heiðrar heimurinn alla þá fjölmörgu sem sinna mannúðarmálum og telja ekki eftir sér að leggja tíma sinn og krafta af mörkum til liðsinnis við þá sem þurfa á stuðningi að halda. Í dag á þetta ekki hvað síst við um þá sem bjóða fram aðstoð sína í yfirstandandi heimsfaraldri kórónaveirunnar. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu á allsherjarþinginu árið 2009 að helga sérstakan dag ár hvert ósérhlífnu framlagi þeirra sem starfa að mannúðarmálum en 19. ágúst árið 2003 var varpað sprengjum á byggingu Sameinuðu þjóðanna í Bagdad með þeim afleiðingum að 22 létu lífið. Frá þeim tíma hafa hartnær fimm þúsund einstaklingar við mannúðarstörf ýmist týnt lífi, verið særðir eða brottnumdir. Á síðustu tíu árum hefur orðið 117 prósent fjölgun árása miðað við áratuginn á undan. Síðasta ár var það ofbeldisfyllsta í sögunni, þá var ráðist að starfsfólki í mannúðarstörfum í 483 árásum þar sem 125 létust, 234 særðust og 124 voru numdir á brott. Aukningin er 18 prósent milli ára. Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að þeir fyrstu sem gefa sig fram í mannúðarstörf eru oft á tíðum sjálfir í nauð, flóttafólk, félagar í frjálsum félagasamtökum og heilbrigðisstarfsfólk á viðkomandi svæði. Þeir komi færandi hendi með mat, veiti skjól, heilbrigðisþjónustu, vernd og von, til annarra í átökum, á flótta, í hörmungum og veikindum. Þeir hætti oft lífi sínu til að bjarga lífi annarra. Vefur alþjóðadagsins – World Humanitarian Day Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent