Viðskipti innlent

Efla með lægsta tilboðið

Atli Ísleifsson skrifar
Fjórir aðilar buðu í verkið.
Fjórir aðilar buðu í verkið. NLSH ohf.

Öll tilboð sem bárust Ríkiskaupum í verkeftirlit vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna nýs þjóðarsjúkrahús, nýs Landspítala, voru undir kostnaðaráætlun verksins.

Tilboð voru opnuð í morgun vegna þessa þáttar verkefnisins og átti Efla lægsta tilboðið.

Í tilkynningu frá NLSH ohf kemur fram að fjórir bjóðendur hafi skilað inn tilboðum en sömuleiðis hafi verið skilað inn tæknilegum gögnum sem krefjast hæfis- og hæfnismats til þess að viðkomandi tilboð gildi. Kostnaðaráætlun hafi numið 508.196.640 króna án virðisaukaskatts.

„Tilboð bjóðenda voru eftirfarandi án vsk. sem nú verða tekin til mats.

  • Efla hf. 347.310.000 kr. (68%) 
  • Hnit hf. 394.944.000 kr. (78%)
  • Mannvit hf. 395.760.000 kr. (78%) 
  • Verkís hf. 434.520.000 kr. (86%)

Föstudaginn 28. ágúst næstkomandi verða opnuð tilboð í uppsteypu meðferðarkjarnans,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×