Finnar telja sig hafa slátrað timburmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 14:59 Þessi fyrirsæta gæti verið að fá sér afréttara. Finnarnir vilja hins vegar meina að amínósýran þeirra geri hann óþarfan. getty/peter dazeley Hópur finnskra vísindmanna telur sig hafa fundið leið til að draga stórlega úr eftirköstum áfengisneyslu. Hafi í raun unnið bug á hinni svokölluðu „þynnku“ eða „timburmönnunum“ alræmdu. Töfralausnina segja þeir felast í neyslu á tiltekinni hvítri kristallaðri amínósýru (e. L-cystine). Með því að innbyrða 1200 milligrömm af amínósýrunni fundu hin drukknu tilraunadýr síður til hausverkjar eða ógleði daginn eftir. Sex hundruð millígramma skammtur dró jafnframt úr stress- og kvíðaeinkennum meðal þátttakenda í rannsókninni. Þeir voru 19 talsins og eru allir sagðir hafa verið hraustir karlmenn. Þeim var gert að að innbyrða alkóhólmagn sem samsvarar 1,5 grammi fyrir hvert kíló líkamsþyngdar og fengu til þess þrjá tíma undir eftirliti vísindamanna. Eftir drykkjuna var svo hluta hópsins úthlutað lyfleysu en aðrir fengu umrædda amínósýru. Rannsóknin var „tvíblind,“ þannig að hvorki tilraunadýrin né rannsakendur sjálfir vissu hver fékk hvað fyrr en síðar. Afréttarinn óþarfur Niðurstöðurnar voru með fyrrnefndum hætti, amínósýran hafði margvísleg jákvæð áhrif í baráttunni við timburmennina. Þar að auki segja vísindamennirnir að hún hafi stórlega dregið úr þörf tilraunadýranna til að fá sér annan drykk daginn eftir til að slá á áfengisfráhvörfin. Fyrir vikið telja þeir amínósýruna draga úr líkunum á því að fólk þrói með sér áfengissýki. Rannsóknin var þó ekki þrautalaus. Einn vísindamannanna segir þannig í samtali við finnska ríkisútvarpið að þurft hafi að vísa ýmsum þátttakendum úr rannsókninni. Ýmist var það vegna þess að þeim tókst ekki að drekka nægjanlegt magn áfengis, þeir voru með svo gott úthald að þeir þróuðu ekki með sér timburmenn eða þá að þeir gátu hreinlega ekki hætt að drekka. Hafi krafist þess að fara á barinn eftir að tilrauninni undir eftirliti vísindamanna sleppti. Niðurstöður rannsókna sinna birtu vísindamennirnir í læknaritinu Alcohol and Alcoholism, en eins og nafnið gefur til kynna birtast þar ritrýndar greinar um allt sem tengist áfengi og áfengissýki. Að rannsóknunum stóðu vísindamenn frá Háskólanum í Helsinki og Háskóla Austur-Finnlands en þeir hlutu styrk frá fyrirtækinu Catapult Cat Oy, sem selur fæðubótarefni með umræddri amínósýru. Áfengi og tóbak Finnland Vísindi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Hópur finnskra vísindmanna telur sig hafa fundið leið til að draga stórlega úr eftirköstum áfengisneyslu. Hafi í raun unnið bug á hinni svokölluðu „þynnku“ eða „timburmönnunum“ alræmdu. Töfralausnina segja þeir felast í neyslu á tiltekinni hvítri kristallaðri amínósýru (e. L-cystine). Með því að innbyrða 1200 milligrömm af amínósýrunni fundu hin drukknu tilraunadýr síður til hausverkjar eða ógleði daginn eftir. Sex hundruð millígramma skammtur dró jafnframt úr stress- og kvíðaeinkennum meðal þátttakenda í rannsókninni. Þeir voru 19 talsins og eru allir sagðir hafa verið hraustir karlmenn. Þeim var gert að að innbyrða alkóhólmagn sem samsvarar 1,5 grammi fyrir hvert kíló líkamsþyngdar og fengu til þess þrjá tíma undir eftirliti vísindamanna. Eftir drykkjuna var svo hluta hópsins úthlutað lyfleysu en aðrir fengu umrædda amínósýru. Rannsóknin var „tvíblind,“ þannig að hvorki tilraunadýrin né rannsakendur sjálfir vissu hver fékk hvað fyrr en síðar. Afréttarinn óþarfur Niðurstöðurnar voru með fyrrnefndum hætti, amínósýran hafði margvísleg jákvæð áhrif í baráttunni við timburmennina. Þar að auki segja vísindamennirnir að hún hafi stórlega dregið úr þörf tilraunadýranna til að fá sér annan drykk daginn eftir til að slá á áfengisfráhvörfin. Fyrir vikið telja þeir amínósýruna draga úr líkunum á því að fólk þrói með sér áfengissýki. Rannsóknin var þó ekki þrautalaus. Einn vísindamannanna segir þannig í samtali við finnska ríkisútvarpið að þurft hafi að vísa ýmsum þátttakendum úr rannsókninni. Ýmist var það vegna þess að þeim tókst ekki að drekka nægjanlegt magn áfengis, þeir voru með svo gott úthald að þeir þróuðu ekki með sér timburmenn eða þá að þeir gátu hreinlega ekki hætt að drekka. Hafi krafist þess að fara á barinn eftir að tilrauninni undir eftirliti vísindamanna sleppti. Niðurstöður rannsókna sinna birtu vísindamennirnir í læknaritinu Alcohol and Alcoholism, en eins og nafnið gefur til kynna birtast þar ritrýndar greinar um allt sem tengist áfengi og áfengissýki. Að rannsóknunum stóðu vísindamenn frá Háskólanum í Helsinki og Háskóla Austur-Finnlands en þeir hlutu styrk frá fyrirtækinu Catapult Cat Oy, sem selur fæðubótarefni með umræddri amínósýru.
Áfengi og tóbak Finnland Vísindi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira