Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð björgunarsveita vegna ferðamanna sem velt höfðu bifreið sinni á Landmannaleið.
Þetta staðfestir Davíð Már Björgvinsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu.
Fjórir farþegar voru í bifreiðinni, ásamt ökumanni. Davíð segir að engin alvarleg slys hafi orðið á fólkinu, en björgunarfólk frá Hellu hafi farið á vettvang á tveimur bílum til þess að hlúa að fólkinu og koma því til byggða.