Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 10:19 Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un og nú næstráðandi Norður-Kóreu. EPA/Jorge Silva Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vill Kim draga úr því álagi sem hann er undir og sömuleiðis vill hann draga úr eigin ábyrgð ef eitthvað kemur upp á. Þetta kom fram í skýrslu frá leyniþjónustu Suður-Kóreu sem var kynnt þingmönnum þar í landi í nótt. Í frétt Yonhap fréttaveitunnar segir að Kim haldi enn einræðisvöldum sínum og hann sé ekki að velja sér erfingja. Hann hafi fengið systur sína og aðra til að hlaupa undir bagga með sér. Yo Jong tók að sér mest öll völdin sem Kim gaf frá sér og sérstaklega þau sem snúa að stjórn ríkisins. Þeir Pak Pong Ju, aðstoðarformaður landsnefndar Norður-Kóreu, og Kim Tok Hun, nýr forsætisráðherra, tóku að sér völd varðandi efnahagsstjórn landsins. Áður hafði Yo Jong tekið að sér samskipti ríkisins við Suður-Kóreu, þar sem mikil harka hefur færst í leikana síðan þá. Hún hefur að undanförnu verið að taka að sér meiri völd og skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Í rauninni er hún nú næstráðandi Norður-Kóreu. Hún þykir þar að auki líklegust til að taka við stjórn landsins ef Kim félli frá skyndilega. Miklar vangaveltur um hver tæki við af Kim fóru af stað þegar hann hvarf af sjónarsviðinu í vor. Einhverjir töldu einræðisherrann hafa fallið frá en svo er ekki. Sjá einnig: Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Í skýrslu Leyniþjónustu Suður-Kóreu er einnig tekið fram að heræfingum í Norður-Kóreu hafi verið fækkað verulega. Þeim hafi verið fækkað um 25 til 65 prósent á milli ára. Norður-Kórea Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vill Kim draga úr því álagi sem hann er undir og sömuleiðis vill hann draga úr eigin ábyrgð ef eitthvað kemur upp á. Þetta kom fram í skýrslu frá leyniþjónustu Suður-Kóreu sem var kynnt þingmönnum þar í landi í nótt. Í frétt Yonhap fréttaveitunnar segir að Kim haldi enn einræðisvöldum sínum og hann sé ekki að velja sér erfingja. Hann hafi fengið systur sína og aðra til að hlaupa undir bagga með sér. Yo Jong tók að sér mest öll völdin sem Kim gaf frá sér og sérstaklega þau sem snúa að stjórn ríkisins. Þeir Pak Pong Ju, aðstoðarformaður landsnefndar Norður-Kóreu, og Kim Tok Hun, nýr forsætisráðherra, tóku að sér völd varðandi efnahagsstjórn landsins. Áður hafði Yo Jong tekið að sér samskipti ríkisins við Suður-Kóreu, þar sem mikil harka hefur færst í leikana síðan þá. Hún hefur að undanförnu verið að taka að sér meiri völd og skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Í rauninni er hún nú næstráðandi Norður-Kóreu. Hún þykir þar að auki líklegust til að taka við stjórn landsins ef Kim félli frá skyndilega. Miklar vangaveltur um hver tæki við af Kim fóru af stað þegar hann hvarf af sjónarsviðinu í vor. Einhverjir töldu einræðisherrann hafa fallið frá en svo er ekki. Sjá einnig: Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Í skýrslu Leyniþjónustu Suður-Kóreu er einnig tekið fram að heræfingum í Norður-Kóreu hafi verið fækkað verulega. Þeim hafi verið fækkað um 25 til 65 prósent á milli ára.
Norður-Kórea Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira