Landsframleiðsla mun dragast saman um 240 milljarða vegna faraldursins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 10:48 Guðrún Johnsen. VR Búist er við því að landsframleiðsla hér á landi muni minnka um 8 prósent, eða sem nemur um 240 milljörðum á ári, vegna áhrifa kórónuveirunnar. Um 93 prósent alls vinnuafls á heimsvísu býr nú við það að vinnustaðir eru lokaðir að hluta til eða öllu leyti og á hafa um 14 prósent færri vinnustundir verið unnar sem samsvarar um 400 milljón störfum sem tapast hafa frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Guðrúnar Johnsen, hagfræðings, á samráðsfundi stjórnvalda sem ber yfirskriftina Að lifa með veirunni og hófst klukkan níu í morgun. Guðrún fjallaði um hagræn áhrif veirunnar og nefndi hún meðal annars að framboð og eftirspurn á nánast öllum vörum hafi dregist saman á tímabilinu. Má ekki búa til ofþenslu til að stemma stigu við slaka í öðrum geirum Þær atvinnugreinar sem hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum veirunnar séu helst farþegaflutningar, heilbrigðisgeirinn, sem lútir ekki að faraldrinum sjálfum, menningarlíf í beinni útsendingu, veitingastaðir, verslun önnur en nauðsynjavara og öll þjónusta og menntastofnanir. „Aftur á móti verða aðrir geirar fyrir jákvæðum áhrifum og það er mikilvægt að hagstjórninni takist að búa ekki til ofþenslu í þeim geirum þar sem áhrifin eru jákvæð. Þar er byggingariðnaður, lyfjaiðnaður, heilbrigðisþjónusta, nytjavara, hugbúnaður, heimsendingarþjónusta og streymisveitur,“ segir Guðrún. Þá þurfi að hafa í huga að ólíkar sóttvarnir hafi ólík efnahagsleg áhrif á ólíka hópa. „Valkvölin liggur ekki á milli þess að bjarga lífum og bjarga lífsviðurværi en efnahagsviðbrögðin þurfa að vera hnitmiðuð, þau þurfa að koma inn þar sem aðstoðar er þörf og það þarf líka að gæta sín á því í efnahagsstjórnuninni að búa ekki til ofþenslu í tilteknum geirum. Það er að segja ofþenslu í einum geira til að hífa upp slakann í öðrum geira.“ Ríkissjóður leiki lykilhlutverk í að koma okkur í gegn um faraldurinn Þá þurfi það líka að vera á hreinu að ríkissjóður spili lykilhlutverk í að koma okkur í gegn um þetta erfiða tímabil. „Ríkissjóður er í aðalhlutverki þegar kemur að því að koma okkur öllum yfir gjána sem að allt í einu núna hefur opnast fyrir fótum okkar. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ríkissjóðir út um allan heim hafa þar af leiðandi orðið fyrir miklum áhrifum,“ segir Guðrún. Ríkissjóður Íslands sé í ágætri stöðu miðað við stöðuna árið 2007. „Þar sem sóttvarnir hafa verið öflugar hafa ríkissjóðir þurft að taka hóflegt fé að láni í tengslum við faraldurinn. En þar sem hefur illa tekist upp að halda smitum niðri, eins og til dæmis í Bandaríkjunum að þar er kostnaðurinn mestur. Hærri atvinnuleysistryggingar leiði ekki til hærra atvinnuleysis Þá segir hún lokun mismunandi geira koma mismunandi niður á launafólki. Til að mynda komi lokun barnaskóla gríðarlega illa niður á launafólki. „Um sextán prósent af vinnuaflinu þarf að leggja niður störf að öllu leyti, sumir geta auðvitað unnið heima, en í heildina litið þurfa sextán prósent að leggja niður störf og það er mjög kostnaðarsamt. Bara tuttugu daga lokun þýðir að kostnaður við þetta í okkar samfélagi yrðu um tíu milljarðar. Sá kostnaður fellur að öllu leyti á launafólk.“ „Það að loka vinnustöðum aftur á móti sá kostnaður fellur aðalega á atvinnurekendur. Og sérstaklega á þá vinnustaði þar sem viðskiptalíkanið snýst um að vera í návígi við viðskiptavininn, til dæmis eins og tannlæknar, sjúkraþjálfarar og hárgreiðslustofur,“ segir Guðrún. Þá þurfi að vanda vinnumarkaðsaðgerðir. Vitað sé að liðki hið opinbera til við að segja fólki upp störfum aukist atvinnuleysi. „Við vitum líka að það er ekki tölfræðilega marktækt samband á milli atvinnuleysistrygginga, eða bótanna, og atvinnuleysis. Hvort sem þær eru hækkaðar um tuttugu þúsund eða tuttugu og fimm þúsund til eða frá skiptir engu máli í sambandi við atvinnuleysi, vegna þess að atvinnuleysistryggingin er tímabundin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29 Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02 Ósanngjarnt er að ferðaþjónustan taki ein á sig höggið Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. 17. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Búist er við því að landsframleiðsla hér á landi muni minnka um 8 prósent, eða sem nemur um 240 milljörðum á ári, vegna áhrifa kórónuveirunnar. Um 93 prósent alls vinnuafls á heimsvísu býr nú við það að vinnustaðir eru lokaðir að hluta til eða öllu leyti og á hafa um 14 prósent færri vinnustundir verið unnar sem samsvarar um 400 milljón störfum sem tapast hafa frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Guðrúnar Johnsen, hagfræðings, á samráðsfundi stjórnvalda sem ber yfirskriftina Að lifa með veirunni og hófst klukkan níu í morgun. Guðrún fjallaði um hagræn áhrif veirunnar og nefndi hún meðal annars að framboð og eftirspurn á nánast öllum vörum hafi dregist saman á tímabilinu. Má ekki búa til ofþenslu til að stemma stigu við slaka í öðrum geirum Þær atvinnugreinar sem hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum veirunnar séu helst farþegaflutningar, heilbrigðisgeirinn, sem lútir ekki að faraldrinum sjálfum, menningarlíf í beinni útsendingu, veitingastaðir, verslun önnur en nauðsynjavara og öll þjónusta og menntastofnanir. „Aftur á móti verða aðrir geirar fyrir jákvæðum áhrifum og það er mikilvægt að hagstjórninni takist að búa ekki til ofþenslu í þeim geirum þar sem áhrifin eru jákvæð. Þar er byggingariðnaður, lyfjaiðnaður, heilbrigðisþjónusta, nytjavara, hugbúnaður, heimsendingarþjónusta og streymisveitur,“ segir Guðrún. Þá þurfi að hafa í huga að ólíkar sóttvarnir hafi ólík efnahagsleg áhrif á ólíka hópa. „Valkvölin liggur ekki á milli þess að bjarga lífum og bjarga lífsviðurværi en efnahagsviðbrögðin þurfa að vera hnitmiðuð, þau þurfa að koma inn þar sem aðstoðar er þörf og það þarf líka að gæta sín á því í efnahagsstjórnuninni að búa ekki til ofþenslu í tilteknum geirum. Það er að segja ofþenslu í einum geira til að hífa upp slakann í öðrum geira.“ Ríkissjóður leiki lykilhlutverk í að koma okkur í gegn um faraldurinn Þá þurfi það líka að vera á hreinu að ríkissjóður spili lykilhlutverk í að koma okkur í gegn um þetta erfiða tímabil. „Ríkissjóður er í aðalhlutverki þegar kemur að því að koma okkur öllum yfir gjána sem að allt í einu núna hefur opnast fyrir fótum okkar. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ríkissjóðir út um allan heim hafa þar af leiðandi orðið fyrir miklum áhrifum,“ segir Guðrún. Ríkissjóður Íslands sé í ágætri stöðu miðað við stöðuna árið 2007. „Þar sem sóttvarnir hafa verið öflugar hafa ríkissjóðir þurft að taka hóflegt fé að láni í tengslum við faraldurinn. En þar sem hefur illa tekist upp að halda smitum niðri, eins og til dæmis í Bandaríkjunum að þar er kostnaðurinn mestur. Hærri atvinnuleysistryggingar leiði ekki til hærra atvinnuleysis Þá segir hún lokun mismunandi geira koma mismunandi niður á launafólki. Til að mynda komi lokun barnaskóla gríðarlega illa niður á launafólki. „Um sextán prósent af vinnuaflinu þarf að leggja niður störf að öllu leyti, sumir geta auðvitað unnið heima, en í heildina litið þurfa sextán prósent að leggja niður störf og það er mjög kostnaðarsamt. Bara tuttugu daga lokun þýðir að kostnaður við þetta í okkar samfélagi yrðu um tíu milljarðar. Sá kostnaður fellur að öllu leyti á launafólk.“ „Það að loka vinnustöðum aftur á móti sá kostnaður fellur aðalega á atvinnurekendur. Og sérstaklega á þá vinnustaði þar sem viðskiptalíkanið snýst um að vera í návígi við viðskiptavininn, til dæmis eins og tannlæknar, sjúkraþjálfarar og hárgreiðslustofur,“ segir Guðrún. Þá þurfi að vanda vinnumarkaðsaðgerðir. Vitað sé að liðki hið opinbera til við að segja fólki upp störfum aukist atvinnuleysi. „Við vitum líka að það er ekki tölfræðilega marktækt samband á milli atvinnuleysistrygginga, eða bótanna, og atvinnuleysis. Hvort sem þær eru hækkaðar um tuttugu þúsund eða tuttugu og fimm þúsund til eða frá skiptir engu máli í sambandi við atvinnuleysi, vegna þess að atvinnuleysistryggingin er tímabundin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29 Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02 Ósanngjarnt er að ferðaþjónustan taki ein á sig höggið Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. 17. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29
Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02
Ósanngjarnt er að ferðaþjónustan taki ein á sig höggið Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. 17. ágúst 2020 12:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent