Dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir að aðstoða bróður sinn við árásina í Manchester Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 12:32 Hashem Abedi var fluttur í dómshúsið en neitaði að fara inn í sal. EPA/WILL OLIVER Hashem Abedi, bróðir mannsins sem sprengdi sig í loft upp þegar fjöldi fólks var að yfirgefa tónleika Ariana Grande í Manchester árið 2017, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi. Hann var dæmdur fyrir að hjálpa bróður sínum, Salman Abedi, við árásina en 22 dóu í árásinni og hundruð særðust. Hashem, sem er 23 ára gamall, var dæmdur sekur í mars og þá meðal annars fyrir 22 morð, samkvæmt frétt Sky News. Hann hjálpaði bróður sínum að verða sér út um sprengiefni og að undirbúa árásina, sem var framkvæmd í stuðningi við Íslamska ríkið. Mánuði fyrir árásina fór Hashem til Líbíu. Hann var þó handtekinn í kjölfar árásarinnar og framseldur til Bretlands síðasta sumar. BREAKING: Hashem Abedi, the brother of Manchester Arena bomber Salman Abedi, has been sentenced to at least 55 years in prison for his part in the atrocity.Read more here: https://t.co/ipKdWWWs1j pic.twitter.com/XIFoWbKPzJ— SkyNews (@SkyNews) August 20, 2020 Hashem neitaði að fara í dómsal í morgun, þrátt fyrir að hann hafi verið fluttur í dómshúsið frá Belmarsh fangelsinu. Í dómsal í gær, fyrir refsiákvörðunina, mæltu fjölskyldumeðlimir fólks sem dó í árásinni. Þau sögðu frá sorg þeirra og skaðanum sem árásin olli. Aðrir sem lifðu árásina af en særðust sögðu einnig sögu sína. Einhverjir sögðust hafa þjáðst af samviskubiti yfir því að hafa lifað af á meðan aðrir gerðu það ekki og aðrir sögðust alla tíð síðan hafa verið lafandi hræddir við fólk með bakpoka um borð í lestum og strætisvögnum. Bretland Hryðjuverk í Manchester England Tengdar fréttir Ariana Grande með áfallastreituröskun Söngkonan Ariana Grande segir að hún muni aldrei getað talað um sprengjuárásina í Manchester án þess að bresta í grát. 5. júní 2018 08:50 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Hashem Abedi, bróðir mannsins sem sprengdi sig í loft upp þegar fjöldi fólks var að yfirgefa tónleika Ariana Grande í Manchester árið 2017, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi. Hann var dæmdur fyrir að hjálpa bróður sínum, Salman Abedi, við árásina en 22 dóu í árásinni og hundruð særðust. Hashem, sem er 23 ára gamall, var dæmdur sekur í mars og þá meðal annars fyrir 22 morð, samkvæmt frétt Sky News. Hann hjálpaði bróður sínum að verða sér út um sprengiefni og að undirbúa árásina, sem var framkvæmd í stuðningi við Íslamska ríkið. Mánuði fyrir árásina fór Hashem til Líbíu. Hann var þó handtekinn í kjölfar árásarinnar og framseldur til Bretlands síðasta sumar. BREAKING: Hashem Abedi, the brother of Manchester Arena bomber Salman Abedi, has been sentenced to at least 55 years in prison for his part in the atrocity.Read more here: https://t.co/ipKdWWWs1j pic.twitter.com/XIFoWbKPzJ— SkyNews (@SkyNews) August 20, 2020 Hashem neitaði að fara í dómsal í morgun, þrátt fyrir að hann hafi verið fluttur í dómshúsið frá Belmarsh fangelsinu. Í dómsal í gær, fyrir refsiákvörðunina, mæltu fjölskyldumeðlimir fólks sem dó í árásinni. Þau sögðu frá sorg þeirra og skaðanum sem árásin olli. Aðrir sem lifðu árásina af en særðust sögðu einnig sögu sína. Einhverjir sögðust hafa þjáðst af samviskubiti yfir því að hafa lifað af á meðan aðrir gerðu það ekki og aðrir sögðust alla tíð síðan hafa verið lafandi hræddir við fólk með bakpoka um borð í lestum og strætisvögnum.
Bretland Hryðjuverk í Manchester England Tengdar fréttir Ariana Grande með áfallastreituröskun Söngkonan Ariana Grande segir að hún muni aldrei getað talað um sprengjuárásina í Manchester án þess að bresta í grát. 5. júní 2018 08:50 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Ariana Grande með áfallastreituröskun Söngkonan Ariana Grande segir að hún muni aldrei getað talað um sprengjuárásina í Manchester án þess að bresta í grát. 5. júní 2018 08:50