Skyndiflóð úr Langjökli leiddi til laxadauða Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2020 12:48 Dauðir laxar finnast á engjum eftir flóðið. Arnar Bergþórsson/Kristrún Snorradóttir Mikil hlýindi eru talin hafa valdið því að rof varð á jökulgarði við lón við norðvestanverðan Langjökul á mánudagskvöld. Jökulhlaupið rann í Svartá, sem er alla jafna vatnslítil á þessum árstíma, og yfir í Hvítá með þeim afleiðingum að áin barst upp á bakkana. Þetta segir Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir slíkt flóð vera óvenjulegt en hættan á slíku sé alltaf til staðar. Skessuhorn greindi frá því að töluverður laxadauði hafi orðið eftir vatnsflóðið og segir Tómas það eiga sér eðlilegar skýringar. „Flóðbylgjan hefur verið það stór að áin hefur borist upp á bakkana, svo hafa fiskarnir dagað uppi á sléttlendi í kringum ána þegar vatnið sjatnaði.“ Á vef Veðurstofunnar segir að ummerki á svæðinu bendi til þess að vatnsborðið hafi náð upp undir brúarbitana við brúna yfir Hvítá og að farvegur árinnar niður við Húsafellskóg hafi verið barmafullur að sögn sjónvarvotta. Ummerki flóðsins sjáist allt niður að Borgarfjarðarbrú. Óyfirfarnar mælingar sem sýna vatnshæð við Kljáfoss í Hvítá.Veðurstofa Íslands Skoða aðstæður með þyrlu Í dag mun sérfræðingur frá Veðurstofu Íslands fljúga með þyrlu Landhelgisgæslunnar og skoða aðstæður við lónið. Þá verður sannreynt hvort hlaupið hafi komið úr þessu lóni, en eins og er þykir það vera líklegasta skýringin. „Jarðvísindagögn sem félagar okkar hjá Jarðvísindastofnun Háskólans hafa skoðað benda eindregið til þess að hlaupið hafi komið úr þessu lóni,“ segir Tómas. Hann segir hlýindi síðustu daga valda því að það bráðnar meira af jöklinum en ella með þeim afleiðingum að vatnsrennsli eykst. Þá aukast líkurnar á því að rof verði á jökulgörðum, en að sögn Tómasar eru fleiri lón að myndast vegna breytinga í veðurfari. „Þetta lón hefur myndast vegna hörfunar jökulsins sem er afleiðing af þessum almennu hlýindum yfir margra ára tímabil. Það eru að myndast lón við jökla landsins víða.“ Borgarbyggð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Mikil hlýindi eru talin hafa valdið því að rof varð á jökulgarði við lón við norðvestanverðan Langjökul á mánudagskvöld. Jökulhlaupið rann í Svartá, sem er alla jafna vatnslítil á þessum árstíma, og yfir í Hvítá með þeim afleiðingum að áin barst upp á bakkana. Þetta segir Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir slíkt flóð vera óvenjulegt en hættan á slíku sé alltaf til staðar. Skessuhorn greindi frá því að töluverður laxadauði hafi orðið eftir vatnsflóðið og segir Tómas það eiga sér eðlilegar skýringar. „Flóðbylgjan hefur verið það stór að áin hefur borist upp á bakkana, svo hafa fiskarnir dagað uppi á sléttlendi í kringum ána þegar vatnið sjatnaði.“ Á vef Veðurstofunnar segir að ummerki á svæðinu bendi til þess að vatnsborðið hafi náð upp undir brúarbitana við brúna yfir Hvítá og að farvegur árinnar niður við Húsafellskóg hafi verið barmafullur að sögn sjónvarvotta. Ummerki flóðsins sjáist allt niður að Borgarfjarðarbrú. Óyfirfarnar mælingar sem sýna vatnshæð við Kljáfoss í Hvítá.Veðurstofa Íslands Skoða aðstæður með þyrlu Í dag mun sérfræðingur frá Veðurstofu Íslands fljúga með þyrlu Landhelgisgæslunnar og skoða aðstæður við lónið. Þá verður sannreynt hvort hlaupið hafi komið úr þessu lóni, en eins og er þykir það vera líklegasta skýringin. „Jarðvísindagögn sem félagar okkar hjá Jarðvísindastofnun Háskólans hafa skoðað benda eindregið til þess að hlaupið hafi komið úr þessu lóni,“ segir Tómas. Hann segir hlýindi síðustu daga valda því að það bráðnar meira af jöklinum en ella með þeim afleiðingum að vatnsrennsli eykst. Þá aukast líkurnar á því að rof verði á jökulgörðum, en að sögn Tómasar eru fleiri lón að myndast vegna breytinga í veðurfari. „Þetta lón hefur myndast vegna hörfunar jökulsins sem er afleiðing af þessum almennu hlýindum yfir margra ára tímabil. Það eru að myndast lón við jökla landsins víða.“
Borgarbyggð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira