Gummi Ben í fyrsta sinn á hestbaki: „Guð hjálpi mér“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. mars 2020 11:00 Gummi Ben viðurkenndi áður en hann fór á bak, að hann treysti ekki hestum. Vísir/Hörður Þórhallsson Gummi Ben reyndi ítrekað að hætta við og átti andvökunætur áður en hann fór í fyrsta skiptið á hestbak. Hann veit ekkert um hestamennsku og líkir þessu við að setjast undir stýri án þess að vera með próf. Frumraun hans má sjá í öðrum þætti af mannlífsþættinum Hestalífið. Guðmundur Benediktsson hóf kornungur glæstan feril knattspyrnumanns og var í hópi hinna fremstu á Íslandi þar til meiðsli settu strik í reikninginn. Nú síðustu ár hefur stjarna hans skinið skært í sjónvarpi, með einstökum lýsingum á fótboltaleikjum, og svo sem þáttastjórnandi ekki síst í hinum geysi vinsæla viðtalsþætti Föstudagskvöld með Gumma Ben. Telma Lucinda Tómasson vissi nákvæmlega hver væri besti maðurinn til þess að fara með Gumma í fyrsta útreiðatúrinn, Sóli Hólm. Klippa: Hestalífið - Gummi Ben og Sóli HólmTreysti ekki hestum Íþróttakempan Gummi Ben lætur sér fátt fyrir brjósti brenna, en þegar kemur að hestum bregst honum kjarkurinn. En þá kemur Sóli Hólm til skjalanna, enda vanur hestum frá blautu barnsbeini. Telma Tómasson og Sóli ákveða að bjóða Gumma á bak hjá Sólhestum, hestaleigu sem pabbi Sóla rekur. „Það sem er best við Gumma er að lappirnar á honum eru þannig að það er eins og hann hafi verið á hestbaki síðan hann fæddist, verið á feitri meri,“ segir Sóli áður en þeir byrja. „Mér líður ekki vel satt að segja. Ég treysti ekki þessum dýrum,“ sagði Gummi en skipti svo á skoðun eftir að hann var kominn af stað. „Þetta er reyndar þægilegra en ég hélt. Ég hélt ég myndi ekki ráða neitt við neitt. Að allir hestar væru eins. Bara bilaðir.“ Sóli leiðréttir Gumma snarlega og segir að flestir hestar séu hinir ljúfustu. Að auki sé hann í byrjendaferð, á byrjendahesti, á byrjendahraða. „Þú værir í innanfótarsendingum ef þetta væri fótbolti,” útskýrir hann.Gummi Ben og Sóli Hólm skemmta landsmönnum saman á föstudagskvöldum á Stöð 2.Vísir/HestalífiðStefnan tekin á Ólympíuleikana Gummi var svo fljótur að ná sér í sjálfstraust í hestamennskunni og sagði við Sóla: „Ég held að ég geti orðið íslandsmeistari, jafnvel heimsmeistari.“ Hann lætur ekki þar við sitja og setur sér háleitt markmið þegar þeir ræða um hestaíþróttina og hindrunarstökk á Ólympíuleikunum. „Það er ógeðslega flott. Ég horfi yfirleitt á það ef ég lendi á því; þeir eru að stökkva yfir á tíma og svona. Það er ógeðslega flott. Ég ætla að fara í það. Ég ætla á Ólympíuleika.“Sóli Hólm, Gummi Ben, Telma og hesturinn Simmi VillVísir/Hörður ÞórhallssonÞáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit. Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Stórkostlegur misskilningur að hestamennska sé ekki íþrótt Ég veit alveg hvað þarf til að ná árangri. Af því þetta er alvöru íþrótt, segir Guðmundur landsliðsþjálfari um hestamennskuna. 29. febrúar 2020 11:00 Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 „Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Gummi Ben reyndi ítrekað að hætta við og átti andvökunætur áður en hann fór í fyrsta skiptið á hestbak. Hann veit ekkert um hestamennsku og líkir þessu við að setjast undir stýri án þess að vera með próf. Frumraun hans má sjá í öðrum þætti af mannlífsþættinum Hestalífið. Guðmundur Benediktsson hóf kornungur glæstan feril knattspyrnumanns og var í hópi hinna fremstu á Íslandi þar til meiðsli settu strik í reikninginn. Nú síðustu ár hefur stjarna hans skinið skært í sjónvarpi, með einstökum lýsingum á fótboltaleikjum, og svo sem þáttastjórnandi ekki síst í hinum geysi vinsæla viðtalsþætti Föstudagskvöld með Gumma Ben. Telma Lucinda Tómasson vissi nákvæmlega hver væri besti maðurinn til þess að fara með Gumma í fyrsta útreiðatúrinn, Sóli Hólm. Klippa: Hestalífið - Gummi Ben og Sóli HólmTreysti ekki hestum Íþróttakempan Gummi Ben lætur sér fátt fyrir brjósti brenna, en þegar kemur að hestum bregst honum kjarkurinn. En þá kemur Sóli Hólm til skjalanna, enda vanur hestum frá blautu barnsbeini. Telma Tómasson og Sóli ákveða að bjóða Gumma á bak hjá Sólhestum, hestaleigu sem pabbi Sóla rekur. „Það sem er best við Gumma er að lappirnar á honum eru þannig að það er eins og hann hafi verið á hestbaki síðan hann fæddist, verið á feitri meri,“ segir Sóli áður en þeir byrja. „Mér líður ekki vel satt að segja. Ég treysti ekki þessum dýrum,“ sagði Gummi en skipti svo á skoðun eftir að hann var kominn af stað. „Þetta er reyndar þægilegra en ég hélt. Ég hélt ég myndi ekki ráða neitt við neitt. Að allir hestar væru eins. Bara bilaðir.“ Sóli leiðréttir Gumma snarlega og segir að flestir hestar séu hinir ljúfustu. Að auki sé hann í byrjendaferð, á byrjendahesti, á byrjendahraða. „Þú værir í innanfótarsendingum ef þetta væri fótbolti,” útskýrir hann.Gummi Ben og Sóli Hólm skemmta landsmönnum saman á föstudagskvöldum á Stöð 2.Vísir/HestalífiðStefnan tekin á Ólympíuleikana Gummi var svo fljótur að ná sér í sjálfstraust í hestamennskunni og sagði við Sóla: „Ég held að ég geti orðið íslandsmeistari, jafnvel heimsmeistari.“ Hann lætur ekki þar við sitja og setur sér háleitt markmið þegar þeir ræða um hestaíþróttina og hindrunarstökk á Ólympíuleikunum. „Það er ógeðslega flott. Ég horfi yfirleitt á það ef ég lendi á því; þeir eru að stökkva yfir á tíma og svona. Það er ógeðslega flott. Ég ætla að fara í það. Ég ætla á Ólympíuleika.“Sóli Hólm, Gummi Ben, Telma og hesturinn Simmi VillVísir/Hörður ÞórhallssonÞáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Stórkostlegur misskilningur að hestamennska sé ekki íþrótt Ég veit alveg hvað þarf til að ná árangri. Af því þetta er alvöru íþrótt, segir Guðmundur landsliðsþjálfari um hestamennskuna. 29. febrúar 2020 11:00 Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 „Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Stórkostlegur misskilningur að hestamennska sé ekki íþrótt Ég veit alveg hvað þarf til að ná árangri. Af því þetta er alvöru íþrótt, segir Guðmundur landsliðsþjálfari um hestamennskuna. 29. febrúar 2020 11:00
Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45
„Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00