Smitum fækkar hratt í Kína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2020 07:39 Fjörutíu ný smit hafa verið staðfest í Kína síðasta sólarhringinn. Vísir/getty Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. Þetta eru stóru línurnar í þróun útbreiðslunnar á síðasta sólarhring. Alls hafa yfir 110 þúsund tilfelli nú verið staðfest á heimsvísu. Tilfellum í Bandaríkjunum hefur fjölgað talsvert á síðasta sólarhring en staðfest smit eru nú 565. Veiran hefur dregið minnst tuttugu og einn til dauða þar vestra. New York og Kalifornía hafa farið verst út úr faraldrinum en að minnsta kosti átta ríki hafa lýst yfir neyðastigi. Tveir þingmenn repúblikanaflokksins, Ted Cruz og Paul Gosar, eru í sóttkví eftir að hafa báðir umgengist einstakling sem reyndist sýktur. Betri fréttir fást aftur á móti frá Kína þar sem tilfellum hefur loks tekið að fækka. Fjörutíu ný smit hafa verið staðfest í landinu síðasta sólarhringinn sem er lægsta tala sem kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið frá sér á innan við sólarhring síðan yfirvöld hófu að birta tölur yfir smit í janúar. Ítalía hefur sem kunnugt er farið verst út úr faraldrinum en 7.300 hafa greinst með veiruna og 366 látið lífið. Forsætisráðherra Ítalíu tilkynnti ítölsku þjóðinni árla sunnudags að um það bil fjórðungur þjóðarinnar yrði settur í sóttkví en strangt ferðabann hefur verið tekið í gildi í Langbarðalandi auk fjórtán annarra sýsla í mið- og norðurhluta landsins. Frönsk stjórnvöld hafa nú bannað samkomur þar sem fleiri en þúsund manns eða fleiri koma saman. Þetta tilkynnti Olivier Véran heilbrigðisráðherra landsins í dag. Stjórnvöld höfðu áður bannað samkomur þar sem fimm þúsund eða fleiri komu saman innandyra. Tólf hundruð og níu tilfelli hafa verið staðfest í Frakklandi og nítján dauðsföll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. Þetta eru stóru línurnar í þróun útbreiðslunnar á síðasta sólarhring. Alls hafa yfir 110 þúsund tilfelli nú verið staðfest á heimsvísu. Tilfellum í Bandaríkjunum hefur fjölgað talsvert á síðasta sólarhring en staðfest smit eru nú 565. Veiran hefur dregið minnst tuttugu og einn til dauða þar vestra. New York og Kalifornía hafa farið verst út úr faraldrinum en að minnsta kosti átta ríki hafa lýst yfir neyðastigi. Tveir þingmenn repúblikanaflokksins, Ted Cruz og Paul Gosar, eru í sóttkví eftir að hafa báðir umgengist einstakling sem reyndist sýktur. Betri fréttir fást aftur á móti frá Kína þar sem tilfellum hefur loks tekið að fækka. Fjörutíu ný smit hafa verið staðfest í landinu síðasta sólarhringinn sem er lægsta tala sem kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið frá sér á innan við sólarhring síðan yfirvöld hófu að birta tölur yfir smit í janúar. Ítalía hefur sem kunnugt er farið verst út úr faraldrinum en 7.300 hafa greinst með veiruna og 366 látið lífið. Forsætisráðherra Ítalíu tilkynnti ítölsku þjóðinni árla sunnudags að um það bil fjórðungur þjóðarinnar yrði settur í sóttkví en strangt ferðabann hefur verið tekið í gildi í Langbarðalandi auk fjórtán annarra sýsla í mið- og norðurhluta landsins. Frönsk stjórnvöld hafa nú bannað samkomur þar sem fleiri en þúsund manns eða fleiri koma saman. Þetta tilkynnti Olivier Véran heilbrigðisráðherra landsins í dag. Stjórnvöld höfðu áður bannað samkomur þar sem fimm þúsund eða fleiri komu saman innandyra. Tólf hundruð og níu tilfelli hafa verið staðfest í Frakklandi og nítján dauðsföll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira