55 staðfest tilvik og þar af 10 innanlandssmit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2020 13:54 Mikið álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Vísir/vilhelm Sex ný smit hafa greinst af kórónuveiru frá því í gær. Þrjú þeirra eru innlend og hægt er að rekja þau öll til einstaklinga sem voru á skilgreindum hættusvæðum erlendis. Smitin eru því 55 talsins og þar af eru tíu innanlandssmit. Smit eru komin upp á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Þar eru fimm smitaðir hjúkrunarfræðingar og fimm í sóttkví. Búið er að aðskilja eina vakt á gjörgæslunni frá hinum og er hún í sóttkví. Það var gert með því að skipta deildinni upp með skilvegg. Að svo stöddu verða fjögur opin rúm á gjörgæslunni í Fossvogi en það mun þurfa að flytja sjúklinga á gjörgæsludeild á Hringbraut. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og landlæknis klukkan 14 í dag. Þá er verið að skoða hvernig hægt sé að auka vinnufæra einstaklinga á spítölum. Búið er að ræða við stéttafélögin til að reyna að fá fólk sem er heilbrigðismenntað en er í öðrum störfum til að koma inn á Landspítalann. Þá hefur einnig verið skoðað að fá inn lækna og hjúkrunarfræðinga sem vinna í einkageiranum á Landspítalann og er talin almenn jákvæðni fyrir því. Einnig hefur heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun, þá sérstaklega hjúkrunarfræðingar, verið skoðað sem mögulegt vinnuafl. Til eru 26 vel búnar öndunarvélar á Landspítalanum og stendur til boða að kaupa fleiri. Ekki hefur komið til þess að nota þurfi öndunarvélar, enda hafa allir þeir sem smitaðir eru verið með væg einkenni. Þá mun Íslensk erfðagreining hefja skimun á veirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund fyrr í dag með landlækni þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Skimað verður fyrir kórónuveirunni víða að úr samfélaginu til að kanna hvort hún sé útbreiddari en talið er. Ef kórónuveirusmit finnast hjá fólki sem ekki hefur verið í beinum samskiptum við einstaklinga sem verið hafa á skilgreindum hættusvæðum verður viðbragðsáætlun breytt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að endurmeta þyrfti við þær aðstæður hvort sóttkví og einangrun séu það rétta í stöðunni. Ef ekki kemur upp smit í samfélaginu verður sóttkví og einangrun beitt áfram, enda skili það árangri. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis var í beinni útsendingu klukkan 14 í dag á Vísi og Stöð 3. Hægt verður að horfa á upplýsingafundinn á Vísi eftir örskamma stund. Fréttinni var breytt kl. 14:54. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Sex ný smit hafa greinst af kórónuveiru frá því í gær. Þrjú þeirra eru innlend og hægt er að rekja þau öll til einstaklinga sem voru á skilgreindum hættusvæðum erlendis. Smitin eru því 55 talsins og þar af eru tíu innanlandssmit. Smit eru komin upp á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Þar eru fimm smitaðir hjúkrunarfræðingar og fimm í sóttkví. Búið er að aðskilja eina vakt á gjörgæslunni frá hinum og er hún í sóttkví. Það var gert með því að skipta deildinni upp með skilvegg. Að svo stöddu verða fjögur opin rúm á gjörgæslunni í Fossvogi en það mun þurfa að flytja sjúklinga á gjörgæsludeild á Hringbraut. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og landlæknis klukkan 14 í dag. Þá er verið að skoða hvernig hægt sé að auka vinnufæra einstaklinga á spítölum. Búið er að ræða við stéttafélögin til að reyna að fá fólk sem er heilbrigðismenntað en er í öðrum störfum til að koma inn á Landspítalann. Þá hefur einnig verið skoðað að fá inn lækna og hjúkrunarfræðinga sem vinna í einkageiranum á Landspítalann og er talin almenn jákvæðni fyrir því. Einnig hefur heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun, þá sérstaklega hjúkrunarfræðingar, verið skoðað sem mögulegt vinnuafl. Til eru 26 vel búnar öndunarvélar á Landspítalanum og stendur til boða að kaupa fleiri. Ekki hefur komið til þess að nota þurfi öndunarvélar, enda hafa allir þeir sem smitaðir eru verið með væg einkenni. Þá mun Íslensk erfðagreining hefja skimun á veirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund fyrr í dag með landlækni þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Skimað verður fyrir kórónuveirunni víða að úr samfélaginu til að kanna hvort hún sé útbreiddari en talið er. Ef kórónuveirusmit finnast hjá fólki sem ekki hefur verið í beinum samskiptum við einstaklinga sem verið hafa á skilgreindum hættusvæðum verður viðbragðsáætlun breytt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að endurmeta þyrfti við þær aðstæður hvort sóttkví og einangrun séu það rétta í stöðunni. Ef ekki kemur upp smit í samfélaginu verður sóttkví og einangrun beitt áfram, enda skili það árangri. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis var í beinni útsendingu klukkan 14 í dag á Vísi og Stöð 3. Hægt verður að horfa á upplýsingafundinn á Vísi eftir örskamma stund. Fréttinni var breytt kl. 14:54.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira