Körfubolti

Körfuboltakvöld: Svakalegur munur á Loga á heimavelli og útivelli

Sindri Sverrisson skrifar

Logi Gunnarsson gerir mun meira fyrir Njarðvík á útivelli en á heimavelli. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds eru með sínar skýringar á því.

„Maður talar um þetta þegar maður verður orðinn gamall maður að maður hafi horft á Loga Gunnarsson spila körfubolta,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson eftir góða frammistöðu Loga í sigrinum gegn Haukum á fimmtudaginn.

Logi hefur samtals skorað aðeins 16 stig á heimavelli í fimm leikjum á árinu 2020 en á útivelli hefur hann aftur á móti skorað 51 stig í fjórum leikjum.

„Mér finnst þetta ofboðslega jákvæð og góð tölfræði. Ég var alltaf sjálfur með betri tölfræði á útivelli en á heimavelli. Ég held að þetta skipti máli. Í leiknum á Akureyri, þessum leik [við Hauka í Hafnarfirði] og fleirum þá gerir Logi gæfumuninn,“ sagði Teitur Örlygsson. Innslagið má sjá í heild hér að ofan.


Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: „Skítalykt af hárinu þeirra“

„Þegar þú spilar svona þá áttu náttúrulega ekki mikið skilið,“ sagði Teitur Örlygsson í Domino's Körfuboltakvöldi um leik Þórs gegn Val á Akureyri í gærkvöld þar sem örlög Þórs svo gott sem réðust.

Körfuboltakvöld: KR er bara að plata okkur

"Ég er hættur að hlusta á þessa meiðslasögu hjá KR. Ég held að þetta sé lygi,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón þegar sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu um lið KR eftir sigurinn á toppliði Stjörnunnar í gær.

Framlengingin: Grindavík næsta Öskubuska og KR aftur sigurstranglegast

Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi tóku fyrir nokkur mál í Framlengingunni í gær. Þeir veltu vöngum yfir næstu vikum vegna kórónuveirunnar, tilnefningum til Edduverðlauna, hvaða lið gæti átt Öskubuskuævintýri í úrslitakeppninni, hvort Þórsliðanna hefði valdið meiri vonbrigðum, og hvað mætti lesa í toppslag KR og Stjörnunnar sem KR vann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×