Georgi Boyanov hefur sannað sig sem algjör lykilmaður í liði ÍR og með hann í fararbroddi eru ÍR-ingar hættulegur andstæðingur að mati sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds.
„Þetta er ótrúlega duglegur leikmaður. Hann kemst svo langt á vilja og dugnaði. Það er stundum talað um mótor. Hann gjörsamlega keyrir þangað til að hann er bara á gasinu,“ sagði Teitur Örlygsson meðal annars.
„Hann er bara leikmaður sem að erfitt er að ráða við á hálfum velli,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, og með þá Evan Singletary innaborðs þykir lið ÍR óárennilegt:
„Ég væri að naga á mér neglurnar ef að ég væri að fara að mæta þessu liði í úrslitakeppninni,“ sagði Kjartan.
Körfuboltakvöld: Boyanov lofaður | Myndi naga neglur ef ég ætti að mæta ÍR
Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: „Skítalykt af hárinu þeirra“
„Þegar þú spilar svona þá áttu náttúrulega ekki mikið skilið,“ sagði Teitur Örlygsson í Domino's Körfuboltakvöldi um leik Þórs gegn Val á Akureyri í gærkvöld þar sem örlög Þórs svo gott sem réðust.

Körfuboltakvöld: Sláandi dagamunur á Keflvíkingum
Það er magnaður munur á árangri Keflavíkur á fimmtudögum og föstudögum í Dominos-deild karla í körfubolta.

Körfuboltakvöld: KR er bara að plata okkur
"Ég er hættur að hlusta á þessa meiðslasögu hjá KR. Ég held að þetta sé lygi,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón þegar sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu um lið KR eftir sigurinn á toppliði Stjörnunnar í gær.