Georgi Boyanov hefur sannað sig sem algjör lykilmaður í liði ÍR og með hann í fararbroddi eru ÍR-ingar hættulegur andstæðingur að mati sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds.
„Þetta er ótrúlega duglegur leikmaður. Hann kemst svo langt á vilja og dugnaði. Það er stundum talað um mótor. Hann gjörsamlega keyrir þangað til að hann er bara á gasinu,“ sagði Teitur Örlygsson meðal annars.
„Hann er bara leikmaður sem að erfitt er að ráða við á hálfum velli,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, og með þá Evan Singletary innaborðs þykir lið ÍR óárennilegt:
„Ég væri að naga á mér neglurnar ef að ég væri að fara að mæta þessu liði í úrslitakeppninni,“ sagði Kjartan.
