Körfubolti

Körfuboltakvöld: „Skítalykt af hárinu þeirra“

Sindri Sverrisson skrifar
„Þegar þú spilar svona þá áttu náttúrulega ekki mikið skilið,“ sagði Teitur Örlygsson í Domino's Körfuboltakvöldi um leik Þórs gegn Val á Akureyri í gærkvöld þar sem örlög Þórs svo gott sem réðust. Innslagið má sjá hér að ofan.



Þór var níu stigum yfir í leiknum um tíma en tapaði svo illa og þarf kraftaverk til að halda sér í efstu deild.

„Þeir fara upp 9 stig í þriðja leikhluta og svo bara hættu þeir að spila. Þjálfari Þórs, með allri virðingu fyrir honum og ég er búinn að hæla honum nokkrum sinnum í vetur, hann stakk bara hausnum á kaf í sandinn,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson og honum var heitt í hamsi:

„Þetta var svo kærulaust. Það var eins og að þeir hættu að spila. Af hverju tók þjálfari Þórs ekki leikhlé þegar þeir voru búnir að taka sex eða átta stig í röð? Hann beið þangað til þeir höfðu fengið 15 stig í grímuna. Taktu leikhlé! Þetta er leikurinn sem þú þarft að vinna í vetur. Hann beið allt of lengi,“ sagði Jón Halldór en dró alls ekki út ábyrgð leikmanna:

„Ég veit ekki hversu grófur maður má vera en það var bara skítalykt af hárinu þeirra, hausinn var svo langt uppi í rassgatinu. Ég þoli ekki svona.“


Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: KR er bara að plata okkur

"Ég er hættur að hlusta á þessa meiðslasögu hjá KR. Ég held að þetta sé lygi,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón þegar sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu um lið KR eftir sigurinn á toppliði Stjörnunnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×