Giannis hrósar LeBron í hástert og segir hann veita sér innblástur Ísak Hallmundarson skrifar 6. mars 2020 17:00 Giannis og LeBron í stjörnuleiknum vísir/getty Los Angels Lakers fær Milwaukee Bucks í heimsókn í NBA-deildinni í nótt. Þetta er sannkallaður stórleikur þar sem Lakers eru efstir í Vesturdeildinni og Bucks eru langefstir í Austurdeildinni. Stærstu stjörnur þessara liða eru LeBron James hjá Lakers og Giannis Antetokounmpo hjá Bucks. Þessir tveir hafa einmitt verið fyrirliðar sinna liða í stjörnuleiknum síðustu tvö ár og er oft stillt upp gegn hvorum öðrum. Giannis segir að körfuboltageta og frammistaða hins 35 ára gamla LeBrons James veiti sér innblástur. ,,Þetta er ótrúlegt. Hann er 35 ára og spilar á hæsta stigi,“ sagði sá gríski. ,,Oft á tíðum hugsar maður með sér að maður verði hættur í körfubolta 35 ára, en að sjá 35 ára gamlan leikmann sem er enn þá einn af þremur bestu leikmönnum í heimi, það fær mann til að vilja gera það sama. Ég verð því að halda áfram að hugsa vel um líkamann, borða rétt og lifa heilbrigðum lífsstíl. Hann (LeBron) hefur sett fordæmið og vonandi getur maður fetað í hans spor.“ Antetokounmpo, sem er 25 ára, hefur átt magnað tímabil með Milwaukee í vetur og er liðið með langbesta árangurinn í allri NBA-deildinni. Hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í fyrra og stefnir hraðbyr í átt að því að verja þann titil. Góðar líkur eru á því að þessi tvö lið, Lakers og Bucks, mætist í úrslitum NBA-deildarinnar. ,,Við þurfum bara að mæta þangað og spila góðan körfubolta. Við vitum að Lakers munu mæta grimmir til leiks. Við unnum þá síðast þannig þeir munu reyna að hefna sín í þessum leik,“ sagði Giannis um leikinn gegn LA Lakers, sem verður kl. 02:30 á íslenskum tíma í nótt. NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Los Angels Lakers fær Milwaukee Bucks í heimsókn í NBA-deildinni í nótt. Þetta er sannkallaður stórleikur þar sem Lakers eru efstir í Vesturdeildinni og Bucks eru langefstir í Austurdeildinni. Stærstu stjörnur þessara liða eru LeBron James hjá Lakers og Giannis Antetokounmpo hjá Bucks. Þessir tveir hafa einmitt verið fyrirliðar sinna liða í stjörnuleiknum síðustu tvö ár og er oft stillt upp gegn hvorum öðrum. Giannis segir að körfuboltageta og frammistaða hins 35 ára gamla LeBrons James veiti sér innblástur. ,,Þetta er ótrúlegt. Hann er 35 ára og spilar á hæsta stigi,“ sagði sá gríski. ,,Oft á tíðum hugsar maður með sér að maður verði hættur í körfubolta 35 ára, en að sjá 35 ára gamlan leikmann sem er enn þá einn af þremur bestu leikmönnum í heimi, það fær mann til að vilja gera það sama. Ég verð því að halda áfram að hugsa vel um líkamann, borða rétt og lifa heilbrigðum lífsstíl. Hann (LeBron) hefur sett fordæmið og vonandi getur maður fetað í hans spor.“ Antetokounmpo, sem er 25 ára, hefur átt magnað tímabil með Milwaukee í vetur og er liðið með langbesta árangurinn í allri NBA-deildinni. Hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í fyrra og stefnir hraðbyr í átt að því að verja þann titil. Góðar líkur eru á því að þessi tvö lið, Lakers og Bucks, mætist í úrslitum NBA-deildarinnar. ,,Við þurfum bara að mæta þangað og spila góðan körfubolta. Við vitum að Lakers munu mæta grimmir til leiks. Við unnum þá síðast þannig þeir munu reyna að hefna sín í þessum leik,“ sagði Giannis um leikinn gegn LA Lakers, sem verður kl. 02:30 á íslenskum tíma í nótt.
NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira