Hekla stærst umboða í rafknúnum bifreiðum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. mars 2020 07:00 Audi e-tron. Vísir/Hekla Bílaumboðið Hekla er með mesta markaðshlutdeild í rafbílum og hefur til sölu tvo vinsælustu bílana á einstaklingsmarkaði. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Heklu, hóf Hekla árið með sterkri markaðshlutdeild fyrsta mánuð ársins og heldur áfram á afar góðu róli eins og tölur frá febrúar bera með sér. Hekla er með 25% markaðshlutdeild á heildarmarkaði fólks- og sendibíla sem er 12 prósentustigum hærra en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir að fólksbílamarkaðurinn hafi dregist saman um 15%. Þá er Hekla í 1. sæti í sölu til einstaklinga með 24,4% hlutdeild og í 2. sæti í sölu til fyrirtækja og bílaleiga. Heilt yfir er mikill byr með vörumerkjunum fjórum; Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi, ekki síst þegar kemur að vistvænum bifreiðum. Meðal hreinna rafbíla slær Audi öðrum merkjum við með 18,7% allra seldra rafbíla og Volkswagen er í 2. sæti í sölu rafbíla með tæpa 15% hlutdeild. Þegar horft er á heildarsölu raf- og tengiltvinnbíla á árinu eru Heklumerki áberandi vinsælust og samtals eru Audi, Volkswagen og Mitsubishi með yfir 37% af heildarsölu slíkra bíla. Mitsubishi Outlander PHEV.Vísir/Hekla Mitsubishi leiðir áfram tengiltvinnbílamarkaðinn með Outlander PHEV sem er með 27,7% hlutdeild og hann er jafnframt mest seldi bíllinn til einstaklinga á Íslandi. Í öðru sæti yfir mest selda bíla til einstaklinga í mánuðinum er hinn alrafmagnaði Audi e-tron. Þess má svo geta að Hekla er með 92,8% hlutdeild þegar kemur að metanknúnum bifreiðum. „Við erum ákaflega stolt af árangri okkar í sölu á vistvænum bílum og það er margt spennandi á döfinni í þeim efnum sem við teljum að geti styrkt enn frekar þetta góða gengi. Til að nefna dæmi þá er tengiltvinnbíllinn Skoda Superb iV væntanlegur til okkar sem og rafbílinn Skoda Citigo e iV. Þá hefur Volkswagen kynnt nýja rafbíla á betra verði og nú síðast e-up og e-Crafter ásamt því að það styttist í komu ID. rafbílalínunnar,“ segir Gunnar Smári Eggertsson Claessen vörustjóri hjá Heklu. Bílar Tengdar fréttir Árið fer vel af stað hjá Heklu Samkvæmt fréttatilkynningu frá bílaumboðinu Heklu fer árið 2020 vel af stað. Umboðið er í efsta sæti í sölu vistvænna bifreiða í janúar með 39,4% af nýjum seldum vistvænum bílum. Volkswagen er með flestar nýskráningar fólksbifreiða í janúar eða 13,5% markaðshlutdeild. Vörumerkið Volkswagen er líka með flestar nýskráningar á heildarmarkaði fólks- og sendibifreiða í janúar, eða 107 bifreiðar í heildina og 13% markaðshlutdeild. 12. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent
Bílaumboðið Hekla er með mesta markaðshlutdeild í rafbílum og hefur til sölu tvo vinsælustu bílana á einstaklingsmarkaði. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Heklu, hóf Hekla árið með sterkri markaðshlutdeild fyrsta mánuð ársins og heldur áfram á afar góðu róli eins og tölur frá febrúar bera með sér. Hekla er með 25% markaðshlutdeild á heildarmarkaði fólks- og sendibíla sem er 12 prósentustigum hærra en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir að fólksbílamarkaðurinn hafi dregist saman um 15%. Þá er Hekla í 1. sæti í sölu til einstaklinga með 24,4% hlutdeild og í 2. sæti í sölu til fyrirtækja og bílaleiga. Heilt yfir er mikill byr með vörumerkjunum fjórum; Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi, ekki síst þegar kemur að vistvænum bifreiðum. Meðal hreinna rafbíla slær Audi öðrum merkjum við með 18,7% allra seldra rafbíla og Volkswagen er í 2. sæti í sölu rafbíla með tæpa 15% hlutdeild. Þegar horft er á heildarsölu raf- og tengiltvinnbíla á árinu eru Heklumerki áberandi vinsælust og samtals eru Audi, Volkswagen og Mitsubishi með yfir 37% af heildarsölu slíkra bíla. Mitsubishi Outlander PHEV.Vísir/Hekla Mitsubishi leiðir áfram tengiltvinnbílamarkaðinn með Outlander PHEV sem er með 27,7% hlutdeild og hann er jafnframt mest seldi bíllinn til einstaklinga á Íslandi. Í öðru sæti yfir mest selda bíla til einstaklinga í mánuðinum er hinn alrafmagnaði Audi e-tron. Þess má svo geta að Hekla er með 92,8% hlutdeild þegar kemur að metanknúnum bifreiðum. „Við erum ákaflega stolt af árangri okkar í sölu á vistvænum bílum og það er margt spennandi á döfinni í þeim efnum sem við teljum að geti styrkt enn frekar þetta góða gengi. Til að nefna dæmi þá er tengiltvinnbíllinn Skoda Superb iV væntanlegur til okkar sem og rafbílinn Skoda Citigo e iV. Þá hefur Volkswagen kynnt nýja rafbíla á betra verði og nú síðast e-up og e-Crafter ásamt því að það styttist í komu ID. rafbílalínunnar,“ segir Gunnar Smári Eggertsson Claessen vörustjóri hjá Heklu.
Bílar Tengdar fréttir Árið fer vel af stað hjá Heklu Samkvæmt fréttatilkynningu frá bílaumboðinu Heklu fer árið 2020 vel af stað. Umboðið er í efsta sæti í sölu vistvænna bifreiða í janúar með 39,4% af nýjum seldum vistvænum bílum. Volkswagen er með flestar nýskráningar fólksbifreiða í janúar eða 13,5% markaðshlutdeild. Vörumerkið Volkswagen er líka með flestar nýskráningar á heildarmarkaði fólks- og sendibifreiða í janúar, eða 107 bifreiðar í heildina og 13% markaðshlutdeild. 12. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent
Árið fer vel af stað hjá Heklu Samkvæmt fréttatilkynningu frá bílaumboðinu Heklu fer árið 2020 vel af stað. Umboðið er í efsta sæti í sölu vistvænna bifreiða í janúar með 39,4% af nýjum seldum vistvænum bílum. Volkswagen er með flestar nýskráningar fólksbifreiða í janúar eða 13,5% markaðshlutdeild. Vörumerkið Volkswagen er líka með flestar nýskráningar á heildarmarkaði fólks- og sendibifreiða í janúar, eða 107 bifreiðar í heildina og 13% markaðshlutdeild. 12. febrúar 2020 07:00