Konum með þroskahömlun ekki trúað Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. mars 2020 21:00 Konum með þroskahömlun er oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi Konum með þroskahömlun er oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um fatlaðar vændiskonur, meðal annars konur með þroskahömlun. Hér má sjá þáttinn. Þar lýsir kona á fertugsaldri, sem er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál, frá reynslu sinni af vændi. Hún segist oft hafa verið beitt ofbeldi. Þorbera Fjölnisdóttir er í kvennahreyfingu Öryrkjabandalagsins og tók þátt í rannsókn um ofbeldi gegn fötluðum konum. Hún segir það sem leiði fatlar konur út í vændi sé það sama og ófatlaðar konur: fátækt og fíkn. „Í fyrsta lagi eru örorkubætur svo lágar að það er ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi á þeim, sérstaklega fatlaðar einstæðar mæður eru verst settar fjárhagslega," segir Þorbera. Þá segir hún að konunum sé oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi. „Þá er oft litið á fatlaðar konur sem kynlausar verur. Konur með þroskahömlun upplifa það oft að það sé litið á þær sem eilíf börn sem þær eru auðvitað alls ekki. Þeim hefur oft ekki verið trúað og þær hafa ekki fengið stuðning þegar þær hafa sagt frá og ekki fengið hjálp til að vinna úr málunum,“ segir Þorbera. Þorbera Fjölnisdóttir, verkefnastýra hjá Öryrkjabandalaginu Þá telur hún að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi vegna jaðarsetningar sem þær hafa orðið fyrir í þjóðfélaginu. „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir okkur, fatlað fólk hefur til dæmis verið lokað inn á stofnunum, það ver fatlað fólk alls ekki fyrir ofbeldi að loka það inni. Þvert á móti, ég tala á grunni fjölmargra rannsókna, þessi aðgreining akkúrat skapar aðstæður það sem fatlað fólk verður fyrir mesta ofbeldinu,“ segir Þorbera.Fólk sem aðstoði konurnar í daglegu lífi sé í sumum tilfellum gerendurnir.„Þá ert þú í ofsalega erfiðri stöðu með að gera eitthvað í því af því þú ert háð þessum einstaklingi um aðstoð í þínu daglega lífi,“ segir Þorbera og bætir við að málin séu því flókin.Mikilvægt sé að konurnar fái fræðslu um hvað sé heilbrigt samband og hvað sé ofbeldissamband. „Þannig að fólk læri að þekkja mörkin,“ segir Þorbera. Kompás Tengdar fréttir Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. 2. mars 2020 21:00 „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00 Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Konum með þroskahömlun er oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um fatlaðar vændiskonur, meðal annars konur með þroskahömlun. Hér má sjá þáttinn. Þar lýsir kona á fertugsaldri, sem er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál, frá reynslu sinni af vændi. Hún segist oft hafa verið beitt ofbeldi. Þorbera Fjölnisdóttir er í kvennahreyfingu Öryrkjabandalagsins og tók þátt í rannsókn um ofbeldi gegn fötluðum konum. Hún segir það sem leiði fatlar konur út í vændi sé það sama og ófatlaðar konur: fátækt og fíkn. „Í fyrsta lagi eru örorkubætur svo lágar að það er ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi á þeim, sérstaklega fatlaðar einstæðar mæður eru verst settar fjárhagslega," segir Þorbera. Þá segir hún að konunum sé oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi. „Þá er oft litið á fatlaðar konur sem kynlausar verur. Konur með þroskahömlun upplifa það oft að það sé litið á þær sem eilíf börn sem þær eru auðvitað alls ekki. Þeim hefur oft ekki verið trúað og þær hafa ekki fengið stuðning þegar þær hafa sagt frá og ekki fengið hjálp til að vinna úr málunum,“ segir Þorbera. Þorbera Fjölnisdóttir, verkefnastýra hjá Öryrkjabandalaginu Þá telur hún að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi vegna jaðarsetningar sem þær hafa orðið fyrir í þjóðfélaginu. „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir okkur, fatlað fólk hefur til dæmis verið lokað inn á stofnunum, það ver fatlað fólk alls ekki fyrir ofbeldi að loka það inni. Þvert á móti, ég tala á grunni fjölmargra rannsókna, þessi aðgreining akkúrat skapar aðstæður það sem fatlað fólk verður fyrir mesta ofbeldinu,“ segir Þorbera.Fólk sem aðstoði konurnar í daglegu lífi sé í sumum tilfellum gerendurnir.„Þá ert þú í ofsalega erfiðri stöðu með að gera eitthvað í því af því þú ert háð þessum einstaklingi um aðstoð í þínu daglega lífi,“ segir Þorbera og bætir við að málin séu því flókin.Mikilvægt sé að konurnar fái fræðslu um hvað sé heilbrigt samband og hvað sé ofbeldissamband. „Þannig að fólk læri að þekkja mörkin,“ segir Þorbera.
Kompás Tengdar fréttir Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. 2. mars 2020 21:00 „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00 Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. 2. mars 2020 21:00
„Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30
Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00
Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00
Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00