Netið fjölgar gildrunum fyrir konur með þroskahömlun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. mars 2020 08:00 Eins og kom fram í Kompás í vikunni eru mörg dæmi um að konur með þroskahömlun leiðist út í vændi. Í vikunni hefur komið fram að um tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar ár hvert og á borði réttindagæslu fatlaðs fólks er á fjórða tug ofbeldismála. Allir viðmælendur eru sammála um að þessi hópur kvenna sé sérstaklega berskjaldaður fyrir ofbeldi og ein besta leiðin til að styrkja þær sé að veita þeim fræðslu og stuðning. María Jónsdóttir, félagsráðgjafi hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, segir fullorðnar konur með þroskahömlun hafa fengið afar litla kynfræðslu þegar þær voru yngri. Þær þurfi sérsniðna, stöðuga og endurtekna fræðslu - sem er myndræn á einföldu máli - svo þær geti tekist á við ýmsar áskoranir. „Þetta er gríðarlega flókinn heimur í dag með tilkomu samfélagsmiðla og nýjum samskiptaformum á netinu. Konurnar ær eru enn þá meira útsettari í dag og við verðum að huga að því hvernig við viljum styrkja þær og styðja til að takast á við þetta samfélag,“ segir hún. María rekur vefinn Leiknir.is ásamt fleirum sem er með fræðsluefni um kynheilbrigði og sérhæfð námskeið fyrir fólk með frávik í þroska. Hún segir aðsóknina ekki nógu góða. „Þær eru ekki að skila sér inn á námskeiðið. Þetta er falinn hópur, þær þekkja ekki hvaða leiðir til að fara að leita sér aðstoðar og þær geta ekki staðið straum af kostnaði við námskeiðið.“ María segir mikilvægt að undirbúa ungar konur með þroskahömlun betur fyrir kynþroskaskeiðið. Undirbúa þurfi ungar konur með þroskahömlun betur undir að vera kynverur. „Við þurfum samstillt átak hvernig við ætlum að gera þetta og með hvaða hætti svo þetta verði þessu fólki að kostnaðarlausu.“ Kompás Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00 Konum með þroskahömlun ekki trúað Konum meðþroskahömlun er oft ekki trúaðþegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. 5. mars 2020 21:00 Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Eins og kom fram í Kompás í vikunni eru mörg dæmi um að konur með þroskahömlun leiðist út í vændi. Í vikunni hefur komið fram að um tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar ár hvert og á borði réttindagæslu fatlaðs fólks er á fjórða tug ofbeldismála. Allir viðmælendur eru sammála um að þessi hópur kvenna sé sérstaklega berskjaldaður fyrir ofbeldi og ein besta leiðin til að styrkja þær sé að veita þeim fræðslu og stuðning. María Jónsdóttir, félagsráðgjafi hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, segir fullorðnar konur með þroskahömlun hafa fengið afar litla kynfræðslu þegar þær voru yngri. Þær þurfi sérsniðna, stöðuga og endurtekna fræðslu - sem er myndræn á einföldu máli - svo þær geti tekist á við ýmsar áskoranir. „Þetta er gríðarlega flókinn heimur í dag með tilkomu samfélagsmiðla og nýjum samskiptaformum á netinu. Konurnar ær eru enn þá meira útsettari í dag og við verðum að huga að því hvernig við viljum styrkja þær og styðja til að takast á við þetta samfélag,“ segir hún. María rekur vefinn Leiknir.is ásamt fleirum sem er með fræðsluefni um kynheilbrigði og sérhæfð námskeið fyrir fólk með frávik í þroska. Hún segir aðsóknina ekki nógu góða. „Þær eru ekki að skila sér inn á námskeiðið. Þetta er falinn hópur, þær þekkja ekki hvaða leiðir til að fara að leita sér aðstoðar og þær geta ekki staðið straum af kostnaði við námskeiðið.“ María segir mikilvægt að undirbúa ungar konur með þroskahömlun betur fyrir kynþroskaskeiðið. Undirbúa þurfi ungar konur með þroskahömlun betur undir að vera kynverur. „Við þurfum samstillt átak hvernig við ætlum að gera þetta og með hvaða hætti svo þetta verði þessu fólki að kostnaðarlausu.“
Kompás Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00 Konum með þroskahömlun ekki trúað Konum meðþroskahömlun er oft ekki trúaðþegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. 5. mars 2020 21:00 Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30
Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00
Konum með þroskahömlun ekki trúað Konum meðþroskahömlun er oft ekki trúaðþegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. 5. mars 2020 21:00
Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00
Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00