Ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina að kórónuveiran hafi stökkbreyst Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 11:26 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. Stökkbreytingin sé ekki slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Nýja kórónuveiran stökkbreyttist í tvær megintegundir, L og S, snemma í ferlinu, að því er fram kemur í nýrri kínverskri rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar. Umrædd stökkbreyting er því ekki að eiga sér stað núna heldur er aðeins um að ræða nýjar upplýsingar um veiruna á frumstigum. Svo virðist sem L-gerðin sé skæðari en S-gerðin, þó að sú síðarnefnda sé eldri. Þá var meirihluti smita þegar veiran tók fyrst að breiðast út í Wuhan af völdum L-gerðarinnar. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir í samtali við Morgunblaðið í dag að stökkbreytingin hafi átt sér stað snemma og sé óhagstæðari hýslum, þ.e. mannfólki, en veirunni sjálfri. Þá sé það líklega L-gerðin sem gangi nú í Evrópu. Kórónuveirusmit á Íslandi eru orðin hátt í þrjátíu talsins.Vísir/Vilhelm Ekkert „make or break“ í framvindunni Már segir í samtali við Vísi, inntur eftir því hvaða þýðingu þessar nýju upplýsingar hafi fyrir framhaldið, að það sé óljóst, til að mynda varðandi sýkingarmátt og klínískt mat. „Menn eru að reyna að skilja þetta [veiruna], með það að markmiði að reyna að finna veikleika í veirunni og búa til lyf og bóluefni. Ég held að það sé eiginlega staðan og svo eru þetta fræðilegar vangaveltur sem við vitum ekki hvaða þýðingu hefur út í samfélagið, ef einhverjar,“ segir Már. „Ég held það sé ekki sérstaklega gott að vera að velta sér upp úr þessu. […] Fólk hefur verið að velta fyrir sér hvort þetta þýði að það geti fengið þetta aftur og aftur en við höfum engin gögn þar að lútandi.“ Þannig hafi engin grundvallarbreyting orðið á framvindu veirunnar. „Þetta er ekkert „make or break“ í framvindunni. Þetta eru ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina,“ segir Már. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. Stökkbreytingin sé ekki slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Nýja kórónuveiran stökkbreyttist í tvær megintegundir, L og S, snemma í ferlinu, að því er fram kemur í nýrri kínverskri rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar. Umrædd stökkbreyting er því ekki að eiga sér stað núna heldur er aðeins um að ræða nýjar upplýsingar um veiruna á frumstigum. Svo virðist sem L-gerðin sé skæðari en S-gerðin, þó að sú síðarnefnda sé eldri. Þá var meirihluti smita þegar veiran tók fyrst að breiðast út í Wuhan af völdum L-gerðarinnar. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir í samtali við Morgunblaðið í dag að stökkbreytingin hafi átt sér stað snemma og sé óhagstæðari hýslum, þ.e. mannfólki, en veirunni sjálfri. Þá sé það líklega L-gerðin sem gangi nú í Evrópu. Kórónuveirusmit á Íslandi eru orðin hátt í þrjátíu talsins.Vísir/Vilhelm Ekkert „make or break“ í framvindunni Már segir í samtali við Vísi, inntur eftir því hvaða þýðingu þessar nýju upplýsingar hafi fyrir framhaldið, að það sé óljóst, til að mynda varðandi sýkingarmátt og klínískt mat. „Menn eru að reyna að skilja þetta [veiruna], með það að markmiði að reyna að finna veikleika í veirunni og búa til lyf og bóluefni. Ég held að það sé eiginlega staðan og svo eru þetta fræðilegar vangaveltur sem við vitum ekki hvaða þýðingu hefur út í samfélagið, ef einhverjar,“ segir Már. „Ég held það sé ekki sérstaklega gott að vera að velta sér upp úr þessu. […] Fólk hefur verið að velta fyrir sér hvort þetta þýði að það geti fengið þetta aftur og aftur en við höfum engin gögn þar að lútandi.“ Þannig hafi engin grundvallarbreyting orðið á framvindu veirunnar. „Þetta er ekkert „make or break“ í framvindunni. Þetta eru ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina,“ segir Már.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira