Enski boltinn

Á­fram heldur Mourin­ho að kenna þunnum hóp um slæmt gengi Totten­ham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho á hliðarlínunni í gær.
Mourinho á hliðarlínunni í gær. vísir/getty

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hrósaði sínum leikmönnum fyrir framlag þeirra í bikartapinu gegn Norwich í gærkvöldi en Tottenham datt út eftir vítaspyrnukeppni.

Nokkur meiðsli eru í herbúðum Tottenham og hafa þeir verið að spila í þremur keppnum; enska bikarnum, Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni.

Portúgalinn hefur mikið kvartað undan þunnum hóp og miklu álagi á sömu leikmennina og það hélt áfram eftir leikinn í gær.

„Mér fannst við ekki eiga skilið þessi úrslit en svona er fótboltinn. Eins og við bjuggumst við var þetta erfiður leikur og eins og ég bjóst við voru sumir leikmennirnir í miklum, mklum vandræðum. Þeir reyndu og gáfu allt,“ sagði Mourinho við BBC eftir leikinn.







„Harry Winks var algjörlega dauður. Ég held að hann hafi byrjað 11 eða 12 leiki í röð og það voru margir, margir leikmenn í vandræðum. Ég hef ekkert slæmt að segja um mína leikmenn, þvert á móti, þeir reyndu frábæra hluti.“

„Ég er mjög, mjög svekktur fyrir hönd strákanna. Nú þurfum við að hugsa um hvað er næst og það er á þriðjudaginn í Meistaradeildinni. Ég þarf að tala við félagið því þeir geta ekki spilað á laugardaginn,“ sagði Portúgalinn sem hefur kvartað mikið undir álaginu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×