Liverpool búið tapa fleiri leikjum en þrennulið Manchester United frá 1998-99 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 12:00 Ronny Johnsen, Teddy Sheringham, Dwight Yorke, Ole Gunnar Solskjaer og Ryan Giggs fagna sigri Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999. Getty/Pierre Minier Liverpool liðið á þessu tímabili hefur verið borið mikið saman við þrennulið Manchester United frá 1998-99 en með tapinu á móti Chelsea í gær missti Liverpool af tveimur möguleikum á að jafna árangur þessa United liðs. Liverpool datt út úr ensku bikarkeppninni í gær og á því ekki lengur möguleika á að vinna þrennuna á þessu tímabili. Liverpool er svo gott sem orðið enskur meistari og getur líka ennþá unnið Meistaradeildina. Manchester United vann ensku deildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeildina vorið 1999. En Liverpool datt líka aftur úr Manchester United liðinu með því að tapa sínum sjötta leik á tímabilinu á Stamford Bridge í gær. Manchester United vann kannski færri deildarleiki en Liverpool þetta tímabil fyrir 21 ári síðan en þegar kemur að tapleikjum þá voru þeir aðeins fimm samtals hjá United á allri leiktíðinni. Fimmti og síðasti tapleikur Manchester United liðsins tímabilið 1998-99 kom í deildarleik á móti Middlesbrough fimm dögum fyrir jól en United menn töpuðu ekki leik eftir 19. desember. Manchester United tryggði sér síðan enska meistaratitilinn (16. maí), enska bikarmeistaratitilinn (22. maí) og Evrópumeistaratitilinn (26. maí) á tíu ótrúlegum dögum vorið 1999. Liverpool var búið að tapa þremur leikjum 19. desember í fyrra þar af einum þeirra með krakkaliðið sitt á móti Aston Villa. Liverpool hefur nú tapað þremur leikjum á aðeins tveimur vikum og er því komið upp í sex tapleiki samanlagt.Töp Liverpool liðsins 2019-20 4. ágúast á móti Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn (vítakeppni) 17. september á móti Napoli í Meistaradeildnni (0-2) 17. desember á móti Aston Villa í enska deildarbikarnum (0-5) 18. febrúar á móti Atlético Madrid í Meistaradeildinni (0-1) 29. febrúar á móti Watford í deildinni (0-3) 3. mars á móti Chelsea í enska bikarnum (0-2)Töp Manchester United liðsins 1998-99 9. ágúst á móti Arsenal í leiknum um Góðgerðaskjöldinn (0-3) 20. september á móti Arsenal í deildinni (0-3) 21. nóvember á móti Sheffield Wednesday í deildinni (1-3) 2. desember á móti Tottenham í enska deildarbikarnum (1-3) 19. desember á móti Middlesbrough í deildinni (2-3) Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Liverpool liðið á þessu tímabili hefur verið borið mikið saman við þrennulið Manchester United frá 1998-99 en með tapinu á móti Chelsea í gær missti Liverpool af tveimur möguleikum á að jafna árangur þessa United liðs. Liverpool datt út úr ensku bikarkeppninni í gær og á því ekki lengur möguleika á að vinna þrennuna á þessu tímabili. Liverpool er svo gott sem orðið enskur meistari og getur líka ennþá unnið Meistaradeildina. Manchester United vann ensku deildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeildina vorið 1999. En Liverpool datt líka aftur úr Manchester United liðinu með því að tapa sínum sjötta leik á tímabilinu á Stamford Bridge í gær. Manchester United vann kannski færri deildarleiki en Liverpool þetta tímabil fyrir 21 ári síðan en þegar kemur að tapleikjum þá voru þeir aðeins fimm samtals hjá United á allri leiktíðinni. Fimmti og síðasti tapleikur Manchester United liðsins tímabilið 1998-99 kom í deildarleik á móti Middlesbrough fimm dögum fyrir jól en United menn töpuðu ekki leik eftir 19. desember. Manchester United tryggði sér síðan enska meistaratitilinn (16. maí), enska bikarmeistaratitilinn (22. maí) og Evrópumeistaratitilinn (26. maí) á tíu ótrúlegum dögum vorið 1999. Liverpool var búið að tapa þremur leikjum 19. desember í fyrra þar af einum þeirra með krakkaliðið sitt á móti Aston Villa. Liverpool hefur nú tapað þremur leikjum á aðeins tveimur vikum og er því komið upp í sex tapleiki samanlagt.Töp Liverpool liðsins 2019-20 4. ágúast á móti Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn (vítakeppni) 17. september á móti Napoli í Meistaradeildnni (0-2) 17. desember á móti Aston Villa í enska deildarbikarnum (0-5) 18. febrúar á móti Atlético Madrid í Meistaradeildinni (0-1) 29. febrúar á móti Watford í deildinni (0-3) 3. mars á móti Chelsea í enska bikarnum (0-2)Töp Manchester United liðsins 1998-99 9. ágúst á móti Arsenal í leiknum um Góðgerðaskjöldinn (0-3) 20. september á móti Arsenal í deildinni (0-3) 21. nóvember á móti Sheffield Wednesday í deildinni (1-3) 2. desember á móti Tottenham í enska deildarbikarnum (1-3) 19. desember á móti Middlesbrough í deildinni (2-3)
Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira