Engin ástæða til að örvænta en segir að Liverpool verði að vinna fyrir Atletico leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 11:00 Virgil van Dijk hefur séð andstæðinga Liverpool liðsins skora fimm mörk hjá sér á síðustu 180 mínútum eða mark á 36 mínútna fresti. Getty/Sebastian Frej Liverpool liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og liðið sem var ósigrandi í marga mánuði virðist vera í tómu tjóni á báðum helmingum vallarins. Pistlahöfundur breska ríkisútvarpsins segir að það sé doði yfir liðinu. Liverpool datt út úr ensku bikarkeppninni í gærkvöldi eftir 2-0 tap á móti Chelsea á Stamford Bridge og hefur því tapað tveimur leikjum með markatölunni 0-5 samanlagt á aðeins nokkrum dögum. Liðið steinlá 3-0 á móti Watford í leiknum á undan. Liðið sem lék 44 deildarleiki í röð án þess að tapa og tapaði ekki leik í ensku úrvalsdeildinni í meira en heilt ár hefur átt erfiða og ósannfarandi daga að undanförnu. Eftir vetrarfríið er ekki eins og um sama lið sé að ræða og fyrir fríið sem Jürgen Klopp var svo harður á að hans menn fengu. Phil McNulty skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið um ástandið hjá Liverpool liðinu eftir þrjú töp fjórum leikjum og aðeins eitt mark á síðustu 360 mínútum. Hann segir að auðvitað sé viðbrögðin við þessu slaka gengi sterkari vegna þess hversu vel hafi gengið hjá Liverpool fram að því. "Liverpool are currently looking lethargic." Why Liverpool need to smooth things out as soon as possible: https://t.co/5yYMzJo86Ipic.twitter.com/pCC7uMcS09— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2020 Það sem er mest sláandi og Phil McNulty skrifar líka um er að krafturinn og áræðnin sem Liverpool hefur fengið svo mikið hrós fyrri virðist ekki lengur vera til staðar hjá leikmönnum liðsins. Leikmennirnir virka daufir og kraftlitir inn á vellinum og þetta hefur ekki verið neinn þungarokksfótbolti í síðustu leikjum. Það mátti líka fljótt sjá mikinn pirring í leikmönnum liðsins sem hefur ekki verið til staðar þrátt fyrir mótlæti fyrr á leiktíðinni. Þá hélt Liverpool liðið alltaf áfram og hefur mörgum sinnum náð að tryggja sér sigurinn í lok leikja. Í síðustu leikjum hefur lítið verið að frétta af slíku eftir að liðið lenti undir í leikjunum. Bitlaus sóknarleikur og óöryggi í öllu uppspili liðsins. „Liverpool mun finna sigurtaktinn aftur og það eru miklar líkur á því að það gerist strax á móti Bournemouth á Anfield um helgina en það fór heldur ekki framhjá neinum að það var sárt fyrir Klopp og hans leikmenn að tapa í gær eins og mátti sjá á viðbrögðum þeirra,“ skrifaði Phil McNulty. They may be Premier League champions in waiting... But Liverpool are out of the #FACup. Full story https://t.co/0Z3QJYZO3A#bbcfacup#bbcfootball#CHELIV#CFC#LFCpic.twitter.com/t8xhX9MtkL— BBC Sport (@BBCSport) March 3, 2020 „Ef við þurfum próf fyrir karakter Liverpool liðsins þá mun það próf koma í seinni leiknum á móti harðgerðu liði Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Liverpool liðið hefur staðist nánast öll stóru prófin undanfarin tvö ár. Nú er það þessi leikur á móti þessu klóka liði Atletico og hinum bardagaglaða þjálfara þeirra Diego Simeone á Anfield 11. mars,“ skrifaði McNulty. „Liverpool liðið hefur verið ólíkt sjálfu sér síðustu vikur en Klopp hlýtur samt að vera bjartsýnn á að hans menn finni sjálfan sig aftur áður en Simeone kemur í bæinn,“ skrifaði McNulty „Liverpool er búið að vinna ensku úrvalsdeildina en Klopp og lærisveinar hans verða að laga vankanta síðustu vikna áður en Simeone og hans menn mæta á svæðið í leik sem verður sannkallað stríð á Anfield,“ skrifaði Phil McNulty en það smá lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig Sjá meira
Liverpool liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og liðið sem var ósigrandi í marga mánuði virðist vera í tómu tjóni á báðum helmingum vallarins. Pistlahöfundur breska ríkisútvarpsins segir að það sé doði yfir liðinu. Liverpool datt út úr ensku bikarkeppninni í gærkvöldi eftir 2-0 tap á móti Chelsea á Stamford Bridge og hefur því tapað tveimur leikjum með markatölunni 0-5 samanlagt á aðeins nokkrum dögum. Liðið steinlá 3-0 á móti Watford í leiknum á undan. Liðið sem lék 44 deildarleiki í röð án þess að tapa og tapaði ekki leik í ensku úrvalsdeildinni í meira en heilt ár hefur átt erfiða og ósannfarandi daga að undanförnu. Eftir vetrarfríið er ekki eins og um sama lið sé að ræða og fyrir fríið sem Jürgen Klopp var svo harður á að hans menn fengu. Phil McNulty skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið um ástandið hjá Liverpool liðinu eftir þrjú töp fjórum leikjum og aðeins eitt mark á síðustu 360 mínútum. Hann segir að auðvitað sé viðbrögðin við þessu slaka gengi sterkari vegna þess hversu vel hafi gengið hjá Liverpool fram að því. "Liverpool are currently looking lethargic." Why Liverpool need to smooth things out as soon as possible: https://t.co/5yYMzJo86Ipic.twitter.com/pCC7uMcS09— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2020 Það sem er mest sláandi og Phil McNulty skrifar líka um er að krafturinn og áræðnin sem Liverpool hefur fengið svo mikið hrós fyrri virðist ekki lengur vera til staðar hjá leikmönnum liðsins. Leikmennirnir virka daufir og kraftlitir inn á vellinum og þetta hefur ekki verið neinn þungarokksfótbolti í síðustu leikjum. Það mátti líka fljótt sjá mikinn pirring í leikmönnum liðsins sem hefur ekki verið til staðar þrátt fyrir mótlæti fyrr á leiktíðinni. Þá hélt Liverpool liðið alltaf áfram og hefur mörgum sinnum náð að tryggja sér sigurinn í lok leikja. Í síðustu leikjum hefur lítið verið að frétta af slíku eftir að liðið lenti undir í leikjunum. Bitlaus sóknarleikur og óöryggi í öllu uppspili liðsins. „Liverpool mun finna sigurtaktinn aftur og það eru miklar líkur á því að það gerist strax á móti Bournemouth á Anfield um helgina en það fór heldur ekki framhjá neinum að það var sárt fyrir Klopp og hans leikmenn að tapa í gær eins og mátti sjá á viðbrögðum þeirra,“ skrifaði Phil McNulty. They may be Premier League champions in waiting... But Liverpool are out of the #FACup. Full story https://t.co/0Z3QJYZO3A#bbcfacup#bbcfootball#CHELIV#CFC#LFCpic.twitter.com/t8xhX9MtkL— BBC Sport (@BBCSport) March 3, 2020 „Ef við þurfum próf fyrir karakter Liverpool liðsins þá mun það próf koma í seinni leiknum á móti harðgerðu liði Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Liverpool liðið hefur staðist nánast öll stóru prófin undanfarin tvö ár. Nú er það þessi leikur á móti þessu klóka liði Atletico og hinum bardagaglaða þjálfara þeirra Diego Simeone á Anfield 11. mars,“ skrifaði McNulty. „Liverpool liðið hefur verið ólíkt sjálfu sér síðustu vikur en Klopp hlýtur samt að vera bjartsýnn á að hans menn finni sjálfan sig aftur áður en Simeone kemur í bæinn,“ skrifaði McNulty „Liverpool er búið að vinna ensku úrvalsdeildina en Klopp og lærisveinar hans verða að laga vankanta síðustu vikna áður en Simeone og hans menn mæta á svæðið í leik sem verður sannkallað stríð á Anfield,“ skrifaði Phil McNulty en það smá lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti