Áhrif kórónuveirunnar á vinnumarkaðinn Valur Þór Gunnarsson skrifar 3. mars 2020 17:00 Nú þegar upp eru komin nokkur tilfelli af kórónaveirusmiti hér á landi (e. COVID-19) vakna ýmsar spurningar hvernig íslenski vinnumarkaðurinn er í stakk búinn til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Munu vinnustaðir þar sem smit koma upp loka í 2 vikur? Munu starfsmenn hafa aðgang að nægilega góðum tólum og tækjum að heiman þannig að þeir geti sinnt vinnu sinni? Hvaða vinnustaðir munu ná að aðlaga sig og hverjir munu hægja á starfsemi sinni eða jafnvel loka tímabundið? Nú þegar hafa alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Nestle, Unilever og L’Oreal sett strangar reglur og jafnvel farbann á starfsfólk sitt og samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur frestað árlegri þróunarráðsstefnu sinni. Ég spái því að á næstunni munu fleiri vinnustaðir aðlaga sig breyttum aðstæðum og móta stefnu er gerir starfsfólki kleift að vinna fjarvinnu og þjónusta viðskiptavini án þess að ferðast á milli staða. Fyrirtæki munu setja upp vinnuferla er vinna gegn því að setja vinnufélaga og þá sem eru með veikburða ónæmiskerfi í ónauðsynlega smithættu. Það að sótthreinsa hurðarhúna, lyklaborð og kúlupenna verður jafn sjálfsagt og að fara og sækja sér kaffibolla. Fyrirtæki geta þegar í dag undirbúið sig og starfsfólk sitt fyrir að nýta tækni er auðveldar fjarsamskipti og þjónustu með rafrænum hætti. Nýir vinnuferlar kalla á nýjar lausnir Það þarf ekki að horfa út í heim fyrir lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að takast á við breyttar aðstæður. Vinnuveitendur þurfa að veita starfsfólki besta mögulega stuðning og taka frumkvæði við að móta nýja ferla þegar kemur að vinnuumhverfi starfsfólks. Ábyrgð okkar vinnuveitenda er að koma í veg fyrir smit svo að ekki skapist óþarfa álag heilbrigðiskerfið. Nota má fjarfundabúnað í stað þess að kalla starfsfólk saman. Nota má rafrænar samskiptaleiðir eins og Slack eða Microsoft Teams til að straumlínulaga samskipti. Nota má rafrænar undirritanir í stað þessa að skrifa undir á pappír. Huga þarf að þjálfun stjórnenda í samskiptum við undirmenn og setja skýrar væntingar til þess hvenær starfsfólk ætti að mæta til vinnu og hvenær ekki. Huga þarf að ferlum varðandi ferðalög og þátttöku starfsmanna í ráðstefnum. Að lokum má segja að áskoranir framundan séu tækifæri til stjórnenda til að gera meira en að læra réttan handþvott og nýjar leiðir til að heilsast. Tækifærin felast í því að skoða nýjar leiðir við að vinna vinnuna okkar án þess að það bitni á heilsu starfsfólks eða viðskiptavina. Höfundur er framkvæmdastjóri og meðstofnandi Taktikal, hugbúnaðarfyrirtækis er sérhæfir sig í sjálfvirkum ferlum og lausnum fyrir rafrænar undirritanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú þegar upp eru komin nokkur tilfelli af kórónaveirusmiti hér á landi (e. COVID-19) vakna ýmsar spurningar hvernig íslenski vinnumarkaðurinn er í stakk búinn til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Munu vinnustaðir þar sem smit koma upp loka í 2 vikur? Munu starfsmenn hafa aðgang að nægilega góðum tólum og tækjum að heiman þannig að þeir geti sinnt vinnu sinni? Hvaða vinnustaðir munu ná að aðlaga sig og hverjir munu hægja á starfsemi sinni eða jafnvel loka tímabundið? Nú þegar hafa alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Nestle, Unilever og L’Oreal sett strangar reglur og jafnvel farbann á starfsfólk sitt og samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur frestað árlegri þróunarráðsstefnu sinni. Ég spái því að á næstunni munu fleiri vinnustaðir aðlaga sig breyttum aðstæðum og móta stefnu er gerir starfsfólki kleift að vinna fjarvinnu og þjónusta viðskiptavini án þess að ferðast á milli staða. Fyrirtæki munu setja upp vinnuferla er vinna gegn því að setja vinnufélaga og þá sem eru með veikburða ónæmiskerfi í ónauðsynlega smithættu. Það að sótthreinsa hurðarhúna, lyklaborð og kúlupenna verður jafn sjálfsagt og að fara og sækja sér kaffibolla. Fyrirtæki geta þegar í dag undirbúið sig og starfsfólk sitt fyrir að nýta tækni er auðveldar fjarsamskipti og þjónustu með rafrænum hætti. Nýir vinnuferlar kalla á nýjar lausnir Það þarf ekki að horfa út í heim fyrir lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að takast á við breyttar aðstæður. Vinnuveitendur þurfa að veita starfsfólki besta mögulega stuðning og taka frumkvæði við að móta nýja ferla þegar kemur að vinnuumhverfi starfsfólks. Ábyrgð okkar vinnuveitenda er að koma í veg fyrir smit svo að ekki skapist óþarfa álag heilbrigðiskerfið. Nota má fjarfundabúnað í stað þess að kalla starfsfólk saman. Nota má rafrænar samskiptaleiðir eins og Slack eða Microsoft Teams til að straumlínulaga samskipti. Nota má rafrænar undirritanir í stað þessa að skrifa undir á pappír. Huga þarf að þjálfun stjórnenda í samskiptum við undirmenn og setja skýrar væntingar til þess hvenær starfsfólk ætti að mæta til vinnu og hvenær ekki. Huga þarf að ferlum varðandi ferðalög og þátttöku starfsmanna í ráðstefnum. Að lokum má segja að áskoranir framundan séu tækifæri til stjórnenda til að gera meira en að læra réttan handþvott og nýjar leiðir til að heilsast. Tækifærin felast í því að skoða nýjar leiðir við að vinna vinnuna okkar án þess að það bitni á heilsu starfsfólks eða viðskiptavina. Höfundur er framkvæmdastjóri og meðstofnandi Taktikal, hugbúnaðarfyrirtækis er sérhæfir sig í sjálfvirkum ferlum og lausnum fyrir rafrænar undirritanir.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun