Hver er í raun sigurvegari? Bjarni Pétur Marel Jónasson skrifar 3. mars 2020 15:00 Ég tók ákvörðun um að fara ekki strax í háskóla heldur vinna mér inn pening fyrst til að ferðast og reyna fá víðari sýn á heiminn og vissulega njóta á sama tíma viðurkenni ég. En ég hef verið að gera það síðustu þrjár vikurnar og eitt sem ég hef saknað mest er að opna dagblaðið til að lesa greinar og mynda mér skoðun um innihaldið, mína eigin skoðun, án þess að einhver gagnrýni hvað mér finnst, setur út á það að ég setti „like“ við greinina eða vogaði mér að deila henni. Og svo tala ég ekki um þegar maður ósjálfrátt fer að lesa ummælin og sjá fólkið drulla yfir hvert annað fyrir að hafa ekki sömu skoðun og þau, rakka þau niður persónulega, segja að þau hafi rangt fyrir sér og vera með óþarfa skítkast þar sem umræðan sem þar fer fram á við engin rök að styðjast og langt frá því að veita fólki víðari sýn á málefninu. En er það hægt? Getur fólk fullyrt það að aðrir hafi ranga skoðun á einhverju ákveðnu máli, það getur vissulega verið ósammála henni en skoðun er eitthvað sem þú átt sjálfur og getur ekki verið röng. Maður getur haft skoðun á mörgu, mörgu sem er ekki vinsælt í dag að hafa skoðun á og jafnvel tíðkast ekki í nútímasamfélagi, en þetta er manns eigin skoðun og hún getur ekki verið röng gagnvart sjálfum sér þó vissulega öðrum gæti fundist hún vera það. Út af þessu hef ég velt fyrir mér hver er í raun sigurvegari í kommentastríðinu. Er það sá sem á síðustu færsluna, sama hversu ljót hún er og hvort sem hún snýr enn þá að málefninu eða er komin út í árás á persónuna sjálfa. Er það sá sem fær flest „like-in“ við sitt ummæli hvort sem hann nefndi einn hlut sem átti við rök að styðjast eður ei. Eða er það sá aðili sem hættir þegar málefnið er farið út í móa og þ.a.l. tekur á sig skítkast sem fylgdi síðasta ummæli. Fyrir mitt leyti er það fjórði kosturinn, ósýnilegi kosturinn og það er að það er enginn sigurvegari. Þegar umræðan er kominn á svona lágt plan eins og hún gerir allt of oft getur enginn verið sigurvegari. Þrátt fyrir þessa skoðun mína sem margir eru kannski ósammála finnst mér mjög gaman að rökræða, hef alveg unað af því en það er fátt sem ég hata meira en að rífast við fólk og sérstaklega þegar það er bara að rífast út af engu. Enda kemur aldrei neitt gott út úr því að rífast og vera með leiðindi við aðra. Við skulum virða skoðanir annarra og vera góð hvert við annað, þótt þetta sé bara á netinu því það er ekkert „bara“ í því. Hugsa okkur fyrst um áður en við skrifum eitthvað ljótt um aðra, við erum öll mennsk og með tilfinningar. Þessa vísu hafið þið trúlega oft heyrt kveðna áður en eins og sagt er þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Eða það er allavega mín skoðun. Höfundur er gjaldkeri Ungra sjálfstæðismanna í Ísafjarðabæ, Fylkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Bjarni Pétur Marel Jónasson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég tók ákvörðun um að fara ekki strax í háskóla heldur vinna mér inn pening fyrst til að ferðast og reyna fá víðari sýn á heiminn og vissulega njóta á sama tíma viðurkenni ég. En ég hef verið að gera það síðustu þrjár vikurnar og eitt sem ég hef saknað mest er að opna dagblaðið til að lesa greinar og mynda mér skoðun um innihaldið, mína eigin skoðun, án þess að einhver gagnrýni hvað mér finnst, setur út á það að ég setti „like“ við greinina eða vogaði mér að deila henni. Og svo tala ég ekki um þegar maður ósjálfrátt fer að lesa ummælin og sjá fólkið drulla yfir hvert annað fyrir að hafa ekki sömu skoðun og þau, rakka þau niður persónulega, segja að þau hafi rangt fyrir sér og vera með óþarfa skítkast þar sem umræðan sem þar fer fram á við engin rök að styðjast og langt frá því að veita fólki víðari sýn á málefninu. En er það hægt? Getur fólk fullyrt það að aðrir hafi ranga skoðun á einhverju ákveðnu máli, það getur vissulega verið ósammála henni en skoðun er eitthvað sem þú átt sjálfur og getur ekki verið röng. Maður getur haft skoðun á mörgu, mörgu sem er ekki vinsælt í dag að hafa skoðun á og jafnvel tíðkast ekki í nútímasamfélagi, en þetta er manns eigin skoðun og hún getur ekki verið röng gagnvart sjálfum sér þó vissulega öðrum gæti fundist hún vera það. Út af þessu hef ég velt fyrir mér hver er í raun sigurvegari í kommentastríðinu. Er það sá sem á síðustu færsluna, sama hversu ljót hún er og hvort sem hún snýr enn þá að málefninu eða er komin út í árás á persónuna sjálfa. Er það sá sem fær flest „like-in“ við sitt ummæli hvort sem hann nefndi einn hlut sem átti við rök að styðjast eður ei. Eða er það sá aðili sem hættir þegar málefnið er farið út í móa og þ.a.l. tekur á sig skítkast sem fylgdi síðasta ummæli. Fyrir mitt leyti er það fjórði kosturinn, ósýnilegi kosturinn og það er að það er enginn sigurvegari. Þegar umræðan er kominn á svona lágt plan eins og hún gerir allt of oft getur enginn verið sigurvegari. Þrátt fyrir þessa skoðun mína sem margir eru kannski ósammála finnst mér mjög gaman að rökræða, hef alveg unað af því en það er fátt sem ég hata meira en að rífast við fólk og sérstaklega þegar það er bara að rífast út af engu. Enda kemur aldrei neitt gott út úr því að rífast og vera með leiðindi við aðra. Við skulum virða skoðanir annarra og vera góð hvert við annað, þótt þetta sé bara á netinu því það er ekkert „bara“ í því. Hugsa okkur fyrst um áður en við skrifum eitthvað ljótt um aðra, við erum öll mennsk og með tilfinningar. Þessa vísu hafið þið trúlega oft heyrt kveðna áður en eins og sagt er þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Eða það er allavega mín skoðun. Höfundur er gjaldkeri Ungra sjálfstæðismanna í Ísafjarðabæ, Fylkir.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar