Ekkert barn á aldrinum 0-9 ára látist af völdum kórónuveirunnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. mars 2020 19:00 Dánartíðni af völdum kórónuveirunnar eykst verulega eftir 60 ára aldur. Um 89.260 manns eru smitaðir á heimsvísu af kórónuveirunni og hafa 3048 látist. Samkvæmt upplýsingum frá Worldometers hefur ekkert barn á aldrinum 0-9 ára látist eftir að hafa veikst og afar lítil hætta er á því þar til fólk er á sjötugsaldri. Hún er svo komin í um 15% hjá 80 ára og eldri. Ríkislögreglustjóri lýsti á föstudag yfir hættustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru. Fólki er bent á að fara að ráðleggingum vegna faraldursins á vef Landlæknis. Handþvottur mikilvægastur Sóttvarnarlæknir hefur sent frá sér ítarlegar leiðbeiningar til landsmanna vegna kórónufaraldursins á vefnum landlaeknir.is. Þar er að finna upplýsingar fyrir almenning, heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila, atvinnulíf og ferðaþjónustu. Kórónuveiran smitast með snerti- og dropasmiti frá veikum einstaklingi. Ekki hefur verið staðfest að fólk smiti áður en einkenni koma fram en sumir fá lítil einkenni og geta smitað. Til að forðast smit er fólki fyrst og fremst ráðlagt að þvo sér vel um hendur með vatni og sápu. Þegar fólk hefur komið við sameiginlega snertifleti eins og hurðahúna eða tekið við hlutum frá öðrum ráðlagt að nota handspritt. Þá á að forðast samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni. Grímur nýtast best þegar þeir sem eru veikir nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt. Við þrif eftir aðra ætti að nota einnota hanska. Fólk er ráðlagt að sleppa því að ferðast til skilgreindra áhættusvæða þar sem samfélagsmit er talið útbreytt. Ingibjörg Garðarsdóttir lyfsali í Lyfju Grafarholti segir að handspritt hafi verið að skornum skammti síðustu daga. Handspritt af skornum skammti Söluaukning milli ára á handspritti hjá Lyfju nemur mörg hundruðum prósenta og hefur víða verið skortur á því. Nokkrir komu í apótek Lyfju í Grafarholti meðan blaðamaður var þar til að spyrjast fyrir um handspritt sem var ekki fáanlegt þá stundina. Þó voru seldir bakterídrepandi klútar. Ingibjörg Garðarsdóttir lyfsali í Lyfju Grafarholti segir að eftirspurnin hafi verið gríðarleg síðustu daga. „Handsprittið er búið í mörgum búðum en það er til sums staðar og við reynum að flytja á milli verslana svo eitthvað sé til,“ segir Ingibjörg. Von er á stórri sendingu í lok vikunnar. „Birgjar ætla hins vegar að passa að sjúkrahúsin eigi nóg og verður handspritt skammtað til lyfsala. Í næstu viku kemur svo önnur sending,“ segir Ingibjörg. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mælist til að prestar kveðji ekki söfnuð sinn með handabandi að lokinni athöfn vegna kórónuveirufaraldsins.Vísir/baldur Prestar kveðji ekki með handabandi Flest fyrirtæki og stofnanir hafa sent starfsfólki og viðskiptavinum leiðbeiningar um hvernig best sé að haga sér vegna kórónuveirufaraldursins. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa sent leiðbeiningar til starfsmanna sinna og viðskiptavina. Þeirra á meðal er Biskup Íslands sem mælir meðal annars með því að prestar sleppi því að kveðja með handabandi í lok messu, þá er ekki lengur talið óhætt að allir dýfi brauðinu í sama kaleikinn við altarisgöngu og því síður að allir bergi af sama bikarnum. Ættingjar fólks á dvalar-og hjúkrunarheimilum er beðnir að koma ekki í heimsókn ef þeir eru með flensueinkenni eða hafa ferðast til áhættusvæða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 09:39 Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. mars 2020 19:19 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Um 89.260 manns eru smitaðir á heimsvísu af kórónuveirunni og hafa 3048 látist. Samkvæmt upplýsingum frá Worldometers hefur ekkert barn á aldrinum 0-9 ára látist eftir að hafa veikst og afar lítil hætta er á því þar til fólk er á sjötugsaldri. Hún er svo komin í um 15% hjá 80 ára og eldri. Ríkislögreglustjóri lýsti á föstudag yfir hættustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru. Fólki er bent á að fara að ráðleggingum vegna faraldursins á vef Landlæknis. Handþvottur mikilvægastur Sóttvarnarlæknir hefur sent frá sér ítarlegar leiðbeiningar til landsmanna vegna kórónufaraldursins á vefnum landlaeknir.is. Þar er að finna upplýsingar fyrir almenning, heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila, atvinnulíf og ferðaþjónustu. Kórónuveiran smitast með snerti- og dropasmiti frá veikum einstaklingi. Ekki hefur verið staðfest að fólk smiti áður en einkenni koma fram en sumir fá lítil einkenni og geta smitað. Til að forðast smit er fólki fyrst og fremst ráðlagt að þvo sér vel um hendur með vatni og sápu. Þegar fólk hefur komið við sameiginlega snertifleti eins og hurðahúna eða tekið við hlutum frá öðrum ráðlagt að nota handspritt. Þá á að forðast samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni. Grímur nýtast best þegar þeir sem eru veikir nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt. Við þrif eftir aðra ætti að nota einnota hanska. Fólk er ráðlagt að sleppa því að ferðast til skilgreindra áhættusvæða þar sem samfélagsmit er talið útbreytt. Ingibjörg Garðarsdóttir lyfsali í Lyfju Grafarholti segir að handspritt hafi verið að skornum skammti síðustu daga. Handspritt af skornum skammti Söluaukning milli ára á handspritti hjá Lyfju nemur mörg hundruðum prósenta og hefur víða verið skortur á því. Nokkrir komu í apótek Lyfju í Grafarholti meðan blaðamaður var þar til að spyrjast fyrir um handspritt sem var ekki fáanlegt þá stundina. Þó voru seldir bakterídrepandi klútar. Ingibjörg Garðarsdóttir lyfsali í Lyfju Grafarholti segir að eftirspurnin hafi verið gríðarleg síðustu daga. „Handsprittið er búið í mörgum búðum en það er til sums staðar og við reynum að flytja á milli verslana svo eitthvað sé til,“ segir Ingibjörg. Von er á stórri sendingu í lok vikunnar. „Birgjar ætla hins vegar að passa að sjúkrahúsin eigi nóg og verður handspritt skammtað til lyfsala. Í næstu viku kemur svo önnur sending,“ segir Ingibjörg. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mælist til að prestar kveðji ekki söfnuð sinn með handabandi að lokinni athöfn vegna kórónuveirufaraldsins.Vísir/baldur Prestar kveðji ekki með handabandi Flest fyrirtæki og stofnanir hafa sent starfsfólki og viðskiptavinum leiðbeiningar um hvernig best sé að haga sér vegna kórónuveirufaraldursins. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa sent leiðbeiningar til starfsmanna sinna og viðskiptavina. Þeirra á meðal er Biskup Íslands sem mælir meðal annars með því að prestar sleppi því að kveðja með handabandi í lok messu, þá er ekki lengur talið óhætt að allir dýfi brauðinu í sama kaleikinn við altarisgöngu og því síður að allir bergi af sama bikarnum. Ættingjar fólks á dvalar-og hjúkrunarheimilum er beðnir að koma ekki í heimsókn ef þeir eru með flensueinkenni eða hafa ferðast til áhættusvæða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 09:39 Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. mars 2020 19:19 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 09:39
Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44
Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. mars 2020 19:19