Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Andri Eysteinsson skrifar 2. mars 2020 17:44 Alls hafa sex smit greinst hér á landi. Vísir/Vilhelm Þrjú kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 19 sýni voru rannsökuð í dag á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Um er að ræða fólk á sextugsaldri sem komu til landsins með flugi frá ítölsku borginni Veróna á laugardag. Heildarfjöldi smita hér á landi hefur því tvöfaldast og eru nú sex kórónuveirusmit staðfest hérlendis. Hin smituðu, tvær konur og einn karl, eru búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru ekki mikið veik en sýna þó dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdóms, hósta, hita og beinverki. Áður hafði einn farþegi vélarinnar frá Veróna verið greindur með smit. Öllum þeim sem komu til landsins með vélinni hefur verið ráðlagt að fara í sóttkví. Þá hafði kona á fimmtugsaldir greinst með veiruna eftir komuna frá München, hún hafði þó einnig verið á skíðum á Ítalíu. Allir sem hafa greinst með veiruna hér á landi eiga það sameiginlegt að hafa dvalið á Ítalíu en landið í heild sinni hefur nú verið skilgreint sem áhættusvæði. Maðurinn sem greindist fyrstur hefur verið útskrifaður af Landspítalanum og eru því allir sem greinst hafa í heimaeinangrun. Farþegar frá München og Veróna í sóttkví Smitrannsóknateymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sóttvarnalæknis vinnur nú að því að rekja smitleiðir í tengslum við þessi nýju tilfelli. Á síðustu tveimur dögum hefur teymið haft samband við um 115 einstaklinga. Mikill meirihluti þeirra var um borð í flugvél Icelandair sem kom frá Veróna á laugardaginn. Meirihluti þeirra sem komu til landsins með flugi frá München höfðu dvalist í Austurríki og í Þýskalandi, sem ekki eru skilgreind sem hættusvæði. 30 manna hópur þurfti því að fara í sóttkví eftir flugið frá München. Allir farþegarnir frá Veróna fóru í sóttkví. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Þrjú kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 19 sýni voru rannsökuð í dag á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Um er að ræða fólk á sextugsaldri sem komu til landsins með flugi frá ítölsku borginni Veróna á laugardag. Heildarfjöldi smita hér á landi hefur því tvöfaldast og eru nú sex kórónuveirusmit staðfest hérlendis. Hin smituðu, tvær konur og einn karl, eru búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru ekki mikið veik en sýna þó dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdóms, hósta, hita og beinverki. Áður hafði einn farþegi vélarinnar frá Veróna verið greindur með smit. Öllum þeim sem komu til landsins með vélinni hefur verið ráðlagt að fara í sóttkví. Þá hafði kona á fimmtugsaldir greinst með veiruna eftir komuna frá München, hún hafði þó einnig verið á skíðum á Ítalíu. Allir sem hafa greinst með veiruna hér á landi eiga það sameiginlegt að hafa dvalið á Ítalíu en landið í heild sinni hefur nú verið skilgreint sem áhættusvæði. Maðurinn sem greindist fyrstur hefur verið útskrifaður af Landspítalanum og eru því allir sem greinst hafa í heimaeinangrun. Farþegar frá München og Veróna í sóttkví Smitrannsóknateymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sóttvarnalæknis vinnur nú að því að rekja smitleiðir í tengslum við þessi nýju tilfelli. Á síðustu tveimur dögum hefur teymið haft samband við um 115 einstaklinga. Mikill meirihluti þeirra var um borð í flugvél Icelandair sem kom frá Veróna á laugardaginn. Meirihluti þeirra sem komu til landsins með flugi frá München höfðu dvalist í Austurríki og í Þýskalandi, sem ekki eru skilgreind sem hættusvæði. 30 manna hópur þurfti því að fara í sóttkví eftir flugið frá München. Allir farþegarnir frá Veróna fóru í sóttkví. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira