Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Andri Eysteinsson skrifar 2. mars 2020 17:44 Alls hafa sex smit greinst hér á landi. Vísir/Vilhelm Þrjú kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 19 sýni voru rannsökuð í dag á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Um er að ræða fólk á sextugsaldri sem komu til landsins með flugi frá ítölsku borginni Veróna á laugardag. Heildarfjöldi smita hér á landi hefur því tvöfaldast og eru nú sex kórónuveirusmit staðfest hérlendis. Hin smituðu, tvær konur og einn karl, eru búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru ekki mikið veik en sýna þó dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdóms, hósta, hita og beinverki. Áður hafði einn farþegi vélarinnar frá Veróna verið greindur með smit. Öllum þeim sem komu til landsins með vélinni hefur verið ráðlagt að fara í sóttkví. Þá hafði kona á fimmtugsaldir greinst með veiruna eftir komuna frá München, hún hafði þó einnig verið á skíðum á Ítalíu. Allir sem hafa greinst með veiruna hér á landi eiga það sameiginlegt að hafa dvalið á Ítalíu en landið í heild sinni hefur nú verið skilgreint sem áhættusvæði. Maðurinn sem greindist fyrstur hefur verið útskrifaður af Landspítalanum og eru því allir sem greinst hafa í heimaeinangrun. Farþegar frá München og Veróna í sóttkví Smitrannsóknateymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sóttvarnalæknis vinnur nú að því að rekja smitleiðir í tengslum við þessi nýju tilfelli. Á síðustu tveimur dögum hefur teymið haft samband við um 115 einstaklinga. Mikill meirihluti þeirra var um borð í flugvél Icelandair sem kom frá Veróna á laugardaginn. Meirihluti þeirra sem komu til landsins með flugi frá München höfðu dvalist í Austurríki og í Þýskalandi, sem ekki eru skilgreind sem hættusvæði. 30 manna hópur þurfti því að fara í sóttkví eftir flugið frá München. Allir farþegarnir frá Veróna fóru í sóttkví. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Þrjú kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 19 sýni voru rannsökuð í dag á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Um er að ræða fólk á sextugsaldri sem komu til landsins með flugi frá ítölsku borginni Veróna á laugardag. Heildarfjöldi smita hér á landi hefur því tvöfaldast og eru nú sex kórónuveirusmit staðfest hérlendis. Hin smituðu, tvær konur og einn karl, eru búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru ekki mikið veik en sýna þó dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdóms, hósta, hita og beinverki. Áður hafði einn farþegi vélarinnar frá Veróna verið greindur með smit. Öllum þeim sem komu til landsins með vélinni hefur verið ráðlagt að fara í sóttkví. Þá hafði kona á fimmtugsaldir greinst með veiruna eftir komuna frá München, hún hafði þó einnig verið á skíðum á Ítalíu. Allir sem hafa greinst með veiruna hér á landi eiga það sameiginlegt að hafa dvalið á Ítalíu en landið í heild sinni hefur nú verið skilgreint sem áhættusvæði. Maðurinn sem greindist fyrstur hefur verið útskrifaður af Landspítalanum og eru því allir sem greinst hafa í heimaeinangrun. Farþegar frá München og Veróna í sóttkví Smitrannsóknateymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sóttvarnalæknis vinnur nú að því að rekja smitleiðir í tengslum við þessi nýju tilfelli. Á síðustu tveimur dögum hefur teymið haft samband við um 115 einstaklinga. Mikill meirihluti þeirra var um borð í flugvél Icelandair sem kom frá Veróna á laugardaginn. Meirihluti þeirra sem komu til landsins með flugi frá München höfðu dvalist í Austurríki og í Þýskalandi, sem ekki eru skilgreind sem hættusvæði. 30 manna hópur þurfti því að fara í sóttkví eftir flugið frá München. Allir farþegarnir frá Veróna fóru í sóttkví. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira