Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Þór Þ. 90-85 | ÍR öruggt í úrslitakeppni Sæbjörn Steinke skrifar 2. mars 2020 22:00 ÍR-ingar eru alltaf erfiðir heim að sækja. vísir/bára ÍR vann fimm stiga sigur á Þór Þ. eftir spennandi lokakafla í Seljaskóla í kvöld. Georgi Boyanov var frábær hjá heimamönnum og var það hans framlag auk sterkra tauga undir lok leiks sem skóp sigurinn. ÍR er með sigrinum komið í úrslitakeppnina fjórða árið í röð. ÍR tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í nítjándu umferð Domino's deildar karla. Heimamenn voru í sjöunda sæti fyrir leikinn á meðan gestirnir gátu með sigri komið sér upp að hlið Grindavíkur í áttunda sætinu. ÍR vann fyrri leik liðanna eftir frábæran lokafjórðung og því tækifæri fyrir gestina að ná fram hefndum í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu lengstum í fyrri hálfleik en gestirnir náðu að jafna leikinn með körfu rétt fyrir hálfleiksflautið. ÍR leiddi mest með níu stigum í hálfleiknum en gestirnir fundu svörin þegar leið á og gengu liðin jöfn til búningsherbergja. Georgi Boyanov var frábær í fyrri hálfleiknum og skoraði tuttugu stig. Jerome Frink og Halldór Garðar Hermannsson voru stigahæstir hjá gestunum með ellefu og tíu stig. Í þriðja leikhluta mættu gestirnir gífurlega vel stemmdir og náðu fljótlega fjórtán stiga forskoti áður en heimamenn vöknuðu. Heimamenn náðu forskotinu niður og voru lokamínúturnar spennandi. Mikil barátta var í fjórða leikhluta eftir að fyrsta villa þriðja fjórðungs hafi komið þegar rétt rúmar tvær mínútur voru eftir af honum. Bæði lið voru komin í skotrétt snemma í lokafjórðungnum. Gestirnir leiddu með einu stigi þegar um mínúta var eftir en heimamenn voru öflugri þegar allt var undir og sigldu sigrinum heim. Ekki fyrsti leikurinn í vetur sem Þórsarar tapa niður forskoti og ekki í fyrsta sinn í vetur sem ÍR-ingar klára leik í fjórða leikhluta eftir að hafa lent í brasi.Af hverju vann ÍR? Þegar mest á reyndi voru heimamenn öflugri þó það megi einnig segja að Þórsarar hafi glutrað niður unnum leik. ÍR fékk mikið og gott framlag frá Georgi sem elskar að spila fyrir framan Ghetto Hooligans, stuðningsmannasveit ÍR-inga, sem stóð að venju vel fyrir sínu í Seljaskóla. Borche virðist hafa gott lag á því að stýra leik sinna manna þegar mikið er undir og á móti duttu stóru skotin ekki hjá gestunum. Hverjir stóðu upp úr? Georgi Boyanov var besti maður vallarins í kvöld. Hann var kominn með tuttugu stig eftir fyrri hálfleik og endaði með 33 stig, þrettán fráköst og fimm stoðsendingar, alls 45 í heildarframlag. Evan Singletary kom næstur með 24 stig og Sæþór Elmar Kristjánsson skoraði tíu stig. Hjá gestunum var Jerome Frink stigahæstur með 27 stig og hann tók einnig þrettán fráköst. Marko Bakovic kom honum næstur með sautján stig og sjö fráköst. Hvað gekk illa? Þegar tölfræðiskýrslan er skoðuð þá stinga þrír tölfræðiþættir í augun. Fyrst má nefna vítanýtingu gestanna sem var undir 50% í leiknum (7 af 15). Heimamenn skoruðu úr 80% sinna og fóru oftar á línuna (20 af 25). Næst skal nefna stig úr hraðaupphlaupum en ÍR skoraði 22 stig gegn átta gestanna. Síðast af tölfræðiskýrslunni skal nefna framlag frá bekknum en gestirnir voru einungis með fimm stig af bekknum gegn ellefu hjá heimamönnum. Allir í byrjunarliði gestanna skoruðu yfir tíu stig en það var lítið hægt að sækja í stig frá bekknum. Til að loka þessum flokki má nefna litla þátttöku Roberto Kovac hjá ÍR en stórskyttan lék einungis fjórar mínútur hjá heimamönnum þrátt fyrir að Borche hefði sagt í viðtali fyrir leik að allir væru klárir. Eitthvað sá Borche í leik Roberto eða mögulega er Roberto ekki alveg klár í slaginn þar sem hann hefur glímt við meiðsli að undanförnu. Hvað gerist næst? Í tuttugustu umferðinni, þriðju síðustu umferð, mætir ÍR liði Grindavíkur á fimmtudag og sama dag tekur Þór á móti liði Tindastóls í Þorlákshöfn. Þórsarar þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að eiga von á úrslitakeppnissæti og þá verða ÍR-ingar að gera þeim greiða gegn Grindavík. Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. „Tilfinningin er góð. Við vinnum og tryggjum okkur í úrslitakeppnina. Andlega var erfitt að koma inn eftir mánaðarhlé. Við vorum ekki upp á okkar bestu og lendum fjórtán stigum undir í þriðja leikhluta," sagði Borche. „Við skerptum á varnarleiknum og bættum í baráttuna í lokafjórðungnum. Við fengum á okkur eina villu í þriðja leikhluta og hún kom seint í honum. Ég var ekki ánægður með það. Leikmenn gáfu allt sem þeir áttu í lokafjórðunginn og fjórða tímabilið í röð erum við komnir í úrslitakeppni. Það er það mikilvægasta í þessu." Borche hélt áfram að tala um afrekið að komast í úrslitakeppnina og sagði hann marga hafa efast um ágæti ÍR-liðsins og sumir hafi gengið svo langt að spá liðinu falli. Borche segir sitt lið þurfa að bæta sig mikið ef það ætli sér einhverja hluti í úrslitakeppnina en hversu mikilvægt var það fyrir Borche að sanna fyrir þeim sem efuðust um ÍR-liðið í upphafi móts að meira væri spunnið í liðið en þeir héldu? „Þeir höfðu ekki rangt fyrir sér þegar talað var um að margir væru farnir frá því í fyrra. Við byggðum upp nýtt lið og þó það sé ekki fullkomið jafnvægi í því þá gefa allir allt sem þeir eiga í leikina og þess vegna erum við á þessum stað." „Markmiðið var upphaflega að halda okkur uppi en svo þegar leið á stefndum við á úrslitakeppni, frábært að ná því þegar þrír leikir eru eftir. Nú spilum við upp á stoltið og undirbúum okkur fyrir úrslitakeppnina," sagði Borche að lokum. Sæþór: Vildi að Ghetto Hooligans gætu verið með okkur í öllum leikjum „Þetta er frábært. Þetta var úrslitakeppnisleikur fyrir okkur til að gulltryggja okkur inn í hana," sagði Sæþór Elmar Kristjánsson, leikmaður ÍR við Vísi eftir leik. Líkt og áður í vetur lendir ÍR undir en nær svo að grafa sig upp úr holunni þegar mest reynir á. „Við erum mjög duglegir að leyfa liðum að vera alveg í rassgatinu á okkur. Þegar við komumst yfir hleypum við þeim alltaf aftur inn í leikinn. Við héldum áfram í kvöld og kláruðum leikinn" Sæþór skoraði sjálfur tíu stig í leiknum, hvernig fannst honum að spila þennan leik? „Það var mjög gaman að koma til baka eftir mánaðar pásu." Sæþór var að lokum spurður út í Ghetto Hooligans og hvernig væri að vera með slíka sveit á bakvið sig? „Það er sjúklega gaman. Ég vildi að þeir gætu mætt líka svona á útileiki. Hérna heima eru þeir alveg sturlaðir og ég get ekki ímyndað mér að spila án þeirra.“ Emil: Þurfum kraftaverk úr þessu „Ég er pirraður og reiður. Þetta er leikur sem er í okkar höndum og við köstum þessu frá okkur. Við virðumst ekki getað klárað leiki þegar allt er í járnum. Við töpum boltanum þegar ein mínúta er eftir og við einu stigi yfir og þeir skora og fá víti. Þetta er bara lélegt," sagði Emil Karel Einarsson, leikmaður Þorlákshafnar Þórsara eftir tapið í kvöld. Gestirnir leiddu með fjórtán stiga mun í þriðja leikhluta en hvað gerist þegar ÍR kemur til baka? „Þeir fara í svæðisvörn og við hikum í okkar leik, þá fara skotin ekki ofan í." Vonin á úrslitakeppninni minnkaði með þessu tapi, hvernig lítur Emil á þær vonir úr þessu? „Við þurfum kraftaverk úr þessu en við reynum að sjálfsögðu. Tindastóll heima næst og við leggjum ekki árar í bát." Lítur Emil á tímabilið sem algjör vonbrigði ef liðinu tekst ekki að fara í úrslitakeppni? „Já algjörlega, ekki spurning. Við erum með nógu gott lið til að fara í úrslitakeppni. Eina jákvæða í þessu er að við eigum heimaleik næst þar sem við höfum verið ótrúlega slakir á útivelli og tapað mörgum jöfnum leikjum," sagði Emil að lokum. Friðrik: Hundfúlt að tapa þessum leik Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Þór Þ., var hundfúll með að tapið í kvöld. Hann sagði að sér hefði liðið vel á meðan leik stóð og sitt lið hafi að mestu leyti spilað vel. Hvernig lítur hann á vonir liðsins um að spila í úrslitakeppninni? „Það eru enn þrír leikir eftir og það getur margt gerst. Það er áframhaldandi barátta og menn mega ekki leggja árar í bát eða missa móðinn.“ Friðrik var spurður út í gengið á útivelli og hann segir eitthvað vanta í leik sinna manna þar. Þó segir hann liðið hafa verið í hörkuleikjum t.d. á Sauðárkróki, gegn KR og í kvöld. Friðrik var að lokum spurður út í dómgæsluna í seinni hálfleik. Lítið var dæmt í þriðja leikhluta en bæði lið voru komin í skotrétt snemma í lokafjórðungnum. Var það breytt dómgæsla eða aukin harka í leiknum? „Ég get ekki svarað því. Þú verður að spyrja dómarann að því," sagði Friðrik að lokum. Dominos-deild karla
ÍR vann fimm stiga sigur á Þór Þ. eftir spennandi lokakafla í Seljaskóla í kvöld. Georgi Boyanov var frábær hjá heimamönnum og var það hans framlag auk sterkra tauga undir lok leiks sem skóp sigurinn. ÍR er með sigrinum komið í úrslitakeppnina fjórða árið í röð. ÍR tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í nítjándu umferð Domino's deildar karla. Heimamenn voru í sjöunda sæti fyrir leikinn á meðan gestirnir gátu með sigri komið sér upp að hlið Grindavíkur í áttunda sætinu. ÍR vann fyrri leik liðanna eftir frábæran lokafjórðung og því tækifæri fyrir gestina að ná fram hefndum í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu lengstum í fyrri hálfleik en gestirnir náðu að jafna leikinn með körfu rétt fyrir hálfleiksflautið. ÍR leiddi mest með níu stigum í hálfleiknum en gestirnir fundu svörin þegar leið á og gengu liðin jöfn til búningsherbergja. Georgi Boyanov var frábær í fyrri hálfleiknum og skoraði tuttugu stig. Jerome Frink og Halldór Garðar Hermannsson voru stigahæstir hjá gestunum með ellefu og tíu stig. Í þriðja leikhluta mættu gestirnir gífurlega vel stemmdir og náðu fljótlega fjórtán stiga forskoti áður en heimamenn vöknuðu. Heimamenn náðu forskotinu niður og voru lokamínúturnar spennandi. Mikil barátta var í fjórða leikhluta eftir að fyrsta villa þriðja fjórðungs hafi komið þegar rétt rúmar tvær mínútur voru eftir af honum. Bæði lið voru komin í skotrétt snemma í lokafjórðungnum. Gestirnir leiddu með einu stigi þegar um mínúta var eftir en heimamenn voru öflugri þegar allt var undir og sigldu sigrinum heim. Ekki fyrsti leikurinn í vetur sem Þórsarar tapa niður forskoti og ekki í fyrsta sinn í vetur sem ÍR-ingar klára leik í fjórða leikhluta eftir að hafa lent í brasi.Af hverju vann ÍR? Þegar mest á reyndi voru heimamenn öflugri þó það megi einnig segja að Þórsarar hafi glutrað niður unnum leik. ÍR fékk mikið og gott framlag frá Georgi sem elskar að spila fyrir framan Ghetto Hooligans, stuðningsmannasveit ÍR-inga, sem stóð að venju vel fyrir sínu í Seljaskóla. Borche virðist hafa gott lag á því að stýra leik sinna manna þegar mikið er undir og á móti duttu stóru skotin ekki hjá gestunum. Hverjir stóðu upp úr? Georgi Boyanov var besti maður vallarins í kvöld. Hann var kominn með tuttugu stig eftir fyrri hálfleik og endaði með 33 stig, þrettán fráköst og fimm stoðsendingar, alls 45 í heildarframlag. Evan Singletary kom næstur með 24 stig og Sæþór Elmar Kristjánsson skoraði tíu stig. Hjá gestunum var Jerome Frink stigahæstur með 27 stig og hann tók einnig þrettán fráköst. Marko Bakovic kom honum næstur með sautján stig og sjö fráköst. Hvað gekk illa? Þegar tölfræðiskýrslan er skoðuð þá stinga þrír tölfræðiþættir í augun. Fyrst má nefna vítanýtingu gestanna sem var undir 50% í leiknum (7 af 15). Heimamenn skoruðu úr 80% sinna og fóru oftar á línuna (20 af 25). Næst skal nefna stig úr hraðaupphlaupum en ÍR skoraði 22 stig gegn átta gestanna. Síðast af tölfræðiskýrslunni skal nefna framlag frá bekknum en gestirnir voru einungis með fimm stig af bekknum gegn ellefu hjá heimamönnum. Allir í byrjunarliði gestanna skoruðu yfir tíu stig en það var lítið hægt að sækja í stig frá bekknum. Til að loka þessum flokki má nefna litla þátttöku Roberto Kovac hjá ÍR en stórskyttan lék einungis fjórar mínútur hjá heimamönnum þrátt fyrir að Borche hefði sagt í viðtali fyrir leik að allir væru klárir. Eitthvað sá Borche í leik Roberto eða mögulega er Roberto ekki alveg klár í slaginn þar sem hann hefur glímt við meiðsli að undanförnu. Hvað gerist næst? Í tuttugustu umferðinni, þriðju síðustu umferð, mætir ÍR liði Grindavíkur á fimmtudag og sama dag tekur Þór á móti liði Tindastóls í Þorlákshöfn. Þórsarar þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að eiga von á úrslitakeppnissæti og þá verða ÍR-ingar að gera þeim greiða gegn Grindavík. Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. „Tilfinningin er góð. Við vinnum og tryggjum okkur í úrslitakeppnina. Andlega var erfitt að koma inn eftir mánaðarhlé. Við vorum ekki upp á okkar bestu og lendum fjórtán stigum undir í þriðja leikhluta," sagði Borche. „Við skerptum á varnarleiknum og bættum í baráttuna í lokafjórðungnum. Við fengum á okkur eina villu í þriðja leikhluta og hún kom seint í honum. Ég var ekki ánægður með það. Leikmenn gáfu allt sem þeir áttu í lokafjórðunginn og fjórða tímabilið í röð erum við komnir í úrslitakeppni. Það er það mikilvægasta í þessu." Borche hélt áfram að tala um afrekið að komast í úrslitakeppnina og sagði hann marga hafa efast um ágæti ÍR-liðsins og sumir hafi gengið svo langt að spá liðinu falli. Borche segir sitt lið þurfa að bæta sig mikið ef það ætli sér einhverja hluti í úrslitakeppnina en hversu mikilvægt var það fyrir Borche að sanna fyrir þeim sem efuðust um ÍR-liðið í upphafi móts að meira væri spunnið í liðið en þeir héldu? „Þeir höfðu ekki rangt fyrir sér þegar talað var um að margir væru farnir frá því í fyrra. Við byggðum upp nýtt lið og þó það sé ekki fullkomið jafnvægi í því þá gefa allir allt sem þeir eiga í leikina og þess vegna erum við á þessum stað." „Markmiðið var upphaflega að halda okkur uppi en svo þegar leið á stefndum við á úrslitakeppni, frábært að ná því þegar þrír leikir eru eftir. Nú spilum við upp á stoltið og undirbúum okkur fyrir úrslitakeppnina," sagði Borche að lokum. Sæþór: Vildi að Ghetto Hooligans gætu verið með okkur í öllum leikjum „Þetta er frábært. Þetta var úrslitakeppnisleikur fyrir okkur til að gulltryggja okkur inn í hana," sagði Sæþór Elmar Kristjánsson, leikmaður ÍR við Vísi eftir leik. Líkt og áður í vetur lendir ÍR undir en nær svo að grafa sig upp úr holunni þegar mest reynir á. „Við erum mjög duglegir að leyfa liðum að vera alveg í rassgatinu á okkur. Þegar við komumst yfir hleypum við þeim alltaf aftur inn í leikinn. Við héldum áfram í kvöld og kláruðum leikinn" Sæþór skoraði sjálfur tíu stig í leiknum, hvernig fannst honum að spila þennan leik? „Það var mjög gaman að koma til baka eftir mánaðar pásu." Sæþór var að lokum spurður út í Ghetto Hooligans og hvernig væri að vera með slíka sveit á bakvið sig? „Það er sjúklega gaman. Ég vildi að þeir gætu mætt líka svona á útileiki. Hérna heima eru þeir alveg sturlaðir og ég get ekki ímyndað mér að spila án þeirra.“ Emil: Þurfum kraftaverk úr þessu „Ég er pirraður og reiður. Þetta er leikur sem er í okkar höndum og við köstum þessu frá okkur. Við virðumst ekki getað klárað leiki þegar allt er í járnum. Við töpum boltanum þegar ein mínúta er eftir og við einu stigi yfir og þeir skora og fá víti. Þetta er bara lélegt," sagði Emil Karel Einarsson, leikmaður Þorlákshafnar Þórsara eftir tapið í kvöld. Gestirnir leiddu með fjórtán stiga mun í þriðja leikhluta en hvað gerist þegar ÍR kemur til baka? „Þeir fara í svæðisvörn og við hikum í okkar leik, þá fara skotin ekki ofan í." Vonin á úrslitakeppninni minnkaði með þessu tapi, hvernig lítur Emil á þær vonir úr þessu? „Við þurfum kraftaverk úr þessu en við reynum að sjálfsögðu. Tindastóll heima næst og við leggjum ekki árar í bát." Lítur Emil á tímabilið sem algjör vonbrigði ef liðinu tekst ekki að fara í úrslitakeppni? „Já algjörlega, ekki spurning. Við erum með nógu gott lið til að fara í úrslitakeppni. Eina jákvæða í þessu er að við eigum heimaleik næst þar sem við höfum verið ótrúlega slakir á útivelli og tapað mörgum jöfnum leikjum," sagði Emil að lokum. Friðrik: Hundfúlt að tapa þessum leik Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Þór Þ., var hundfúll með að tapið í kvöld. Hann sagði að sér hefði liðið vel á meðan leik stóð og sitt lið hafi að mestu leyti spilað vel. Hvernig lítur hann á vonir liðsins um að spila í úrslitakeppninni? „Það eru enn þrír leikir eftir og það getur margt gerst. Það er áframhaldandi barátta og menn mega ekki leggja árar í bát eða missa móðinn.“ Friðrik var spurður út í gengið á útivelli og hann segir eitthvað vanta í leik sinna manna þar. Þó segir hann liðið hafa verið í hörkuleikjum t.d. á Sauðárkróki, gegn KR og í kvöld. Friðrik var að lokum spurður út í dómgæsluna í seinni hálfleik. Lítið var dæmt í þriðja leikhluta en bæði lið voru komin í skotrétt snemma í lokafjórðungnum. Var það breytt dómgæsla eða aukin harka í leiknum? „Ég get ekki svarað því. Þú verður að spyrja dómarann að því," sagði Friðrik að lokum.