Afkomuspá Icelandair Group tekin úr gildi vegna kórónuveirunnar Andri Eysteinsson skrifar 1. mars 2020 12:44 Afkomuspáin var gefin út 6.febrúar síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á eftirspurn eftir ferðalögum á ákvæðin svæði í heiminum. Staðan skipar aukna óvissu þegar kemur að áætlaðri rekstrarniðurstöðu Icelandair Group fyrir árið 2020. Vegna óvissunnar hefur félagið tekið afkomuspá sem gefin var út 6. febrúar síðastliðinn úr gildi og telja stjórnendur ekki mögulegt að gefa út áreiðanlega afkomuspá á þessum tímapunkti. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar í dag. Kórónuveiran hefur breiðst út um víða veröld á undanförnum vikum og greindist fyrsta tilvik hennar hér á landi í síðustu viku. Um var að ræða mann sem hafði verið á skíðum á Ítalíu en stór hluti Norður-Ítalíu er skilgreindur sem sérstakt hættusvæði vegna möguleika á smiti. Icelandair gripið til ýmissa ráðstafana „Útbreiðsla COVID-19 veirunnar og viðbrögð við henni eru að hafa áhrif á ferðahegðun á okkar markaðssvæði. Vegna þess erum við að greina hugsanlegar sviðsmyndir og móta aðgerðir til að draga úr þeim áhrifum sem þessi þróun kann að hafa á starfsemi félagsins,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.„Öll áhersla verður lögð á að lágmarka áhrif á viðskiptavini okkar en ef mótvægisaðgerðir koma til með að hafa áhrif á flugáætlun, munum við upplýsa um það um leið og slíkar ákvarðanir liggja fyrir. Ég legg áherslu á að öryggi og velferð farþega og starfsfólks okkar er ávallt í fyrirrúmi.“Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að flugfélagið Icelandair hafi gripið til ýmissa ráðstafana og aukið viðbragðsgetu til þess að geta brugðist við útbreiðslu veirunnar. Félagið sé í samskiptum við sóttvarnarlækni, landlæknisembættið sem og alþjóðlegu læknaþjónustuna Medaire sem sérhæfir sig í lækningum og forvörnum um borð í flugvélum. Þá hefur verið gripið til varúðarráðstafana með viðbótarbúnaði í vélum félagsins, þar á meðal sótthreinsiefni, andlitsgrímur og hanskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á eftirspurn eftir ferðalögum á ákvæðin svæði í heiminum. Staðan skipar aukna óvissu þegar kemur að áætlaðri rekstrarniðurstöðu Icelandair Group fyrir árið 2020. Vegna óvissunnar hefur félagið tekið afkomuspá sem gefin var út 6. febrúar síðastliðinn úr gildi og telja stjórnendur ekki mögulegt að gefa út áreiðanlega afkomuspá á þessum tímapunkti. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar í dag. Kórónuveiran hefur breiðst út um víða veröld á undanförnum vikum og greindist fyrsta tilvik hennar hér á landi í síðustu viku. Um var að ræða mann sem hafði verið á skíðum á Ítalíu en stór hluti Norður-Ítalíu er skilgreindur sem sérstakt hættusvæði vegna möguleika á smiti. Icelandair gripið til ýmissa ráðstafana „Útbreiðsla COVID-19 veirunnar og viðbrögð við henni eru að hafa áhrif á ferðahegðun á okkar markaðssvæði. Vegna þess erum við að greina hugsanlegar sviðsmyndir og móta aðgerðir til að draga úr þeim áhrifum sem þessi þróun kann að hafa á starfsemi félagsins,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.„Öll áhersla verður lögð á að lágmarka áhrif á viðskiptavini okkar en ef mótvægisaðgerðir koma til með að hafa áhrif á flugáætlun, munum við upplýsa um það um leið og slíkar ákvarðanir liggja fyrir. Ég legg áherslu á að öryggi og velferð farþega og starfsfólks okkar er ávallt í fyrirrúmi.“Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að flugfélagið Icelandair hafi gripið til ýmissa ráðstafana og aukið viðbragðsgetu til þess að geta brugðist við útbreiðslu veirunnar. Félagið sé í samskiptum við sóttvarnarlækni, landlæknisembættið sem og alþjóðlegu læknaþjónustuna Medaire sem sérhæfir sig í lækningum og forvörnum um borð í flugvélum. Þá hefur verið gripið til varúðarráðstafana með viðbótarbúnaði í vélum félagsins, þar á meðal sótthreinsiefni, andlitsgrímur og hanskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira