Heimsmeistarakeppnin í e-rallý á Íslandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. ágúst 2020 07:00 Peugeot e-2008 tilbúinn í keppni. Í gær hófst FIA eRally Iceland 2020, alþjóðleg keppni, sem er hluti af mótaröð alþjóðaaksturssambandsins FIA sem það hleypti af stokkunum undir heitinu: FIA Electric and New Energy Championship. Keppnin á Íslandi gefur stig til heimsmeistaratitils og Íslandsmeistaratitils og kallast íslenska keppnin eRally Iceland 2020. Fjögur erlend lið eru skráð til keppni og þrjú íslensk. Tvö íslensku liðanna keppa á rafbílum frá Brimborg segir í fréttatilkynningu frá Brimborg. Á Peugeot e-208 eru það Jóhann Egilsson, ökumaður en hann er meðlimur í Kvartmíluklúbbnum en hann keppir einnig á Citroën C1 í Formúla 1000 á kappakstursbraut klúbbsins í Hafnarfirði og er eftir tvær keppnir af þremur í sumar í efsta sæti í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Aðstoðarökumaður er Pétur Wilhelm Jóhannsson. Á Peugeot e-2008 eru það Hinrik Haraldsson, ökumaður og Marinó Helgi Haraldsson, aðstoðarökumaður. Markmið eRally er að kynna nýjustu tækni ökutækja sem ætlað er að spara orku og gefa frá sér minnsta mögulegt magn mengunar og koltvísýrings. Því er einnig ætlað að hvetja alla ökumenn til að breyta akstri með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni bílaumferðar með því að nota rafmagn sem drifkraft ökutækja. Heimsmeistaramótið í e-rallý (E-Rally Regularity Cup) er að öllu leyti helgað rafknúnum ökutækjum. Ekki má gera neinar breytingar á bílunum og verða keppendur að geta notað ökutæki sín til daglegrar notkunar. Markmið keppninnar er að keyra akstursleið á ákveðnum tíma og ákveðnum meðalhraða. Til viðbótar þarf ökumaður að huga að rafmagnseyðslunni og halda henni í lágmarki. Refsistig eru gefin ef keyrt er of hratt eða of hægt, of stutt eða of langt og einnig eru gefin refsistig ef eyðsla í keppninni er umfram uppgefna raforkunotkun bílsins skv. WLTP staðli. Heimsmeistaramótið í e-rallý á Íslandi stendur yfir í 3 daga og hófst í gær, 20. ágúst og keyrðir verða 5 leggir með 21 sérleið. Heildarfjöldi kílómetra verða 703,68 og heildaraksturstími verður 14 tímar og 32 mínútur. Peugeot e-208 í keppnisham. Keppnisbílarnir eru Peugeot e-208 og Peugeot e-2008 Peugeot e-208 og Peugeot e-2008 eru báðir 100% hreinir rafbílar og eru nákvæmlega eins og þeir bílar sem Brimborg býður til sölu í sýningarsal Peugeot á Íslandi. Þeir eru báðir er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél og 260 Nm togkrafti. Þeir eru báðir búnir 50 kWh drifrafhlöðu og er drægni bílanna skv. WLTP mælingu annars vegar 340 km. og hins vegar 320 km. Hægt er að hlaða drifrafhlöðu bílsins bæði heima, í vinnu eða á hraðhleðslustöð og tekur aðeins 30 mínútur að hlaða tóma rafhlöðuna í 80% drægni. Allir rafbílar Peugeot eru með fjarstýrðum forhitara sem tryggir að bíllinn er alltaf heitur og einnig er varmadæla staðalbúnaður í öllum Peugeot rafbílum. Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi, því hún nýtist best í hitastigi sem er frá -5 til +15. Varmadælan endurnýtir orku úr umhverfinu fyrir miðstöð og drifrafhlöðu bílsins sem gerir því kleift að ekki þarf að nota eins mikla orku frá drifrafhlöðunni til að hita eða kæla bílinn. Það getur munað allt að 50 km eða um 15% af drægni bílsins hvort varmadæla er í bílnum eða ekki. Rafbílar án varmadælu þurfa annars að nota hluta af orku rafhlöðunnar fyrir miðstöðina. Vistvænir bílar Akstursíþróttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent
Í gær hófst FIA eRally Iceland 2020, alþjóðleg keppni, sem er hluti af mótaröð alþjóðaaksturssambandsins FIA sem það hleypti af stokkunum undir heitinu: FIA Electric and New Energy Championship. Keppnin á Íslandi gefur stig til heimsmeistaratitils og Íslandsmeistaratitils og kallast íslenska keppnin eRally Iceland 2020. Fjögur erlend lið eru skráð til keppni og þrjú íslensk. Tvö íslensku liðanna keppa á rafbílum frá Brimborg segir í fréttatilkynningu frá Brimborg. Á Peugeot e-208 eru það Jóhann Egilsson, ökumaður en hann er meðlimur í Kvartmíluklúbbnum en hann keppir einnig á Citroën C1 í Formúla 1000 á kappakstursbraut klúbbsins í Hafnarfirði og er eftir tvær keppnir af þremur í sumar í efsta sæti í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Aðstoðarökumaður er Pétur Wilhelm Jóhannsson. Á Peugeot e-2008 eru það Hinrik Haraldsson, ökumaður og Marinó Helgi Haraldsson, aðstoðarökumaður. Markmið eRally er að kynna nýjustu tækni ökutækja sem ætlað er að spara orku og gefa frá sér minnsta mögulegt magn mengunar og koltvísýrings. Því er einnig ætlað að hvetja alla ökumenn til að breyta akstri með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni bílaumferðar með því að nota rafmagn sem drifkraft ökutækja. Heimsmeistaramótið í e-rallý (E-Rally Regularity Cup) er að öllu leyti helgað rafknúnum ökutækjum. Ekki má gera neinar breytingar á bílunum og verða keppendur að geta notað ökutæki sín til daglegrar notkunar. Markmið keppninnar er að keyra akstursleið á ákveðnum tíma og ákveðnum meðalhraða. Til viðbótar þarf ökumaður að huga að rafmagnseyðslunni og halda henni í lágmarki. Refsistig eru gefin ef keyrt er of hratt eða of hægt, of stutt eða of langt og einnig eru gefin refsistig ef eyðsla í keppninni er umfram uppgefna raforkunotkun bílsins skv. WLTP staðli. Heimsmeistaramótið í e-rallý á Íslandi stendur yfir í 3 daga og hófst í gær, 20. ágúst og keyrðir verða 5 leggir með 21 sérleið. Heildarfjöldi kílómetra verða 703,68 og heildaraksturstími verður 14 tímar og 32 mínútur. Peugeot e-208 í keppnisham. Keppnisbílarnir eru Peugeot e-208 og Peugeot e-2008 Peugeot e-208 og Peugeot e-2008 eru báðir 100% hreinir rafbílar og eru nákvæmlega eins og þeir bílar sem Brimborg býður til sölu í sýningarsal Peugeot á Íslandi. Þeir eru báðir er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél og 260 Nm togkrafti. Þeir eru báðir búnir 50 kWh drifrafhlöðu og er drægni bílanna skv. WLTP mælingu annars vegar 340 km. og hins vegar 320 km. Hægt er að hlaða drifrafhlöðu bílsins bæði heima, í vinnu eða á hraðhleðslustöð og tekur aðeins 30 mínútur að hlaða tóma rafhlöðuna í 80% drægni. Allir rafbílar Peugeot eru með fjarstýrðum forhitara sem tryggir að bíllinn er alltaf heitur og einnig er varmadæla staðalbúnaður í öllum Peugeot rafbílum. Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi, því hún nýtist best í hitastigi sem er frá -5 til +15. Varmadælan endurnýtir orku úr umhverfinu fyrir miðstöð og drifrafhlöðu bílsins sem gerir því kleift að ekki þarf að nota eins mikla orku frá drifrafhlöðunni til að hita eða kæla bílinn. Það getur munað allt að 50 km eða um 15% af drægni bílsins hvort varmadæla er í bílnum eða ekki. Rafbílar án varmadælu þurfa annars að nota hluta af orku rafhlöðunnar fyrir miðstöðina.
Vistvænir bílar Akstursíþróttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent