Erlent

„Við náum Græn­landi, hundrað prósent“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Trump hefur undanfarna daga verið afdráttarlaus í orðræðu sinni um Grænland. 
Trump hefur undanfarna daga verið afdráttarlaus í orðræðu sinni um Grænland.  EPA

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt.

„Við náum Grænlandi, hundrað prósent,“ sagði Trump í viðtalinu

Grænlandsheimsókn J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna á föstudag hefur vakið athygli. Þar sagði hann Danmörku ekki hafa staðið sig gagnvart grænlensku þjóðinni og vanfjárfest í henni. 

Síðan þá hefur Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur gagnrýnt orðræðu Vance og sagði ráðamenn Bandaríkjanna ekki eiga að tala við bandamenn sína með þeim hætti sem hann gerði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tók í sama streng í gær. 

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur sagði ummælin ósanngjörn í Facebook færslu í gær.

Aðspurður hvaða skilaboð innlimun Grænlands myndi senda Rússum og öðrum þjóðum sagðist Trump standa á sama. 

„Ég hugsa ekki um það. Mér er eiginlega alveg sama. Grænland er aðskilið verkefni, öðruvísi. Þetta snýst um frið, öryggi og styrk á alþjóðavísu.“

Hann sagði mörg skip, þar á meðal rússnesk og kínversk, sigla við strendur Grænlands en Bandaríkin hafa að undanförnu lagt áherslu á aukin umsvif bandaríska hersins á Grænlandi. 

„Við ætlum ekki að leyfa hlutunum að gerast á þann hátt að það skaði heiminn eða Bandaríkin.“


Tengdar fréttir

„Það er skítkalt hérna“

Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna.

Heimsókn Vance óvið­eig­andi og óviðunandi

Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani. 

Mette Frederiksen heldur til Grænlands

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×